Mætti reka kirkjuna með hagnaði bara með tekjum af turninum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 06:00 Hallgrímskirkja gæti rekið sig með hagnaði bara á tekjum af turninum. Fréttablaðið/Anton Brink Tekjur Hallgrímskirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu rúmlega 279 milljónum króna á síðasta ári. Það er aukning um ríflega 17 prósent milli ára en líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra voru tekjur af útsýnispallinum 238 milljónir árið 2016 en það var aukning um 77 milljónir milli ára. Til samanburðar þá námu tekjur af turnferðum 27 milljónum árið 2010. Fjölgun ferðamanna hefur skilað sér í umtalsverðum tekjum fyrir kirkjuna. Hallgrímssókn hefur í raun algjöra sérstöðu íslenskra sókna í tekjum samkvæmt nýbirtu yfirliti Ríkisendurskoðunar yfir ársreikninga sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildartekjur Hallgrímssóknar námu 377 milljónum. Þar af voru rúmar 32 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 28,8 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem nemur 301 milljón. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þeim lið frá kirkjunni og þar má sjá að tekjur af útsýnisturninum eru um 279,3 milljónir, önnur sala nam 21,8 milljónum og sala minningarkorta nam 64 þúsund krónum. Eins og sjá má þénar kirkjan ríflega 250 milljónum meira en hún fær frá ríkinu í formi sóknargjalda, í styrki og önnur framlög sem samtals námu 61 milljón króna. Tekjuafgangur Hallgrímssóknar nam á síðasta ári 66 milljónum. Ef opinberra styrkja nyti ekki við hefði kirkjan samt skilað fimm milljóna hagnaði á síðasta ári. Aðgangseyrir að turninum er í dag 1.000 krónur fyrir fullorðna og hefur hækkað um hundrað krónur milli ára, en gjaldið fyrir börn 6-16 ára er óbreytt í hundrað krónum. „Það er mjög ánægjulegt að Hallgrímskirkja skuli hafa tekjur af turni og fleiru til að geta staðið undir rekstri kirkjunnar auk viðhalds sem hefur verið gríðarlega kostnaðarsamt á undanförnum árum,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. Hún segir ekki enn sjá fyrir endann á framkvæmdum þar sem fram undan sé enn frekara viðhald, viðgerðir og endurnýjun. „Að auki er unnið að því að greiða niður lán vegna viðgerðar sem lauk árið 2008.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hallgrímskirkjuturn heldur áfram að mala gull Hallgrímskirkja var rekin með 66,5 milljón króna hagnaði árið 2017 13. nóvember 2018 12:07 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Tekjur Hallgrímskirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu rúmlega 279 milljónum króna á síðasta ári. Það er aukning um ríflega 17 prósent milli ára en líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra voru tekjur af útsýnispallinum 238 milljónir árið 2016 en það var aukning um 77 milljónir milli ára. Til samanburðar þá námu tekjur af turnferðum 27 milljónum árið 2010. Fjölgun ferðamanna hefur skilað sér í umtalsverðum tekjum fyrir kirkjuna. Hallgrímssókn hefur í raun algjöra sérstöðu íslenskra sókna í tekjum samkvæmt nýbirtu yfirliti Ríkisendurskoðunar yfir ársreikninga sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildartekjur Hallgrímssóknar námu 377 milljónum. Þar af voru rúmar 32 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 28,8 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem nemur 301 milljón. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þeim lið frá kirkjunni og þar má sjá að tekjur af útsýnisturninum eru um 279,3 milljónir, önnur sala nam 21,8 milljónum og sala minningarkorta nam 64 þúsund krónum. Eins og sjá má þénar kirkjan ríflega 250 milljónum meira en hún fær frá ríkinu í formi sóknargjalda, í styrki og önnur framlög sem samtals námu 61 milljón króna. Tekjuafgangur Hallgrímssóknar nam á síðasta ári 66 milljónum. Ef opinberra styrkja nyti ekki við hefði kirkjan samt skilað fimm milljóna hagnaði á síðasta ári. Aðgangseyrir að turninum er í dag 1.000 krónur fyrir fullorðna og hefur hækkað um hundrað krónur milli ára, en gjaldið fyrir börn 6-16 ára er óbreytt í hundrað krónum. „Það er mjög ánægjulegt að Hallgrímskirkja skuli hafa tekjur af turni og fleiru til að geta staðið undir rekstri kirkjunnar auk viðhalds sem hefur verið gríðarlega kostnaðarsamt á undanförnum árum,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. Hún segir ekki enn sjá fyrir endann á framkvæmdum þar sem fram undan sé enn frekara viðhald, viðgerðir og endurnýjun. „Að auki er unnið að því að greiða niður lán vegna viðgerðar sem lauk árið 2008.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hallgrímskirkjuturn heldur áfram að mala gull Hallgrímskirkja var rekin með 66,5 milljón króna hagnaði árið 2017 13. nóvember 2018 12:07 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Hallgrímskirkjuturn heldur áfram að mala gull Hallgrímskirkja var rekin með 66,5 milljón króna hagnaði árið 2017 13. nóvember 2018 12:07