Lagði til atlögu með hnífsblaði í krepptum hnefa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. nóvember 2018 11:03 Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar tilraun til manndráps. Vísir/tryggvi Páll Maðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaður um tilraun til manndráps lagði til atlögu að fórnarlambinu með hnífsblaði í krepptum hnefa. Fórnarlambið hlaut alls tíu stungusár. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær en fréttastofa hefur úrskurðinn undir höndum. Maðurinn var handtekinn á laugardaginn, skömmu eftir að árásin átti sér stað en hún var framin fyrir utan útibú Arion banka á Akureyri. Í úrskurðinum er vísað til upptöku úr öryggismyndavél þar sem sjáist að árásarmaðurinn hafi haft hnífsblað í krepptum hnefa sínum og blaðið standi út á milli fingra hans. Maðurinn hafi svo slegið til fórnarlambsins með þeim afleiðingum að hann var með tíu stungusár á líkama eftir árásina en á upptökunum megi sjá að fórnarlambið verði blóðugt. Í bráðabirgðaáverkavottorði fórnarlambsins segir að fórnarlambið hafi meðal annars hlotið djúpan skurð neðan við vinstra kjálkabarð, í gegnum munnvatnskirtil í nálægð við bláæð auk þess sem það hlaut einnig djúpan skurð á vinstra gagnauga, auk átta annara skurða á efri hluta líkamans. Við húsleit á heimili árásarmannsinns fannst blóðugur hnífur sem talið er að hafi verið beitt í árásinni. Er hnífurinn með um fjögurra sentimetra löngu blaði, ekki með venjulegu skafti heldur með eins konar handfangi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna manndrápstilraunar Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember. 4. nóvember 2018 16:44 Krefjast gæsluvarðhalds vegna manndrápstilraunar á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar tilraun til manndráps. 4. nóvember 2018 13:52 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Maðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaður um tilraun til manndráps lagði til atlögu að fórnarlambinu með hnífsblaði í krepptum hnefa. Fórnarlambið hlaut alls tíu stungusár. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær en fréttastofa hefur úrskurðinn undir höndum. Maðurinn var handtekinn á laugardaginn, skömmu eftir að árásin átti sér stað en hún var framin fyrir utan útibú Arion banka á Akureyri. Í úrskurðinum er vísað til upptöku úr öryggismyndavél þar sem sjáist að árásarmaðurinn hafi haft hnífsblað í krepptum hnefa sínum og blaðið standi út á milli fingra hans. Maðurinn hafi svo slegið til fórnarlambsins með þeim afleiðingum að hann var með tíu stungusár á líkama eftir árásina en á upptökunum megi sjá að fórnarlambið verði blóðugt. Í bráðabirgðaáverkavottorði fórnarlambsins segir að fórnarlambið hafi meðal annars hlotið djúpan skurð neðan við vinstra kjálkabarð, í gegnum munnvatnskirtil í nálægð við bláæð auk þess sem það hlaut einnig djúpan skurð á vinstra gagnauga, auk átta annara skurða á efri hluta líkamans. Við húsleit á heimili árásarmannsinns fannst blóðugur hnífur sem talið er að hafi verið beitt í árásinni. Er hnífurinn með um fjögurra sentimetra löngu blaði, ekki með venjulegu skafti heldur með eins konar handfangi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna manndrápstilraunar Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember. 4. nóvember 2018 16:44 Krefjast gæsluvarðhalds vegna manndrápstilraunar á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar tilraun til manndráps. 4. nóvember 2018 13:52 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna manndrápstilraunar Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember. 4. nóvember 2018 16:44
Krefjast gæsluvarðhalds vegna manndrápstilraunar á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar tilraun til manndráps. 4. nóvember 2018 13:52