15 manns bjargað þegar Fjordvik strandaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir, Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Hall skrifa 3. nóvember 2018 21:00 Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. Engan sakaði en hundrað tonn af olíu og sextán hundruð tonn af sementi eru í skipinu og hætta á að efnin fari í sjóinn. Lítið hefur verið hægt að aðhafast á vettvangi vegna veðurs. Allt tiltækt björgunarlið var kallað á vettvang og rétt fyrir klukkan tvö í nótt hafði tekist að bjarga allri áhöfninni sem var verulega brugðið. Lögregla tók skýrslur af skipstjóranum í nótt en áhöfnin var flutt til Reykjanesbæjar. Skipið var fullhlaðið þegar slysið var en til stóð að landa um sextán hundruð tonnum af sementi í Helguvík. Þaðan átti skipið að fara til Akureyrar með sement. Tankur skipsins tekur rúmlega hundrað tonn af díselmarineolíu og hefur mikil olíu- og sementslykt verið á svæðinu eftir slysið.Vísir/EinarAðstæður litu ekki vel út Guðmundur Helgi Önundarson, vettvangsstjóri hjá Landsbjörgu, segir að útlitið hafi verið svart í upphafi og aðstæður ekki litið vel út. Þó hafi þeim fljótlega orðið ljóst að þetta væri gerlegt. „Það er auðvitað kolsvart myrkur og öldubrotið gekk yfir varnargarðinn og yfir okkur og gerðu björgunarstörf erfið fyrir.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Stöð 2 að möguleikar væru á því að bjarga skipinu úr þessum aðstæðum en það ætti eftir að skýrast betur á morgun. Farið verður um borð í skipið á morgun en í kvöld og nótt verða aðstæður útbúnar til þess að tryggja öryggi fyrir aðgerðir morgundagsins. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og umhverfisstofnun áttu fund í dag til að meta aðstæður en veður hamlaði störfum rannsóknarteymis. Um miðjan dag var ekki vitað hvað olli slysinu og ekki er vitað hversu skemmt skipið er. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15 Líklega sjór í vélarúminu "Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. 3. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Sjá meira
Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. Engan sakaði en hundrað tonn af olíu og sextán hundruð tonn af sementi eru í skipinu og hætta á að efnin fari í sjóinn. Lítið hefur verið hægt að aðhafast á vettvangi vegna veðurs. Allt tiltækt björgunarlið var kallað á vettvang og rétt fyrir klukkan tvö í nótt hafði tekist að bjarga allri áhöfninni sem var verulega brugðið. Lögregla tók skýrslur af skipstjóranum í nótt en áhöfnin var flutt til Reykjanesbæjar. Skipið var fullhlaðið þegar slysið var en til stóð að landa um sextán hundruð tonnum af sementi í Helguvík. Þaðan átti skipið að fara til Akureyrar með sement. Tankur skipsins tekur rúmlega hundrað tonn af díselmarineolíu og hefur mikil olíu- og sementslykt verið á svæðinu eftir slysið.Vísir/EinarAðstæður litu ekki vel út Guðmundur Helgi Önundarson, vettvangsstjóri hjá Landsbjörgu, segir að útlitið hafi verið svart í upphafi og aðstæður ekki litið vel út. Þó hafi þeim fljótlega orðið ljóst að þetta væri gerlegt. „Það er auðvitað kolsvart myrkur og öldubrotið gekk yfir varnargarðinn og yfir okkur og gerðu björgunarstörf erfið fyrir.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Stöð 2 að möguleikar væru á því að bjarga skipinu úr þessum aðstæðum en það ætti eftir að skýrast betur á morgun. Farið verður um borð í skipið á morgun en í kvöld og nótt verða aðstæður útbúnar til þess að tryggja öryggi fyrir aðgerðir morgundagsins. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og umhverfisstofnun áttu fund í dag til að meta aðstæður en veður hamlaði störfum rannsóknarteymis. Um miðjan dag var ekki vitað hvað olli slysinu og ekki er vitað hversu skemmt skipið er.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15 Líklega sjór í vélarúminu "Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. 3. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Sjá meira
Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15
Líklega sjór í vélarúminu "Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. 3. nóvember 2018 09:10