Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. nóvember 2018 09:00 Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. Morðið á blaðamanninum hefur vakið mikla athygli og reiði innan alþjóðasamfélagsins. Vísir/Getty Sádi-Arabía Lík sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi var leyst upp í sýru eftir að hann var kyrktur og svo sundurlimaður á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í tyrknesku borginni Istanbúl í upphafi síðasta mánaðar. Þetta höfðu tyrkneskir fjölmiðlar eftir Yasin Aktay, ráðgjafa tyrkneska forsetans Receps Tayyip Erdogan, í gær. Aktay sagði að þetta væri það eina hugsanlega í stöðunni þar sem lík Khashoggis hefur ekki enn fundist. „Ástæðan fyrir því að lík Khashoggis var sundurlimað var sú að það auðveldaði þeim að leysa líkið upp. Nú höfum við sem sagt komist að því að þeir sundurlimuðu hann ekki bara heldur leystu líkið upp,“ sagði Aktay. Tyrkneskir miðlar greindu sömuleiðis frá því í gær að Mohammed bin Salman krónprins hafi sagt í símtali við bandaríska embættismenn, áður en Sádi-Arabar játuðu að þeirra menn hefðu framið ódæðisverkið, að Khashoggi væri hættulegur íslamisti og meðlimur Bræðralags múslima, róttækra samtaka íslamista. Símtalið var á milli prinsins og þeirra Johns Bolton þjóðaröryggisráðgjafa og Jareds Kushner, ráðgjafa og tengdasonar forseta. Það á að hafa átt sér stað þann 9. október, viku eftir hvarf Khashoggis. New York Times greindi frá því að vinir Khashoggis segðu að hann hefði gengið til liðs við Bræðralag múslima á sínum yngri árum. Hann hafi hins vegar ekki verið virkur meðlimur lengi. Þessu neitaði fjölskylda Khashoggis í orðsendingu til Washington Post og sagði reyndar að blaðamaðurinn hefði sjálfur ítrekað neitað þessum staðhæfingum á meðan hann lifði. Mohammed bin Salman hefur áður verið sakaður um að annaðhvort fyrirskipa morðið eða líta fram hjá því. Opinbera skýringin frá Sádi-Arabíu er sú að hópur manna hafi lagt á ráðin um að myrða Khashoggi og svo framið verknaðinn í óþökk stjórnvalda. Khashoggi var þekktur stjórnarandstæðingur og hafði ítrekað beint spjótum sínum að Mohammed prins. Í síðasta pistli sínum fyrir Washington Post, sem birtist eftir andlát Khashoggis, sagði hann að rík þörf væri á auknu tjáningarfrelsi í Arabaheiminum, til að mynda í Sádi-Arabíu, og gagnrýndi harðar aðgerðir gegn stjórnarandstæðingum. Í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi sögðu tveir sádiarabískir stjórnarandstæðingar í útlegð að þeir óttuðust að prinsinn myndi grípa til frekari aðgerða gegn stjórnarandstæðingum og sögðu prinsinn jafnframt verri en einræðisherra á borð við Saddam Hussein og Muammar Gaddafi. Í blaðinu í dag er svo rætt við stofnanda sádiarabískrar hljómsveitar sem segir Mohammed með gullmedalíu í harðstjórn en dauðarefsing er við bæði tónlist og textum sveitarinnar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði frá því í fyrrinótt að enn væru nokkrar vikur í að viðskiptaþvinganir gegn Sádi-Aröbum vegna máls Khashoggis myndu líta dagsins ljós. Morðið hefur komið illa niður á áratugagömlu vinasambandi ríkjanna og er þrýstingur á Trump forseta að grípa til aðgerða gegn þessum bandamönnum sínum. „Við erum að skoða að innleiða þvinganir gegn þeim einstaklingum sem við höfum nú þegar borið kennsl á og teljum að hafi verið viðriðnir morðið. Það mun trúlega taka okkur nokkrar vikur til viðbótar að safna nægjanlegum sönnunargögnum svo við getum komið þvingununum á en ég held að við munum gera það að lokum,“ sagði Pompeo og bætti því við að Trump hefði svarið að draga morðingja Khashoggis til ábyrgðar. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Sádi-Arabía Lík sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi var leyst upp í sýru eftir að hann var kyrktur og svo sundurlimaður á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í tyrknesku borginni Istanbúl í upphafi síðasta mánaðar. Þetta höfðu tyrkneskir fjölmiðlar eftir Yasin Aktay, ráðgjafa tyrkneska forsetans Receps Tayyip Erdogan, í gær. Aktay sagði að þetta væri það eina hugsanlega í stöðunni þar sem lík Khashoggis hefur ekki enn fundist. „Ástæðan fyrir því að lík Khashoggis var sundurlimað var sú að það auðveldaði þeim að leysa líkið upp. Nú höfum við sem sagt komist að því að þeir sundurlimuðu hann ekki bara heldur leystu líkið upp,“ sagði Aktay. Tyrkneskir miðlar greindu sömuleiðis frá því í gær að Mohammed bin Salman krónprins hafi sagt í símtali við bandaríska embættismenn, áður en Sádi-Arabar játuðu að þeirra menn hefðu framið ódæðisverkið, að Khashoggi væri hættulegur íslamisti og meðlimur Bræðralags múslima, róttækra samtaka íslamista. Símtalið var á milli prinsins og þeirra Johns Bolton þjóðaröryggisráðgjafa og Jareds Kushner, ráðgjafa og tengdasonar forseta. Það á að hafa átt sér stað þann 9. október, viku eftir hvarf Khashoggis. New York Times greindi frá því að vinir Khashoggis segðu að hann hefði gengið til liðs við Bræðralag múslima á sínum yngri árum. Hann hafi hins vegar ekki verið virkur meðlimur lengi. Þessu neitaði fjölskylda Khashoggis í orðsendingu til Washington Post og sagði reyndar að blaðamaðurinn hefði sjálfur ítrekað neitað þessum staðhæfingum á meðan hann lifði. Mohammed bin Salman hefur áður verið sakaður um að annaðhvort fyrirskipa morðið eða líta fram hjá því. Opinbera skýringin frá Sádi-Arabíu er sú að hópur manna hafi lagt á ráðin um að myrða Khashoggi og svo framið verknaðinn í óþökk stjórnvalda. Khashoggi var þekktur stjórnarandstæðingur og hafði ítrekað beint spjótum sínum að Mohammed prins. Í síðasta pistli sínum fyrir Washington Post, sem birtist eftir andlát Khashoggis, sagði hann að rík þörf væri á auknu tjáningarfrelsi í Arabaheiminum, til að mynda í Sádi-Arabíu, og gagnrýndi harðar aðgerðir gegn stjórnarandstæðingum. Í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi sögðu tveir sádiarabískir stjórnarandstæðingar í útlegð að þeir óttuðust að prinsinn myndi grípa til frekari aðgerða gegn stjórnarandstæðingum og sögðu prinsinn jafnframt verri en einræðisherra á borð við Saddam Hussein og Muammar Gaddafi. Í blaðinu í dag er svo rætt við stofnanda sádiarabískrar hljómsveitar sem segir Mohammed með gullmedalíu í harðstjórn en dauðarefsing er við bæði tónlist og textum sveitarinnar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði frá því í fyrrinótt að enn væru nokkrar vikur í að viðskiptaþvinganir gegn Sádi-Aröbum vegna máls Khashoggis myndu líta dagsins ljós. Morðið hefur komið illa niður á áratugagömlu vinasambandi ríkjanna og er þrýstingur á Trump forseta að grípa til aðgerða gegn þessum bandamönnum sínum. „Við erum að skoða að innleiða þvinganir gegn þeim einstaklingum sem við höfum nú þegar borið kennsl á og teljum að hafi verið viðriðnir morðið. Það mun trúlega taka okkur nokkrar vikur til viðbótar að safna nægjanlegum sönnunargögnum svo við getum komið þvingununum á en ég held að við munum gera það að lokum,“ sagði Pompeo og bætti því við að Trump hefði svarið að draga morðingja Khashoggis til ábyrgðar.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44
Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37
Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38
Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20