Formaður Eflingar ræðir kjaramálin við flokkana Sveinn Arnarsson skrifar 15. nóvember 2018 07:00 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ég fagna öllum tækifærum til að fá að kynna kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Líka þessar hugmyndir um nýjan samfélagssáttmála sem við í Eflingu höfum verið að tala fyrir. Þessar kröfur sem snúa að stjórnvöldum um að laga þessa ömurlegu skattatilfærslu síðustu tveggja áratuga,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem verður meðal ræðumanna á stórfundi VG um verkalýðsmál á laugardaginn. Félagssvið Eflingar sendi stjórnmálaflokkum boð um að Sólveig Anna kæmi á fund hjá þeim til að ræða kjaramálin. Fjórir flokkar hafa þekkst boðið en auk VG eru það Sósíalistaflokkurinn, Samfylkingin og Píratar. Auk Sólveigar Önnu verða þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, frummælendur á fundinum á laugardag. Aðspurð hvort þetta sé ekki gott tækifæri til að ræða við forsætisráðherra um stöðuna játar Sólveig Anna því. „Aðallega finnst mér samt mikilvægt að hinn almenni flokksmaður, sama í hvaða flokki hann er, geti komið og hlustað.“ Sólveig Anna segir breytingartillögur fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu fjárlaga hafa þau áhrif að fólk verði enn svartsýnna á að verið sé að hlusta af fullri alvöru. Niðurskurður á fram komnum tillögum til öryrkja hefur þar sérstaklega verið gagnrýndur. „Það var kannski búin til þannig stemning að það væri eitthvað sem ætti eftir að draga fram til að liðka frekar fyrir samningum. Ég var nú aldrei neitt sérstaklega vongóð um það. Ég get samt sagt það að brútalisminn í þessu er pínu sjokkerandi.“ Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins þar sem Sólveig Anna situr mun eiga fyrsta formlega viðræðufundinn með Samtökum atvinnulífsins á morgun. – sar Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 Viðskiptaráð segir „sterkar vísbendingar“ um lítið svigrúm til launahækkana Viðskiptaráð hefur töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur á þeim forsendum sem yfirstandandi kjaraviðræður eigi að byggja á. 14. nóvember 2018 12:45 Telur könnun SA grímulausan áróður Forseti ASÍ telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan Verkalýðshreyfingarinnar. 10. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
„Ég fagna öllum tækifærum til að fá að kynna kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Líka þessar hugmyndir um nýjan samfélagssáttmála sem við í Eflingu höfum verið að tala fyrir. Þessar kröfur sem snúa að stjórnvöldum um að laga þessa ömurlegu skattatilfærslu síðustu tveggja áratuga,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem verður meðal ræðumanna á stórfundi VG um verkalýðsmál á laugardaginn. Félagssvið Eflingar sendi stjórnmálaflokkum boð um að Sólveig Anna kæmi á fund hjá þeim til að ræða kjaramálin. Fjórir flokkar hafa þekkst boðið en auk VG eru það Sósíalistaflokkurinn, Samfylkingin og Píratar. Auk Sólveigar Önnu verða þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, frummælendur á fundinum á laugardag. Aðspurð hvort þetta sé ekki gott tækifæri til að ræða við forsætisráðherra um stöðuna játar Sólveig Anna því. „Aðallega finnst mér samt mikilvægt að hinn almenni flokksmaður, sama í hvaða flokki hann er, geti komið og hlustað.“ Sólveig Anna segir breytingartillögur fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu fjárlaga hafa þau áhrif að fólk verði enn svartsýnna á að verið sé að hlusta af fullri alvöru. Niðurskurður á fram komnum tillögum til öryrkja hefur þar sérstaklega verið gagnrýndur. „Það var kannski búin til þannig stemning að það væri eitthvað sem ætti eftir að draga fram til að liðka frekar fyrir samningum. Ég var nú aldrei neitt sérstaklega vongóð um það. Ég get samt sagt það að brútalisminn í þessu er pínu sjokkerandi.“ Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins þar sem Sólveig Anna situr mun eiga fyrsta formlega viðræðufundinn með Samtökum atvinnulífsins á morgun. – sar
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 Viðskiptaráð segir „sterkar vísbendingar“ um lítið svigrúm til launahækkana Viðskiptaráð hefur töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur á þeim forsendum sem yfirstandandi kjaraviðræður eigi að byggja á. 14. nóvember 2018 12:45 Telur könnun SA grímulausan áróður Forseti ASÍ telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan Verkalýðshreyfingarinnar. 10. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30
Viðskiptaráð segir „sterkar vísbendingar“ um lítið svigrúm til launahækkana Viðskiptaráð hefur töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur á þeim forsendum sem yfirstandandi kjaraviðræður eigi að byggja á. 14. nóvember 2018 12:45
Telur könnun SA grímulausan áróður Forseti ASÍ telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan Verkalýðshreyfingarinnar. 10. nóvember 2018 20:00