Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2018 15:38 Úr leik í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty Frá og með næsta keppnistímabili verða leikir ensku úrvalsdeildarinnar ekki sýndir á Stöð 2 Sport, líkt og undanfarin ár. Þetta varð ljóst eftir að útboði ensku úrvalsdeildarinnar á sjónvarpsrétti deildarinnar lauk í vikunni. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er enski boltinn á leiðinni í Sjónvarp Símans, en upplýsingafulltrúi fyrirtækisins vildi ekki staðfesta neitt í þeim efnum í samtali við Vísi. Sýn hf., eigandi Stöðvar 2 Sports, lagði fram tilboð sem var umtalsvert hærra en virði síðasta samnings sem rennur út að loknu núverandi tímabili en það kemur fram í fréttatilkynningu Sýnar í dag sem má lesa neðst í fréttinni. Enn fremur kemur fram að ljóst var að annar aðili bauð betur. „Það var hins vegar mat Sýnar að hærra tilboð myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til,“ segir í tilkynningunni. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla á Sýn, sagði ofurtilboð hafa ráðið úrslitum í útboðinu. „Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna,“ sagði Björn. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa ekki greint frá því hver lagði fram tilboðið sem ákveðið var að ganga að í áðurnefndu útboði. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá ensku úrvalsdeildinni óslitið síðan 2007 en mun þrátt fyrir þessa breytingu sýna áfram frá fjölda íþrótta og keppna eftir sem áður.Hér að neðan má lesa fréttatilkynninguna frá Sýn í heild sinni.Stöð 2 Sport ekki með enska boltann frá og með hausti 2019 Í vikunni fór fram útboð á enska boltanum hjá Premier League fyrir leiktímabilið 2019-2022. Nokkur spenna var í tengslum við útboðið enda ljóst að fleiri en einn myndi bjóða í sýningarréttinn. Þrátt fyrir að Sýn hafi boðið mikla hækkun frá síðasta tímabili er nú ljóst að annar aðili bauð enn meiri hækkun. Það var hins vegar mat Sýnar að hærra tilboð myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til. Áfram úrvals íþróttaefni á Stöð 2 Sport Þótt enski boltinn verði ekki lengur á Stöð 2 Sport frá og með hausti 2019 verður stöðin ennþá mjög sterk á sviði íþrótta, þar sem flestir réttir hafa nýlega verið endurnýjaðir. Nægir þar að nefna Meistaradeildina, Enska bikarinn, Pepsi deildirnar Spænsku deildina, Ítölsku deildina, Domino‘s deildirnar í körfu, Ameríska fótboltann, Olís deildirnar í handbolta, Formúlu 1 auk fjölda annarra greina. Það jákvæða við þessa breytingu fyrir neytendur er að sóknarfæri skapast til að bjóða aðgang að ofangreindum íþróttaviðburðum á enn betra verði en áður, en SÝN lækkaði sem kunnugt er áskriftarverð umtalsvert í maí síðastliðnum með það að markmiði að koma til móts við og fjölga viðskiptavinum. Einnig tryggja ákvæði í fjölmiðlalögum áskrifendum okkar áfram aðgang að beinum útsendingum enska boltans, óháð því hvaða sjónvarpsstöð heldur á efnisréttinum. „Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna. Stöð 2 Sport er eftir sem áður hlaðin frábæru íþróttaefni. Við höldum okkar striki og gerum íþróttaefni aðgengilegra og ódýrara fyrir íslenska neytendur,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla Sýnar.“Vísir er í eigu Sýnar hf. Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Frá og með næsta keppnistímabili verða leikir ensku úrvalsdeildarinnar ekki sýndir á Stöð 2 Sport, líkt og undanfarin ár. Þetta varð ljóst eftir að útboði ensku úrvalsdeildarinnar á sjónvarpsrétti deildarinnar lauk í vikunni. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er enski boltinn á leiðinni í Sjónvarp Símans, en upplýsingafulltrúi fyrirtækisins vildi ekki staðfesta neitt í þeim efnum í samtali við Vísi. Sýn hf., eigandi Stöðvar 2 Sports, lagði fram tilboð sem var umtalsvert hærra en virði síðasta samnings sem rennur út að loknu núverandi tímabili en það kemur fram í fréttatilkynningu Sýnar í dag sem má lesa neðst í fréttinni. Enn fremur kemur fram að ljóst var að annar aðili bauð betur. „Það var hins vegar mat Sýnar að hærra tilboð myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til,“ segir í tilkynningunni. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla á Sýn, sagði ofurtilboð hafa ráðið úrslitum í útboðinu. „Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna,“ sagði Björn. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa ekki greint frá því hver lagði fram tilboðið sem ákveðið var að ganga að í áðurnefndu útboði. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá ensku úrvalsdeildinni óslitið síðan 2007 en mun þrátt fyrir þessa breytingu sýna áfram frá fjölda íþrótta og keppna eftir sem áður.Hér að neðan má lesa fréttatilkynninguna frá Sýn í heild sinni.Stöð 2 Sport ekki með enska boltann frá og með hausti 2019 Í vikunni fór fram útboð á enska boltanum hjá Premier League fyrir leiktímabilið 2019-2022. Nokkur spenna var í tengslum við útboðið enda ljóst að fleiri en einn myndi bjóða í sýningarréttinn. Þrátt fyrir að Sýn hafi boðið mikla hækkun frá síðasta tímabili er nú ljóst að annar aðili bauð enn meiri hækkun. Það var hins vegar mat Sýnar að hærra tilboð myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til. Áfram úrvals íþróttaefni á Stöð 2 Sport Þótt enski boltinn verði ekki lengur á Stöð 2 Sport frá og með hausti 2019 verður stöðin ennþá mjög sterk á sviði íþrótta, þar sem flestir réttir hafa nýlega verið endurnýjaðir. Nægir þar að nefna Meistaradeildina, Enska bikarinn, Pepsi deildirnar Spænsku deildina, Ítölsku deildina, Domino‘s deildirnar í körfu, Ameríska fótboltann, Olís deildirnar í handbolta, Formúlu 1 auk fjölda annarra greina. Það jákvæða við þessa breytingu fyrir neytendur er að sóknarfæri skapast til að bjóða aðgang að ofangreindum íþróttaviðburðum á enn betra verði en áður, en SÝN lækkaði sem kunnugt er áskriftarverð umtalsvert í maí síðastliðnum með það að markmiði að koma til móts við og fjölga viðskiptavinum. Einnig tryggja ákvæði í fjölmiðlalögum áskrifendum okkar áfram aðgang að beinum útsendingum enska boltans, óháð því hvaða sjónvarpsstöð heldur á efnisréttinum. „Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna. Stöð 2 Sport er eftir sem áður hlaðin frábæru íþróttaefni. Við höldum okkar striki og gerum íþróttaefni aðgengilegra og ódýrara fyrir íslenska neytendur,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla Sýnar.“Vísir er í eigu Sýnar hf.
Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira