Þjóðleikhússtjóri sýnir Lilju hollustu og ætlar ekki tjá sig Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. nóvember 2018 06:45 Ari Matthíasson er reiðubúinn að lýsa sjónarmiðum sínum við ráðherra verði eftir því leitað. Fréttablaðið/Anton Brink Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri tekur ekki opinberlega afstöðu til frumvarpsdraga menntamálaráðherra um sviðslistir. Drögin, sem eru á samráðsgátt Stjórnarráðsins til kynningar, hafa verið gagnrýnd mjög af sviðslistafólki og ráðherra gagnrýndur fyrir meint samráðsleysi í aðdraganda málsins við þá sem málið varðar, það er, sviðslistafólk. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag lýtur gagnrýnin meðal annars að auknum völdum þjóðleikhússtjóra og er vísað til þess að hann verði allt að því einvaldur og þjóðleikhúsráð sé gert nánast valdalaust. „Embættismaður hefur ákveðna hollustu við sinn yfirmann og embættismanni ber að fara eftir þeim lögum og reglum sem um viðkomandi starfsemi gildir. Þannig að ég tjái mig ekki um þetta frumvarp þess vegna, en ég mun koma mínum sjónarmiðum á framfæri við ráðherra verði eftir því leitað og mun reyna að aðstoða ráðherra eftir minni bestu getu. Það er mín skylda sem embættismaður,“ segir Ari inntur eftir afstöðu sinni til frumvarpsdraganna og gagnrýni kollega sinna í listageiranum. Í viðtali við Fréttablaðið hafnaði Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra því að samráð hefði ekki átt sér stað og vísaði meðal annars til fundar sem haldinn var með sviðslistafólki í janúar síðastliðnum. Þá benti Lilja á að samráðsgáttin væri einmitt ætluð til samráðs og þess vegna væru frumvarpsdrögin þar í kynningu. Frestur til að senda inn umsagnir um málið á samráðsgáttina hefur nú verið framlengdur til 27. nóvember. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um málið, auk Sviðslistasambands Íslands sem fjallað var um í Fréttablaðinu á miðvikudaginn, er Bandalag íslenskra listamanna. Í umsögn þess er tekið undir umsögn Sviðslistasambandsins, hvatt er til þess að drögin verði lögð til hliðar í heild sinni og tekið verði upp samtal við sviðslistageirann um endurskoðun sviðslistalaga. Á öndverðum meiði við gagnrýnisraddirnar er skrifstofustjóri Þjóðleikhússins, Tómas Zoega, sem leggur til í umsögn frá 13. nóvember að þjóðleikhúsráð verði lagt niður. Skrifstofustjórinn leggur þannig til að gengið verði enn lengra en frumvarpsdrögin gera ráð fyrir. Rök hans eru helst þau að þjóðleikhússtjóri, líkt og aðrir forstöðumenn ríkisfyrirtækja, beri fulla ábyrgð á öllum þáttum starfsemi stofnunarinnar og þurfi að hafa svigrúm og traust til að rækja þau störf sem hann beri ábyrgð á gagnvart ráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri tekur ekki opinberlega afstöðu til frumvarpsdraga menntamálaráðherra um sviðslistir. Drögin, sem eru á samráðsgátt Stjórnarráðsins til kynningar, hafa verið gagnrýnd mjög af sviðslistafólki og ráðherra gagnrýndur fyrir meint samráðsleysi í aðdraganda málsins við þá sem málið varðar, það er, sviðslistafólk. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag lýtur gagnrýnin meðal annars að auknum völdum þjóðleikhússtjóra og er vísað til þess að hann verði allt að því einvaldur og þjóðleikhúsráð sé gert nánast valdalaust. „Embættismaður hefur ákveðna hollustu við sinn yfirmann og embættismanni ber að fara eftir þeim lögum og reglum sem um viðkomandi starfsemi gildir. Þannig að ég tjái mig ekki um þetta frumvarp þess vegna, en ég mun koma mínum sjónarmiðum á framfæri við ráðherra verði eftir því leitað og mun reyna að aðstoða ráðherra eftir minni bestu getu. Það er mín skylda sem embættismaður,“ segir Ari inntur eftir afstöðu sinni til frumvarpsdraganna og gagnrýni kollega sinna í listageiranum. Í viðtali við Fréttablaðið hafnaði Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra því að samráð hefði ekki átt sér stað og vísaði meðal annars til fundar sem haldinn var með sviðslistafólki í janúar síðastliðnum. Þá benti Lilja á að samráðsgáttin væri einmitt ætluð til samráðs og þess vegna væru frumvarpsdrögin þar í kynningu. Frestur til að senda inn umsagnir um málið á samráðsgáttina hefur nú verið framlengdur til 27. nóvember. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um málið, auk Sviðslistasambands Íslands sem fjallað var um í Fréttablaðinu á miðvikudaginn, er Bandalag íslenskra listamanna. Í umsögn þess er tekið undir umsögn Sviðslistasambandsins, hvatt er til þess að drögin verði lögð til hliðar í heild sinni og tekið verði upp samtal við sviðslistageirann um endurskoðun sviðslistalaga. Á öndverðum meiði við gagnrýnisraddirnar er skrifstofustjóri Þjóðleikhússins, Tómas Zoega, sem leggur til í umsögn frá 13. nóvember að þjóðleikhúsráð verði lagt niður. Skrifstofustjórinn leggur þannig til að gengið verði enn lengra en frumvarpsdrögin gera ráð fyrir. Rök hans eru helst þau að þjóðleikhússtjóri, líkt og aðrir forstöðumenn ríkisfyrirtækja, beri fulla ábyrgð á öllum þáttum starfsemi stofnunarinnar og þurfi að hafa svigrúm og traust til að rækja þau störf sem hann beri ábyrgð á gagnvart ráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira