„Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 12:33 Senne Lammens hefur verið borinn saman við Peter Schmeichel af stuðningsmönnum Manchester United. Getty/ James Gill/Ross Kinnaird Senne Lammens hefur heyrt og kann að meta söngva stuðningsmanna Manchester United þar sem honum er líkt við goðsagnakennda markvörðinn Peter Schmeichel, þá kveðst hann vera bara Senne Lammens og að reyna að hjálpa liðinu. Þessi 23 ára gamli belgíski markvörður kom til United frá Royal Antwerp á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann byrjaði á bekknum en síðan hann spilaði sinn fyrsta leik í 2-0 sigri á Sunderland þann 4. október hefur liðið unnið þrjá leiki í röð. "Are you Peter Schmeichel in disguise?" 🎶Senne Lammens is loving this Man Utd chant 🧤 pic.twitter.com/mTh3y3dlZF— Match of the Day (@BBCMOTD) October 31, 2025 Góð frammistaða hans gegn Sunderland, þar sem United hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu, varð til þess að áhorfendur á Old Trafford sungu: „Ertu Schmeichel í dulargervi?“ „Ég hlusta ekki mikið á þetta í miðjum leik en ég sá þetta eftir á. Ég er ekki Schmeichel í dulargervi. Ég er bara Senne Lammens að reyna að hjálpa liðinu,“ sagði Senne Lammens við breska ríkisútvarpið. Ótrúlegt hrós en verð að vera raunsær „Þetta er ótrúlegt hrós en maður verður að vera raunsær. Hann er einn besti markvörður allra tíma. Ég þarf að sanna mig mun meira til að vera nefndur í sömu andrá og hann,“ sagði Lammens Belginn segir að hann teldi það hafa verið rétta ákvörðun hjá aðalþjálfaranum Ruben Amorim að gefa honum nokkrar vikur til að aðlagast lífinu í ensku úrvalsdeildinni. „Það var ekkert sagt fyrir fram um að það væri ákveðin áætlun í gangi. Það var alltaf besti markvörðurinn mun spila. En í byrjun átti ég í smá erfiðleikum á æfingum. Þjálfarinn sá það og gaf mér smá tíma til að aðlagast. Fyrsti leikurinn sem ég spilaði var fullkomið tækifæri fyrir mig. Þaðan gekk allt vel. Ég hefði ekki getað ímyndað mér betri byrjun,“ sagði Lammens Getur verið harður og hrópað á liðsfélaga Peter Schmeichel vann fimm Englandsmeistaratitla á tíma sínum hjá United og var lykilmaður í hinni frægu þrennu félagsins árið 1999. Hann lét heyra í sér og það gerir Lammens líka. „Eitt af lykilatriðum markvarðar er að hjálpa vörninni með samskiptum. Ég er stoltur af því að vera rólegur og yfirvegaður. En þegar þess er þörf get ég verið harður eða hrópað á liðsfélaga. Það er gott að hafa báða eiginleikana,“ sagði Lammens. Vill eiga langan feril „Ég vil eiga langan feril hér,“ bætti Lammens við. „Þá, kannski í lokin, get ég verið nefndur í sömu andrá og menn eins og Schmeichel og [Edwin] van der Sar og [David] de Gea. Það væri virkilega gaman.“ Utd GK Lammens: 'I'm not Schmeichel in disguise'Senne Lammens has said that while he appreciates chants from Manchester United fans, he's "not Schmeichel in disguise."https://t.co/5f662KTNnQ— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) October 31, 2025 Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Sjá meira
Þessi 23 ára gamli belgíski markvörður kom til United frá Royal Antwerp á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann byrjaði á bekknum en síðan hann spilaði sinn fyrsta leik í 2-0 sigri á Sunderland þann 4. október hefur liðið unnið þrjá leiki í röð. "Are you Peter Schmeichel in disguise?" 🎶Senne Lammens is loving this Man Utd chant 🧤 pic.twitter.com/mTh3y3dlZF— Match of the Day (@BBCMOTD) October 31, 2025 Góð frammistaða hans gegn Sunderland, þar sem United hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu, varð til þess að áhorfendur á Old Trafford sungu: „Ertu Schmeichel í dulargervi?“ „Ég hlusta ekki mikið á þetta í miðjum leik en ég sá þetta eftir á. Ég er ekki Schmeichel í dulargervi. Ég er bara Senne Lammens að reyna að hjálpa liðinu,“ sagði Senne Lammens við breska ríkisútvarpið. Ótrúlegt hrós en verð að vera raunsær „Þetta er ótrúlegt hrós en maður verður að vera raunsær. Hann er einn besti markvörður allra tíma. Ég þarf að sanna mig mun meira til að vera nefndur í sömu andrá og hann,“ sagði Lammens Belginn segir að hann teldi það hafa verið rétta ákvörðun hjá aðalþjálfaranum Ruben Amorim að gefa honum nokkrar vikur til að aðlagast lífinu í ensku úrvalsdeildinni. „Það var ekkert sagt fyrir fram um að það væri ákveðin áætlun í gangi. Það var alltaf besti markvörðurinn mun spila. En í byrjun átti ég í smá erfiðleikum á æfingum. Þjálfarinn sá það og gaf mér smá tíma til að aðlagast. Fyrsti leikurinn sem ég spilaði var fullkomið tækifæri fyrir mig. Þaðan gekk allt vel. Ég hefði ekki getað ímyndað mér betri byrjun,“ sagði Lammens Getur verið harður og hrópað á liðsfélaga Peter Schmeichel vann fimm Englandsmeistaratitla á tíma sínum hjá United og var lykilmaður í hinni frægu þrennu félagsins árið 1999. Hann lét heyra í sér og það gerir Lammens líka. „Eitt af lykilatriðum markvarðar er að hjálpa vörninni með samskiptum. Ég er stoltur af því að vera rólegur og yfirvegaður. En þegar þess er þörf get ég verið harður eða hrópað á liðsfélaga. Það er gott að hafa báða eiginleikana,“ sagði Lammens. Vill eiga langan feril „Ég vil eiga langan feril hér,“ bætti Lammens við. „Þá, kannski í lokin, get ég verið nefndur í sömu andrá og menn eins og Schmeichel og [Edwin] van der Sar og [David] de Gea. Það væri virkilega gaman.“ Utd GK Lammens: 'I'm not Schmeichel in disguise'Senne Lammens has said that while he appreciates chants from Manchester United fans, he's "not Schmeichel in disguise."https://t.co/5f662KTNnQ— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) October 31, 2025
Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Sjá meira