„Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 12:33 Senne Lammens hefur verið borinn saman við Peter Schmeichel af stuðningsmönnum Manchester United. Getty/ James Gill/Ross Kinnaird Senne Lammens hefur heyrt og kann að meta söngva stuðningsmanna Manchester United þar sem honum er líkt við goðsagnakennda markvörðinn Peter Schmeichel, þá kveðst hann vera bara Senne Lammens og að reyna að hjálpa liðinu. Þessi 23 ára gamli belgíski markvörður kom til United frá Royal Antwerp á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann byrjaði á bekknum en síðan hann spilaði sinn fyrsta leik í 2-0 sigri á Sunderland þann 4. október hefur liðið unnið þrjá leiki í röð. "Are you Peter Schmeichel in disguise?" 🎶Senne Lammens is loving this Man Utd chant 🧤 pic.twitter.com/mTh3y3dlZF— Match of the Day (@BBCMOTD) October 31, 2025 Góð frammistaða hans gegn Sunderland, þar sem United hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu, varð til þess að áhorfendur á Old Trafford sungu: „Ertu Schmeichel í dulargervi?“ „Ég hlusta ekki mikið á þetta í miðjum leik en ég sá þetta eftir á. Ég er ekki Schmeichel í dulargervi. Ég er bara Senne Lammens að reyna að hjálpa liðinu,“ sagði Senne Lammens við breska ríkisútvarpið. Ótrúlegt hrós en verð að vera raunsær „Þetta er ótrúlegt hrós en maður verður að vera raunsær. Hann er einn besti markvörður allra tíma. Ég þarf að sanna mig mun meira til að vera nefndur í sömu andrá og hann,“ sagði Lammens Belginn segir að hann teldi það hafa verið rétta ákvörðun hjá aðalþjálfaranum Ruben Amorim að gefa honum nokkrar vikur til að aðlagast lífinu í ensku úrvalsdeildinni. „Það var ekkert sagt fyrir fram um að það væri ákveðin áætlun í gangi. Það var alltaf besti markvörðurinn mun spila. En í byrjun átti ég í smá erfiðleikum á æfingum. Þjálfarinn sá það og gaf mér smá tíma til að aðlagast. Fyrsti leikurinn sem ég spilaði var fullkomið tækifæri fyrir mig. Þaðan gekk allt vel. Ég hefði ekki getað ímyndað mér betri byrjun,“ sagði Lammens Getur verið harður og hrópað á liðsfélaga Peter Schmeichel vann fimm Englandsmeistaratitla á tíma sínum hjá United og var lykilmaður í hinni frægu þrennu félagsins árið 1999. Hann lét heyra í sér og það gerir Lammens líka. „Eitt af lykilatriðum markvarðar er að hjálpa vörninni með samskiptum. Ég er stoltur af því að vera rólegur og yfirvegaður. En þegar þess er þörf get ég verið harður eða hrópað á liðsfélaga. Það er gott að hafa báða eiginleikana,“ sagði Lammens. Vill eiga langan feril „Ég vil eiga langan feril hér,“ bætti Lammens við. „Þá, kannski í lokin, get ég verið nefndur í sömu andrá og menn eins og Schmeichel og [Edwin] van der Sar og [David] de Gea. Það væri virkilega gaman.“ Utd GK Lammens: 'I'm not Schmeichel in disguise'Senne Lammens has said that while he appreciates chants from Manchester United fans, he's "not Schmeichel in disguise."https://t.co/5f662KTNnQ— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) October 31, 2025 Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Þessi 23 ára gamli belgíski markvörður kom til United frá Royal Antwerp á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann byrjaði á bekknum en síðan hann spilaði sinn fyrsta leik í 2-0 sigri á Sunderland þann 4. október hefur liðið unnið þrjá leiki í röð. "Are you Peter Schmeichel in disguise?" 🎶Senne Lammens is loving this Man Utd chant 🧤 pic.twitter.com/mTh3y3dlZF— Match of the Day (@BBCMOTD) October 31, 2025 Góð frammistaða hans gegn Sunderland, þar sem United hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu, varð til þess að áhorfendur á Old Trafford sungu: „Ertu Schmeichel í dulargervi?“ „Ég hlusta ekki mikið á þetta í miðjum leik en ég sá þetta eftir á. Ég er ekki Schmeichel í dulargervi. Ég er bara Senne Lammens að reyna að hjálpa liðinu,“ sagði Senne Lammens við breska ríkisútvarpið. Ótrúlegt hrós en verð að vera raunsær „Þetta er ótrúlegt hrós en maður verður að vera raunsær. Hann er einn besti markvörður allra tíma. Ég þarf að sanna mig mun meira til að vera nefndur í sömu andrá og hann,“ sagði Lammens Belginn segir að hann teldi það hafa verið rétta ákvörðun hjá aðalþjálfaranum Ruben Amorim að gefa honum nokkrar vikur til að aðlagast lífinu í ensku úrvalsdeildinni. „Það var ekkert sagt fyrir fram um að það væri ákveðin áætlun í gangi. Það var alltaf besti markvörðurinn mun spila. En í byrjun átti ég í smá erfiðleikum á æfingum. Þjálfarinn sá það og gaf mér smá tíma til að aðlagast. Fyrsti leikurinn sem ég spilaði var fullkomið tækifæri fyrir mig. Þaðan gekk allt vel. Ég hefði ekki getað ímyndað mér betri byrjun,“ sagði Lammens Getur verið harður og hrópað á liðsfélaga Peter Schmeichel vann fimm Englandsmeistaratitla á tíma sínum hjá United og var lykilmaður í hinni frægu þrennu félagsins árið 1999. Hann lét heyra í sér og það gerir Lammens líka. „Eitt af lykilatriðum markvarðar er að hjálpa vörninni með samskiptum. Ég er stoltur af því að vera rólegur og yfirvegaður. En þegar þess er þörf get ég verið harður eða hrópað á liðsfélaga. Það er gott að hafa báða eiginleikana,“ sagði Lammens. Vill eiga langan feril „Ég vil eiga langan feril hér,“ bætti Lammens við. „Þá, kannski í lokin, get ég verið nefndur í sömu andrá og menn eins og Schmeichel og [Edwin] van der Sar og [David] de Gea. Það væri virkilega gaman.“ Utd GK Lammens: 'I'm not Schmeichel in disguise'Senne Lammens has said that while he appreciates chants from Manchester United fans, he's "not Schmeichel in disguise."https://t.co/5f662KTNnQ— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) October 31, 2025
Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira