Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2018 09:50 Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku síðustu misserin, ekki síst þar sem efnahagsbrotadeild barst fyrst ábendingar um að maðkur kynni að vera í mysunni árið 2012. Getty/HieronymusUkkel Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. „Flóttinn er á enda,“ sagði ríkissaksóknari í Danmörku á Twitter í morgun, og vísaði þar í mál hinnar 64 ára Brittu Nielsen. Konan var handtekin í íbúð í suður-afrísku stórborginni og voru fulltrúar dönsku efnahagsbrotalögreglunnar viðstaddir handtökuna. Dönsk yfirvöld vilja fá hana framselda til Danmerkur eins fljótt og auðið er.Fengu fyrst ábendingar 2012 Konan starfaði um fjögurra áratuga skeið í danska barna- og félagsmálaráðuneytinu og er grunuð um að hafa svikið gríðarlegar upphæðir úr úr sjóðum þess. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku síðustu misserin, ekki síst þar sem efnahagsbrotadeild lögreglu barst fyrst ábendingar um að maðkur kynni að vera í mysunni árið 2012. Í stað þess að taka málið til rannsóknar þá var það sent til skattayfirvalda sem rannsakaði málið sem möguleg skattsvik.Þrír til viðbótar 38 ára danskur karlmaður var handtekinn í Suður-Afríku á föstudaginn, en efnahagsbrotadeild dönsku lögreglunnar grunar hann um að hafa gegnt lykilhlutverki í að koma peningunum í umferð. Tvær konur til viðbótar eru einnig grunaðar um að tengjast fjárdrættinum. Talið er að Nielsen og samverkamenn hennar hafi dregið fé á árunum 2002 til þessa árs. Eiga ólöglegar færslur úr sjóðum yfirvalda að telja 274 hið minnsta. Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Suður-Afríka Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. „Flóttinn er á enda,“ sagði ríkissaksóknari í Danmörku á Twitter í morgun, og vísaði þar í mál hinnar 64 ára Brittu Nielsen. Konan var handtekin í íbúð í suður-afrísku stórborginni og voru fulltrúar dönsku efnahagsbrotalögreglunnar viðstaddir handtökuna. Dönsk yfirvöld vilja fá hana framselda til Danmerkur eins fljótt og auðið er.Fengu fyrst ábendingar 2012 Konan starfaði um fjögurra áratuga skeið í danska barna- og félagsmálaráðuneytinu og er grunuð um að hafa svikið gríðarlegar upphæðir úr úr sjóðum þess. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku síðustu misserin, ekki síst þar sem efnahagsbrotadeild lögreglu barst fyrst ábendingar um að maðkur kynni að vera í mysunni árið 2012. Í stað þess að taka málið til rannsóknar þá var það sent til skattayfirvalda sem rannsakaði málið sem möguleg skattsvik.Þrír til viðbótar 38 ára danskur karlmaður var handtekinn í Suður-Afríku á föstudaginn, en efnahagsbrotadeild dönsku lögreglunnar grunar hann um að hafa gegnt lykilhlutverki í að koma peningunum í umferð. Tvær konur til viðbótar eru einnig grunaðar um að tengjast fjárdrættinum. Talið er að Nielsen og samverkamenn hennar hafi dregið fé á árunum 2002 til þessa árs. Eiga ólöglegar færslur úr sjóðum yfirvalda að telja 274 hið minnsta.
Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Suður-Afríka Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira