Southgate: Kannski erum við ekki nýja England, heldur gamla góða England Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 18. nóvember 2018 16:46 Southgate fagnar með lærisveinum sínum eftir sigurinn í dag Vísir/Getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins var að vonum kampakátur með sigur sinna manna gegn Króatíu í Þjóðadeildinni í dag. Með sigrinum er England komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Ég er fyrst og fremst mjög stoltur. Mér fannst við stjórna leiknum og við fengum góð færi í fyrri hálfleik. Við gefum þeim mark og það var alvöru próf á okkur að koma til baka. Við treystum mikið á skyndisóknir og þeir björguðu einu sinni á línu,“ sagði Southgate. Englendingar voru heilt yfir mikið betra liðið í leiknum. Liðið spilaði boltanum vel sín á milli, og sköpuðu góð færi. Hins vegar komu mörk Englendinga eftir föst leikatriði, annars vegar langt innkast og hins vegar aukaspyrnu. „Við spiluðum mjög vel í þessum leik, en við skorum úr löngu innkasti og föstu leikatriði. Kannski erum við ekki nýja England, heldur gamla góða England.“ „Ég er stoltur af því hvernig við höfum verið allt árið. Ég hef ekki heyrt svona mikinn hávaða á Wembley í langan tíma.“ Mikið var í húfi fyrir leikinn í dag. Sigurliðið myndi fá sæti í undanúrslitum en tapliðið myndi falla úr A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við ræddum ekkert um að falla fyrir leikinn. Við sáum þetta bara sem tækifæri. Við horfðum á þetta sem leik í 8-liða úrslitum. Það var frábært að við þurftum að standast pressuna. Ef við getum náð svona andrúmslofti, getum við verið mjög sterkir. Við vorum að komast upp úr gríðarlega erfiðum riðli.“ Króatía og England mættust í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi síðasta sumar og voru það Króatar sem báru sigur úr býtum eftir framlengdan leik. „Mér fannst við stjórna þessum leik miklu betur en undanúrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu. Við gátum opnað þá og skapað góð færi. Leikmennirnir eru farnir að trúa á leikkerfið. Leikmannahópurinn hefur breikkað síðan í sumar með innkomu ungra leikmanna. Allir þeir sem hafa komið inn í þessari keppni hafa skilað sínu.“ Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins var að vonum kampakátur með sigur sinna manna gegn Króatíu í Þjóðadeildinni í dag. Með sigrinum er England komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Ég er fyrst og fremst mjög stoltur. Mér fannst við stjórna leiknum og við fengum góð færi í fyrri hálfleik. Við gefum þeim mark og það var alvöru próf á okkur að koma til baka. Við treystum mikið á skyndisóknir og þeir björguðu einu sinni á línu,“ sagði Southgate. Englendingar voru heilt yfir mikið betra liðið í leiknum. Liðið spilaði boltanum vel sín á milli, og sköpuðu góð færi. Hins vegar komu mörk Englendinga eftir föst leikatriði, annars vegar langt innkast og hins vegar aukaspyrnu. „Við spiluðum mjög vel í þessum leik, en við skorum úr löngu innkasti og föstu leikatriði. Kannski erum við ekki nýja England, heldur gamla góða England.“ „Ég er stoltur af því hvernig við höfum verið allt árið. Ég hef ekki heyrt svona mikinn hávaða á Wembley í langan tíma.“ Mikið var í húfi fyrir leikinn í dag. Sigurliðið myndi fá sæti í undanúrslitum en tapliðið myndi falla úr A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við ræddum ekkert um að falla fyrir leikinn. Við sáum þetta bara sem tækifæri. Við horfðum á þetta sem leik í 8-liða úrslitum. Það var frábært að við þurftum að standast pressuna. Ef við getum náð svona andrúmslofti, getum við verið mjög sterkir. Við vorum að komast upp úr gríðarlega erfiðum riðli.“ Króatía og England mættust í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi síðasta sumar og voru það Króatar sem báru sigur úr býtum eftir framlengdan leik. „Mér fannst við stjórna þessum leik miklu betur en undanúrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu. Við gátum opnað þá og skapað góð færi. Leikmennirnir eru farnir að trúa á leikkerfið. Leikmannahópurinn hefur breikkað síðan í sumar með innkomu ungra leikmanna. Allir þeir sem hafa komið inn í þessari keppni hafa skilað sínu.“
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Sjá meira