Þjóðleikhússtjóri sýnir Lilju hollustu og ætlar ekki tjá sig Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. nóvember 2018 06:45 Ari Matthíasson er reiðubúinn að lýsa sjónarmiðum sínum við ráðherra verði eftir því leitað. Fréttablaðið/Anton Brink Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri tekur ekki opinberlega afstöðu til frumvarpsdraga menntamálaráðherra um sviðslistir. Drögin, sem eru á samráðsgátt Stjórnarráðsins til kynningar, hafa verið gagnrýnd mjög af sviðslistafólki og ráðherra gagnrýndur fyrir meint samráðsleysi í aðdraganda málsins við þá sem málið varðar, það er, sviðslistafólk. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag lýtur gagnrýnin meðal annars að auknum völdum þjóðleikhússtjóra og er vísað til þess að hann verði allt að því einvaldur og þjóðleikhúsráð sé gert nánast valdalaust. „Embættismaður hefur ákveðna hollustu við sinn yfirmann og embættismanni ber að fara eftir þeim lögum og reglum sem um viðkomandi starfsemi gildir. Þannig að ég tjái mig ekki um þetta frumvarp þess vegna, en ég mun koma mínum sjónarmiðum á framfæri við ráðherra verði eftir því leitað og mun reyna að aðstoða ráðherra eftir minni bestu getu. Það er mín skylda sem embættismaður,“ segir Ari inntur eftir afstöðu sinni til frumvarpsdraganna og gagnrýni kollega sinna í listageiranum. Í viðtali við Fréttablaðið hafnaði Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra því að samráð hefði ekki átt sér stað og vísaði meðal annars til fundar sem haldinn var með sviðslistafólki í janúar síðastliðnum. Þá benti Lilja á að samráðsgáttin væri einmitt ætluð til samráðs og þess vegna væru frumvarpsdrögin þar í kynningu. Frestur til að senda inn umsagnir um málið á samráðsgáttina hefur nú verið framlengdur til 27. nóvember. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um málið, auk Sviðslistasambands Íslands sem fjallað var um í Fréttablaðinu á miðvikudaginn, er Bandalag íslenskra listamanna. Í umsögn þess er tekið undir umsögn Sviðslistasambandsins, hvatt er til þess að drögin verði lögð til hliðar í heild sinni og tekið verði upp samtal við sviðslistageirann um endurskoðun sviðslistalaga. Á öndverðum meiði við gagnrýnisraddirnar er skrifstofustjóri Þjóðleikhússins, Tómas Zoega, sem leggur til í umsögn frá 13. nóvember að þjóðleikhúsráð verði lagt niður. Skrifstofustjórinn leggur þannig til að gengið verði enn lengra en frumvarpsdrögin gera ráð fyrir. Rök hans eru helst þau að þjóðleikhússtjóri, líkt og aðrir forstöðumenn ríkisfyrirtækja, beri fulla ábyrgð á öllum þáttum starfsemi stofnunarinnar og þurfi að hafa svigrúm og traust til að rækja þau störf sem hann beri ábyrgð á gagnvart ráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri tekur ekki opinberlega afstöðu til frumvarpsdraga menntamálaráðherra um sviðslistir. Drögin, sem eru á samráðsgátt Stjórnarráðsins til kynningar, hafa verið gagnrýnd mjög af sviðslistafólki og ráðherra gagnrýndur fyrir meint samráðsleysi í aðdraganda málsins við þá sem málið varðar, það er, sviðslistafólk. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag lýtur gagnrýnin meðal annars að auknum völdum þjóðleikhússtjóra og er vísað til þess að hann verði allt að því einvaldur og þjóðleikhúsráð sé gert nánast valdalaust. „Embættismaður hefur ákveðna hollustu við sinn yfirmann og embættismanni ber að fara eftir þeim lögum og reglum sem um viðkomandi starfsemi gildir. Þannig að ég tjái mig ekki um þetta frumvarp þess vegna, en ég mun koma mínum sjónarmiðum á framfæri við ráðherra verði eftir því leitað og mun reyna að aðstoða ráðherra eftir minni bestu getu. Það er mín skylda sem embættismaður,“ segir Ari inntur eftir afstöðu sinni til frumvarpsdraganna og gagnrýni kollega sinna í listageiranum. Í viðtali við Fréttablaðið hafnaði Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra því að samráð hefði ekki átt sér stað og vísaði meðal annars til fundar sem haldinn var með sviðslistafólki í janúar síðastliðnum. Þá benti Lilja á að samráðsgáttin væri einmitt ætluð til samráðs og þess vegna væru frumvarpsdrögin þar í kynningu. Frestur til að senda inn umsagnir um málið á samráðsgáttina hefur nú verið framlengdur til 27. nóvember. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um málið, auk Sviðslistasambands Íslands sem fjallað var um í Fréttablaðinu á miðvikudaginn, er Bandalag íslenskra listamanna. Í umsögn þess er tekið undir umsögn Sviðslistasambandsins, hvatt er til þess að drögin verði lögð til hliðar í heild sinni og tekið verði upp samtal við sviðslistageirann um endurskoðun sviðslistalaga. Á öndverðum meiði við gagnrýnisraddirnar er skrifstofustjóri Þjóðleikhússins, Tómas Zoega, sem leggur til í umsögn frá 13. nóvember að þjóðleikhúsráð verði lagt niður. Skrifstofustjórinn leggur þannig til að gengið verði enn lengra en frumvarpsdrögin gera ráð fyrir. Rök hans eru helst þau að þjóðleikhússtjóri, líkt og aðrir forstöðumenn ríkisfyrirtækja, beri fulla ábyrgð á öllum þáttum starfsemi stofnunarinnar og þurfi að hafa svigrúm og traust til að rækja þau störf sem hann beri ábyrgð á gagnvart ráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira