Jóhann Þór: Þetta var engin Mourinho taktík Smári Jökull Jónsson í Röstinni skrifar 1. nóvember 2018 21:13 Jóhann sá jákvæða punkta hjá liði Grindavíkur í kvöld. vísir/vilhelm „Það var fullt af ljósum punktum í þessu en við erum enn í þróunarferli og eigum langt í land. Það voru jákvæðir punktar úti um allt samt,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn gegn Val í kvöld suður með sjó. „Fyrsti og þriðji leikhluti standa upp úr varnarlega og ákvarðanatökur sóknarlega eru betri þó svo að þær megi vera töluvert skárri. Varnarlega erum við að gera barnaleg mistök og eigum töluvert í land þar,“ bætti Jóhann við þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Lewis Clinch skoraði 24 stig í kvöld og átti sinn besta leik síðan hann mætti í Grindavík á nýjan leik. Ólafur Ólafsson átti einnig fína spretti og setti sigurkörfuna undir lokin fyrir utan þriggja stiga línuna. „Lewis var flottur í restina og skoraði stórar körfur. Skotið hjá Ólafi var kannski týpískt varðandi skotavalið sem ég er að tala um, en það fór niður þannig að það bjargaðist fyrir okkur.“ Tiegbe Bamba lék sinn fyrsta leik í gula búningnum í kvöld og átti ágæta innkomu, skoraði 9 stig og tók 8 fráköst og sýndi að það er ýmislegt í hann spunnið. „Hann var allt í lagi. Þetta er flottur leikmaður og kann körfubolta, mikill skrokkur og allt það. Við þurfum að finna leiðir til að nýta okkur hann í vörn og sókn og ég hef engar áhyggjur af því.“ Eftir tapleikinn gegn Keflavík um daginn lét Jóhann Þór hafa eftir sér á Vísi að hann væri að velta fyrir sér að hætta með liðið. Mörgum fannst ummælin sérstök og sérfræðingar Domino´s körfuboltakvölds ræddu meðal annars um áhrif þessara orða á lið Grindavíkur. Sér Jóhann eftir þessum orðum? „Alls ekki. Ég get ekki sagt að þetta sé enn að fara í gegnum hausinn. Við settumst niður og ræddum þetta fram og til baka. Ég er þannig að það sem fer í gegnum hausinn á mér frussast út. Þetta var engin Mourinho-taktík eins og einhverjir voru að tala um. Þetta var það sem fór í gegnum hausinn á mér.“ „Við funduðum bæði föstudag og laugardag eftir leikinn og ræddum þetta fram og til baka. Þetta er bara búið og gert og áfram gakk,“ sagði Jóhann Þór að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00 Körfuboltakvöld um Grindavík: „Ég skil ekkert í þessu“ Domino's Körfuboltakvöld var á sínum á föstudagskvöldið en þar var gerð upp síðasta umferð í bæði Dominos-deild karla og kvenna. 21. október 2018 19:45 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira
„Það var fullt af ljósum punktum í þessu en við erum enn í þróunarferli og eigum langt í land. Það voru jákvæðir punktar úti um allt samt,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn gegn Val í kvöld suður með sjó. „Fyrsti og þriðji leikhluti standa upp úr varnarlega og ákvarðanatökur sóknarlega eru betri þó svo að þær megi vera töluvert skárri. Varnarlega erum við að gera barnaleg mistök og eigum töluvert í land þar,“ bætti Jóhann við þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Lewis Clinch skoraði 24 stig í kvöld og átti sinn besta leik síðan hann mætti í Grindavík á nýjan leik. Ólafur Ólafsson átti einnig fína spretti og setti sigurkörfuna undir lokin fyrir utan þriggja stiga línuna. „Lewis var flottur í restina og skoraði stórar körfur. Skotið hjá Ólafi var kannski týpískt varðandi skotavalið sem ég er að tala um, en það fór niður þannig að það bjargaðist fyrir okkur.“ Tiegbe Bamba lék sinn fyrsta leik í gula búningnum í kvöld og átti ágæta innkomu, skoraði 9 stig og tók 8 fráköst og sýndi að það er ýmislegt í hann spunnið. „Hann var allt í lagi. Þetta er flottur leikmaður og kann körfubolta, mikill skrokkur og allt það. Við þurfum að finna leiðir til að nýta okkur hann í vörn og sókn og ég hef engar áhyggjur af því.“ Eftir tapleikinn gegn Keflavík um daginn lét Jóhann Þór hafa eftir sér á Vísi að hann væri að velta fyrir sér að hætta með liðið. Mörgum fannst ummælin sérstök og sérfræðingar Domino´s körfuboltakvölds ræddu meðal annars um áhrif þessara orða á lið Grindavíkur. Sér Jóhann eftir þessum orðum? „Alls ekki. Ég get ekki sagt að þetta sé enn að fara í gegnum hausinn. Við settumst niður og ræddum þetta fram og til baka. Ég er þannig að það sem fer í gegnum hausinn á mér frussast út. Þetta var engin Mourinho-taktík eins og einhverjir voru að tala um. Þetta var það sem fór í gegnum hausinn á mér.“ „Við funduðum bæði föstudag og laugardag eftir leikinn og ræddum þetta fram og til baka. Þetta er bara búið og gert og áfram gakk,“ sagði Jóhann Þór að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00 Körfuboltakvöld um Grindavík: „Ég skil ekkert í þessu“ Domino's Körfuboltakvöld var á sínum á föstudagskvöldið en þar var gerð upp síðasta umferð í bæði Dominos-deild karla og kvenna. 21. október 2018 19:45 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00
Körfuboltakvöld um Grindavík: „Ég skil ekkert í þessu“ Domino's Körfuboltakvöld var á sínum á föstudagskvöldið en þar var gerð upp síðasta umferð í bæði Dominos-deild karla og kvenna. 21. október 2018 19:45