Geðlæknir vill koma böndum á fjölmiðla Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. nóvember 2018 07:30 Starfsfólk á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á meðan verkfall stóð yfir 2014. Fréttablaðið/Ernir „Alltaf er hætt við að umræðan verði mjög tilfinningahlaðin og einkennist af upphrópunum og gífuryrðum,“ segir Magnús Haraldsson, geðlæknir á Landspítalanum, í leiðara Læknablaðsins þar sem hann fjallar um fréttir fjölmiðla af heilbrigðiskerfinu. „Því miður er fjölmiðlaumræða um heilbrigðismál oft á afar neikvæðum nótum og orð eins og úrræðaleysi, niðurskurður, mannekla og fjársvelti eru algeng. Fréttir af sumarlokunum, kjaradeilum, biðlistum og miklu álagi á heilbrigðisstarfsfólk eru nánast daglega á síðum fjölmiðla,“ rekur Magnús í leiðaranum. Magnús segir mikilvægt að fjalla um málefni heilbrigðiskerfisins með gagnrýnum hætti í fjölmiðlum. „Það er afar mikilvægt að umfjöllun fjölmiðla um þennan málaflokk sé yfirveguð, byggð á staðreyndum og að reynt sé að forðast gífuryrði og upphrópanir,“ skrifar hann. Þá segir Magnús að reglulega rati á síður fjölmiðla umfjallanir um erfið mál einstakra sjúklinga. „Stundum er um að ræða lýsingar sjúklinga eða aðstandenda þeirra á samskiptum sínum við heilbrigðisstarfsfólk þar sem kvartað er yfir því að viðkomandi hafi ekki fengið viðhlítandi þjónustu eða verið neitað um þjónustu. Jafnframt eru oft dregnar þær ályktanir að slíkar lýsingar á högum einstaklinga lýsi kerfinu eða þjónustunni í heild,“ fullyrðir hann.Magnús Haraldsson geðlæknir.Að sögn Magnúsar er alltaf hætta á því að dregnar séu rangar ályktanir af því sem eigi að hafa gerst. „Hætt er við því að fréttir sem þessar ýti undir ótta og tortryggni hjá fólki sem þarf að sækja þjónustu heilbrigðiskerfisins,“ segir hann. „Fréttaflutningur af þessu tagi er einnig líklegur til að valda heilbrigðisstarfsfólki miklu hugarangri og vanlíðan, sérstaklega ef það þarf að sitja undir óvæginni gagnrýni í fjölmiðlum og getur ekki komið fram og tjáð sig um sína hlið á málinu.“ Magnús segir síður fjölmiðla ekki rétta vettvanginn „til að ræða eða útkljá“ kvartanir undan heilbrigðiskerfinu því aðeins önnur hlið málsins sé rædd. „Alltaf er hætt við að umræðan verði mjög tilfinningahlaðin og einkennist af upphrópunum og gífuryrðum.“ Í leiðara Læknablaðsins er síðan sagt æskilegt að ritstjórar og ábyrgðarmenn helstu fjölmiðla landsins setjist niður með forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins til að ræða „hreinskilnislega um hvernig best sé að fjalla með ábyrgum og yfirveguðum hætti um heilbrigðismál, þjónustunni til framdráttar, og hvernig koma megi í veg fyrir að lýsingar sem oft eru settar fram í mikilli reiði og geðshræringu séu gerðar að fréttaefni í fjölmiðlum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
„Alltaf er hætt við að umræðan verði mjög tilfinningahlaðin og einkennist af upphrópunum og gífuryrðum,“ segir Magnús Haraldsson, geðlæknir á Landspítalanum, í leiðara Læknablaðsins þar sem hann fjallar um fréttir fjölmiðla af heilbrigðiskerfinu. „Því miður er fjölmiðlaumræða um heilbrigðismál oft á afar neikvæðum nótum og orð eins og úrræðaleysi, niðurskurður, mannekla og fjársvelti eru algeng. Fréttir af sumarlokunum, kjaradeilum, biðlistum og miklu álagi á heilbrigðisstarfsfólk eru nánast daglega á síðum fjölmiðla,“ rekur Magnús í leiðaranum. Magnús segir mikilvægt að fjalla um málefni heilbrigðiskerfisins með gagnrýnum hætti í fjölmiðlum. „Það er afar mikilvægt að umfjöllun fjölmiðla um þennan málaflokk sé yfirveguð, byggð á staðreyndum og að reynt sé að forðast gífuryrði og upphrópanir,“ skrifar hann. Þá segir Magnús að reglulega rati á síður fjölmiðla umfjallanir um erfið mál einstakra sjúklinga. „Stundum er um að ræða lýsingar sjúklinga eða aðstandenda þeirra á samskiptum sínum við heilbrigðisstarfsfólk þar sem kvartað er yfir því að viðkomandi hafi ekki fengið viðhlítandi þjónustu eða verið neitað um þjónustu. Jafnframt eru oft dregnar þær ályktanir að slíkar lýsingar á högum einstaklinga lýsi kerfinu eða þjónustunni í heild,“ fullyrðir hann.Magnús Haraldsson geðlæknir.Að sögn Magnúsar er alltaf hætta á því að dregnar séu rangar ályktanir af því sem eigi að hafa gerst. „Hætt er við því að fréttir sem þessar ýti undir ótta og tortryggni hjá fólki sem þarf að sækja þjónustu heilbrigðiskerfisins,“ segir hann. „Fréttaflutningur af þessu tagi er einnig líklegur til að valda heilbrigðisstarfsfólki miklu hugarangri og vanlíðan, sérstaklega ef það þarf að sitja undir óvæginni gagnrýni í fjölmiðlum og getur ekki komið fram og tjáð sig um sína hlið á málinu.“ Magnús segir síður fjölmiðla ekki rétta vettvanginn „til að ræða eða útkljá“ kvartanir undan heilbrigðiskerfinu því aðeins önnur hlið málsins sé rædd. „Alltaf er hætt við að umræðan verði mjög tilfinningahlaðin og einkennist af upphrópunum og gífuryrðum.“ Í leiðara Læknablaðsins er síðan sagt æskilegt að ritstjórar og ábyrgðarmenn helstu fjölmiðla landsins setjist niður með forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins til að ræða „hreinskilnislega um hvernig best sé að fjalla með ábyrgum og yfirveguðum hætti um heilbrigðismál, þjónustunni til framdráttar, og hvernig koma megi í veg fyrir að lýsingar sem oft eru settar fram í mikilli reiði og geðshræringu séu gerðar að fréttaefni í fjölmiðlum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira