Fær ekki leyfi til að þjálfa börn á pólsku Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. nóvember 2018 06:00 Justyna Gotthardt tekur pólsk börn í talþjálfun og greiningar á skrifstofu sinni í Garðabæ. Fréttablaðið/ERNIR Justyna Gotthardt, eini pólskumælandi talmeinafræðingurinn hér á landi, fær ekki fullgilt starfsleyfi frá Landlækni af því að íslenskir talmeinafræðingar vilja hvorki né geta veitt Landlækni umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Af þessu leiðir að börn af pólskum uppruna fá talþjálfun á móðurmáli sínu ekki niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Justyna fékk tímabundið starfsleyfi sem talmeinafræðingur frá Landlækni í mars 2016. Í bréfi frá Landlækni var þess getið að til að öðlast varanlegt leyfi þyrfti hún að skila inn meðmælum frá vinnuveitanda um að tungumálakunnátta hennar teljist viðunandi svo að öryggi og hagsmunir sjúklinga séu tryggðir en um er að ræða skilyrði samkvæmt reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum. Justyna fékk ekki slíka umsögn enda engum til að dreifa sem getur gefið umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Hún fékk þó endurnýjun á tímabundna starfsleyfinu um ár í viðbót, með fyrirvara um téða umsögn sem vantaði enn. Fjórum mánuðum síðar var starfsleyfi hennar hins vegar afturkallað og vísað til þess að hún hefði fengið endurnýjun fyrir mistök. „Enginn talmeinafræðingur vildi hafa mig í verknámi, sem er skiljanlegt því við störfum alls ekki með sama tungumálið,“ segir Justyna. Augljóst sé að umrætt skilyrði hafi enga þýðingu í sínu tilviki þar sem hún sinni eingöngu pólskum börnum. Justyna kærði synjun Landlæknis um varanlegt starfsleyfi til velferðarráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðun Landlæknis. Justyna hefur nú kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna málsins og bíður niðurstöðu hans. „Það ætti í rauninni allt að vinna með mér. Ég hef bæði rétta menntun, mikla starfsreynslu í Póllandi og öll leyfi og réttindi frá pólskum yfirvöldum, Þar að auki er mjög mikil þörf fyrir þessa þjónustu hér á Íslandi,“ segir Justyna en auk sérmenntunar í talmeinafræðum er hún með meistaragráðu í pólsku. Hún hefur sérstakt leyfi frá pólskum yfirvöldum til að veita þjónustu til Pólverja sem búsettir eru utan Póllands, þar á meðal á Íslandi. Menntamálaráðuneytið hefur veitt henni réttindi til að starfa sem kennari en Justyna er skólastjóri pólska skólans.Er reið yfir áhugaleysi kerfisins um börn af pólskum uppruna Aðspurð segir Justyna talþjálfun á móðurmálinu mjög mikilvæga. „Ég hef fengið börn til mín sem eru í rauninni alls ekki talandi vegna þess að þau hafa ekki fengið viðeigandi aðstoð á pólsku en því betur sem börnunum gengur með sitt eigið móðurmál, því betur mun þeim ganga að læra íslenskuna,“ segir Justyna og undirstrikar að pólskan sé algjör undirstaða fyrir annað tungumál þeirra; íslenskuna. Hún nefnir einnig tengda þjónustu sem hún veiti eins og málþroskapróf sem mikilvægt sé að börnin taki á eigin móðurmáli. Hún segir mikið til sín leitað af skólum og leikskólum þegar komið er í óefni og allir orðnir ráðalausir. Justyna segist bæði reið og döpur vegna þessa áhuga- og viljaleysis Landlæknis og ráðuneytisins gagnvart þeirri þjónustu sem hún veitir börnum með pólskan uppruna. Hún segist hins vegar vita til fleiri dæma um viðhorf til pólskra starfsréttinda. „Það er ekki bara ég í þessum vandræðum heldur skilst mér að aðrar starfstéttir hafi líka lent í vandræðum með að fá starfsréttindi sín viðurkennd hér,“ segir Justyna og nefnir bæði námsráðgjafa, sálfræðinga og sjúkraþjálfara sem hún hafi heyrt um.Mál Justynu hvating fyrir ráðherra Pólski skólinn varð 10 ára í síðasta mánuði og heimsótti Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra þá skólann í fylgd Önnu Zalewska, menntamálaráðherra Póllands. „Meðal þess sem ég ræddi þá við Önnu var einmitt að efla móðurmálsmenntun pólskra barna enda góður grunnur í móðurmáli mikilvæg undirstaða fyrir annað nám, ekki síst í íslensku,“ segir Lilja og bætir við: „Þess vegna eru þessar fregnir af stöðu Justynu mikil hvatning fyrir mig til að greiða úr og leysa hennar vanda og annarra sem sinna mikilvægri þjónustu við börn ef erlendum uppruna.“ Lagafrumvarp er í undirbúningi í ráðuneyti Lilju um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa hér á landi. Lilja segir að staða Justynu ætti að breytast verði frumvarpið að lögum. Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Justyna Gotthardt, eini pólskumælandi talmeinafræðingurinn hér á landi, fær ekki fullgilt starfsleyfi frá Landlækni af því að íslenskir talmeinafræðingar vilja hvorki né geta veitt Landlækni umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Af þessu leiðir að börn af pólskum uppruna fá talþjálfun á móðurmáli sínu ekki niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Justyna fékk tímabundið starfsleyfi sem talmeinafræðingur frá Landlækni í mars 2016. Í bréfi frá Landlækni var þess getið að til að öðlast varanlegt leyfi þyrfti hún að skila inn meðmælum frá vinnuveitanda um að tungumálakunnátta hennar teljist viðunandi svo að öryggi og hagsmunir sjúklinga séu tryggðir en um er að ræða skilyrði samkvæmt reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum. Justyna fékk ekki slíka umsögn enda engum til að dreifa sem getur gefið umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Hún fékk þó endurnýjun á tímabundna starfsleyfinu um ár í viðbót, með fyrirvara um téða umsögn sem vantaði enn. Fjórum mánuðum síðar var starfsleyfi hennar hins vegar afturkallað og vísað til þess að hún hefði fengið endurnýjun fyrir mistök. „Enginn talmeinafræðingur vildi hafa mig í verknámi, sem er skiljanlegt því við störfum alls ekki með sama tungumálið,“ segir Justyna. Augljóst sé að umrætt skilyrði hafi enga þýðingu í sínu tilviki þar sem hún sinni eingöngu pólskum börnum. Justyna kærði synjun Landlæknis um varanlegt starfsleyfi til velferðarráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðun Landlæknis. Justyna hefur nú kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna málsins og bíður niðurstöðu hans. „Það ætti í rauninni allt að vinna með mér. Ég hef bæði rétta menntun, mikla starfsreynslu í Póllandi og öll leyfi og réttindi frá pólskum yfirvöldum, Þar að auki er mjög mikil þörf fyrir þessa þjónustu hér á Íslandi,“ segir Justyna en auk sérmenntunar í talmeinafræðum er hún með meistaragráðu í pólsku. Hún hefur sérstakt leyfi frá pólskum yfirvöldum til að veita þjónustu til Pólverja sem búsettir eru utan Póllands, þar á meðal á Íslandi. Menntamálaráðuneytið hefur veitt henni réttindi til að starfa sem kennari en Justyna er skólastjóri pólska skólans.Er reið yfir áhugaleysi kerfisins um börn af pólskum uppruna Aðspurð segir Justyna talþjálfun á móðurmálinu mjög mikilvæga. „Ég hef fengið börn til mín sem eru í rauninni alls ekki talandi vegna þess að þau hafa ekki fengið viðeigandi aðstoð á pólsku en því betur sem börnunum gengur með sitt eigið móðurmál, því betur mun þeim ganga að læra íslenskuna,“ segir Justyna og undirstrikar að pólskan sé algjör undirstaða fyrir annað tungumál þeirra; íslenskuna. Hún nefnir einnig tengda þjónustu sem hún veiti eins og málþroskapróf sem mikilvægt sé að börnin taki á eigin móðurmáli. Hún segir mikið til sín leitað af skólum og leikskólum þegar komið er í óefni og allir orðnir ráðalausir. Justyna segist bæði reið og döpur vegna þessa áhuga- og viljaleysis Landlæknis og ráðuneytisins gagnvart þeirri þjónustu sem hún veitir börnum með pólskan uppruna. Hún segist hins vegar vita til fleiri dæma um viðhorf til pólskra starfsréttinda. „Það er ekki bara ég í þessum vandræðum heldur skilst mér að aðrar starfstéttir hafi líka lent í vandræðum með að fá starfsréttindi sín viðurkennd hér,“ segir Justyna og nefnir bæði námsráðgjafa, sálfræðinga og sjúkraþjálfara sem hún hafi heyrt um.Mál Justynu hvating fyrir ráðherra Pólski skólinn varð 10 ára í síðasta mánuði og heimsótti Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra þá skólann í fylgd Önnu Zalewska, menntamálaráðherra Póllands. „Meðal þess sem ég ræddi þá við Önnu var einmitt að efla móðurmálsmenntun pólskra barna enda góður grunnur í móðurmáli mikilvæg undirstaða fyrir annað nám, ekki síst í íslensku,“ segir Lilja og bætir við: „Þess vegna eru þessar fregnir af stöðu Justynu mikil hvatning fyrir mig til að greiða úr og leysa hennar vanda og annarra sem sinna mikilvægri þjónustu við börn ef erlendum uppruna.“ Lagafrumvarp er í undirbúningi í ráðuneyti Lilju um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa hér á landi. Lilja segir að staða Justynu ætti að breytast verði frumvarpið að lögum.
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira