Starfsmenn Google gengu út Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2018 13:12 Starfsstöðvar Google tæmdust víða í dag. Getty/Niall Carson Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. Ástæðan er það sem þeir segja vera forkastanleg framkoma fyrirtækisins við konur. Starfsmenninir krefjast þess að Google geri nokkrar grundvallarbreytingar á því hvernig fyrirtækið tekur á ásökunum um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum. Þeirra á meðal er krafa um að mál af þessum toga verði ekki lengur leidd til lykta með samningaviðræðunum - sem myndi gera þolendum kleift að kæra gerendur til lögreglu. Haft er eftir forstjóra Google, Sundar Pichai, á vef breska ríkisútvarpsins að hann sýni mótmælaaðgerðunum skilning. „Ég átta mig á þeirri reiði og þeim vonbrigðum sem mörg ykkar bera í brjósti,“ er Pichai sagður hafa skrifað í tölvupósti til starfsmanna. Í póstinum segist hann jafnframt lofa því að breytingar verði gerðar í þessum málum hjá Google á næstunni. Þrátt fyrir að bág staða kvenna í tæknigeiranum hafi reglulega verið til umræðu á síðustu árum eru mótmælaaðgerðir dagsins einna helst raktar til nýlegra vendinga. New York Times greindi frá því í síðustu viku að Andy Rubin, sem bjó til Android-stýrikerfið, hafi fengið 90 milljónir dala þegar hann var rekinn frá Google árið 2014. Þrátt fyrir að honum hafi verið sparkað vegna ásakana um kynferðisbrot er hann sagður hafa verið „kvaddur sem hetja.“ Alls hefur Google rekið 48 manns vegna ásakana um kynferðislegt áreiti á síðustu tveimur árum. Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Starfsmenn fyrirtækisins í Zürich, Lundúnum, Tókýó, Singapúr og Berlín eru meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælaaðgerðunum í dag. Google Tengdar fréttir Google leitar annað eftir mótmæli Berlínarbóhema Mótmælendur í Berlín fagna nú hástöfum eftir að tæknirisinn Google tilkynnti að hann hefði ekki lengur áhuga á að reisa nýtt útibú í vesturhluta borgarinnar. 25. október 2018 14:45 Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07 Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Sjá meira
Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. Ástæðan er það sem þeir segja vera forkastanleg framkoma fyrirtækisins við konur. Starfsmenninir krefjast þess að Google geri nokkrar grundvallarbreytingar á því hvernig fyrirtækið tekur á ásökunum um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum. Þeirra á meðal er krafa um að mál af þessum toga verði ekki lengur leidd til lykta með samningaviðræðunum - sem myndi gera þolendum kleift að kæra gerendur til lögreglu. Haft er eftir forstjóra Google, Sundar Pichai, á vef breska ríkisútvarpsins að hann sýni mótmælaaðgerðunum skilning. „Ég átta mig á þeirri reiði og þeim vonbrigðum sem mörg ykkar bera í brjósti,“ er Pichai sagður hafa skrifað í tölvupósti til starfsmanna. Í póstinum segist hann jafnframt lofa því að breytingar verði gerðar í þessum málum hjá Google á næstunni. Þrátt fyrir að bág staða kvenna í tæknigeiranum hafi reglulega verið til umræðu á síðustu árum eru mótmælaaðgerðir dagsins einna helst raktar til nýlegra vendinga. New York Times greindi frá því í síðustu viku að Andy Rubin, sem bjó til Android-stýrikerfið, hafi fengið 90 milljónir dala þegar hann var rekinn frá Google árið 2014. Þrátt fyrir að honum hafi verið sparkað vegna ásakana um kynferðisbrot er hann sagður hafa verið „kvaddur sem hetja.“ Alls hefur Google rekið 48 manns vegna ásakana um kynferðislegt áreiti á síðustu tveimur árum. Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Starfsmenn fyrirtækisins í Zürich, Lundúnum, Tókýó, Singapúr og Berlín eru meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælaaðgerðunum í dag.
Google Tengdar fréttir Google leitar annað eftir mótmæli Berlínarbóhema Mótmælendur í Berlín fagna nú hástöfum eftir að tæknirisinn Google tilkynnti að hann hefði ekki lengur áhuga á að reisa nýtt útibú í vesturhluta borgarinnar. 25. október 2018 14:45 Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07 Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Sjá meira
Google leitar annað eftir mótmæli Berlínarbóhema Mótmælendur í Berlín fagna nú hástöfum eftir að tæknirisinn Google tilkynnti að hann hefði ekki lengur áhuga á að reisa nýtt útibú í vesturhluta borgarinnar. 25. október 2018 14:45
Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07
Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31