Áttaði sig ekki á að henni hefði verið nauðgað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 20:00 Kennaranemi sem varð fyrir kynferðisofbeldi á menntaskólaaldri telur nauðsynlegt að efla kynfræðslu í grunnskólum og kenna fagið í Kennaraháskólanum. Hún segist hafa verið lengi að átta sig á því að sér hefði í raun verið nauðgað þar sem hana skorti fræðslu um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis. Elínu Huldu Harðardóttur var fyrst nauðgað árið 2012 þegar hún var 18 ára gömul og síðan aftur árið 2014. Hún segir málin hafa verið mjög ólík. „Í fyrra málinu var þetta strákur sem ég þekkti ekki neitt, þetta var í einhverju eftirpartíi á Akureyri og seinni gerandinn var síðan strákur sem ég hafði þekkt alla mína ævi og var mjög góður vinur minn," segir Elín. „Með fyrra málið tók mig rosalegan langan tíma að átta mig á því hvað hafði gerst og viðurkenna fyrir sjálfri mér hvað hafði gerst. Af því að mín hugmynd um nauðgun var bara brjálað ofbeldi, þar sem væri rosaleg yfirtaka, öskur og læti. Og þetta var alls ekki þannig. Þannig að mín skilgreining á ofbeldi og nauðgun var bara allt önnur er hún er. Ég vissi ekkert um margar tegundir af nauðgunum og það tók mig mjög langan tíma að geta byrjað að tala um þetta." Hún telur að koma megi í veg fyrir þessi ranghugmynd hjá brotaþolum með öflugri kynfræðslu. „Þegar ég var í grunnskóla var alls engin fræðsla. Það var bara eitthvað um kynfærin og um kynsjúkdóma. En það vantar meiri fræðslu um tilfinningagreind og um mörk. Ég lifði svo ótrúlega lengi í skömm eftir fyrri nauðgunina og það er mjög stutt síðan ég skilaði þeirri skömm. Mér fannst þetta alltaf vera svo mikið mér að kenna af því ég vissi í rauninni ekki hvað ofbeldi væri. Það vantar þessa fræðslu inn í grunnskólana," segir Elín.Menntavísindasvið Háskóla Íslands við Stakkahlíð.MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDSTil þess að svo megi verða þurfi að byrja í kennaraskólanum. Elín er nú að hefja vinnu að lokaverkefni þar sem hún ætlar að setja saman hugmynd að kynfræðsluáfanga fyrir kennara til þess að þeir séu sjálfir búnir undir kennsluna. „Til þess að geta talað um þessa hluti, til þess að geta talað um kynferðisofbeldi. Ég hef til dæmis sjálf verið með kennara í kennaraskólanum sem gat ekki einu sinni nefnt þetta á nafn í kennaraskólanum. Þegar ég sagði að ég hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi fór hún bara alveg í kleinu. En kennarar eiga að geta talað um þetta af því að þetta er fólk sem börn eiga að geta leitað til," segir Elín. Hún telur þessa víðtæku kynfræðslu eiga heima í námskrá grunnskólanna. „Þannig að það sé ekki bara „happa glappa" með hvaða kennara þú lendir. Mér finnst að þetta eigi að vera í námskránni og eigi að vera í Kennó. Að þetta sé bara eitthvað sem kennarar verði að geta kennt." Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Kennaranemi sem varð fyrir kynferðisofbeldi á menntaskólaaldri telur nauðsynlegt að efla kynfræðslu í grunnskólum og kenna fagið í Kennaraháskólanum. Hún segist hafa verið lengi að átta sig á því að sér hefði í raun verið nauðgað þar sem hana skorti fræðslu um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis. Elínu Huldu Harðardóttur var fyrst nauðgað árið 2012 þegar hún var 18 ára gömul og síðan aftur árið 2014. Hún segir málin hafa verið mjög ólík. „Í fyrra málinu var þetta strákur sem ég þekkti ekki neitt, þetta var í einhverju eftirpartíi á Akureyri og seinni gerandinn var síðan strákur sem ég hafði þekkt alla mína ævi og var mjög góður vinur minn," segir Elín. „Með fyrra málið tók mig rosalegan langan tíma að átta mig á því hvað hafði gerst og viðurkenna fyrir sjálfri mér hvað hafði gerst. Af því að mín hugmynd um nauðgun var bara brjálað ofbeldi, þar sem væri rosaleg yfirtaka, öskur og læti. Og þetta var alls ekki þannig. Þannig að mín skilgreining á ofbeldi og nauðgun var bara allt önnur er hún er. Ég vissi ekkert um margar tegundir af nauðgunum og það tók mig mjög langan tíma að geta byrjað að tala um þetta." Hún telur að koma megi í veg fyrir þessi ranghugmynd hjá brotaþolum með öflugri kynfræðslu. „Þegar ég var í grunnskóla var alls engin fræðsla. Það var bara eitthvað um kynfærin og um kynsjúkdóma. En það vantar meiri fræðslu um tilfinningagreind og um mörk. Ég lifði svo ótrúlega lengi í skömm eftir fyrri nauðgunina og það er mjög stutt síðan ég skilaði þeirri skömm. Mér fannst þetta alltaf vera svo mikið mér að kenna af því ég vissi í rauninni ekki hvað ofbeldi væri. Það vantar þessa fræðslu inn í grunnskólana," segir Elín.Menntavísindasvið Háskóla Íslands við Stakkahlíð.MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDSTil þess að svo megi verða þurfi að byrja í kennaraskólanum. Elín er nú að hefja vinnu að lokaverkefni þar sem hún ætlar að setja saman hugmynd að kynfræðsluáfanga fyrir kennara til þess að þeir séu sjálfir búnir undir kennsluna. „Til þess að geta talað um þessa hluti, til þess að geta talað um kynferðisofbeldi. Ég hef til dæmis sjálf verið með kennara í kennaraskólanum sem gat ekki einu sinni nefnt þetta á nafn í kennaraskólanum. Þegar ég sagði að ég hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi fór hún bara alveg í kleinu. En kennarar eiga að geta talað um þetta af því að þetta er fólk sem börn eiga að geta leitað til," segir Elín. Hún telur þessa víðtæku kynfræðslu eiga heima í námskrá grunnskólanna. „Þannig að það sé ekki bara „happa glappa" með hvaða kennara þú lendir. Mér finnst að þetta eigi að vera í námskránni og eigi að vera í Kennó. Að þetta sé bara eitthvað sem kennarar verði að geta kennt."
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent