Stigi í Hörpu svignaði undan hópi stjórnenda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 06:15 Glerið sem sprakk er næst stiga upp frá jarðhæð Hörpu. Fréttablaðið/ernir „Að mati fasteignastjóra Hörpu voru nokkrir samverkandi þættir sem orsökuðu þetta óhapp,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, aðspurð um atvikið sem átti sér stað þegar stjórnendadagur Reykjavíkurborgar var haldinn í tónlistar- og ráðstefnuhöllinni á föstudag. Að fundinum loknum var myndataka af stjórnendahópnum í stiganum en við það sprakk gler sem liggur utan í og undir stiganum stóra. „Mikill fjöldi fólks stóð í stiganum í drjúga stund og er ekki óeðlilegt að stiginn svigni örlítið undan slíkum fjölda sem var líklega meira en 300 manns. En hreyfingin er afskaplega lítil og engin ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er burðarkerfi stigans samansett úr fjórum 50 sentímetra háum stálbitum. Því sé burðarhæfni hans mjög mikil.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.Svanhildur bætir við að burðarvirki Hörpu sé þannig að skil eru í húsinu fyrir hreyfingar sem þar eiga sér stað. Stiginn stendur yfir einum slíkum skilum. „Þetta eru mjög litlar hreyfingar en eru til staðar og geta haft þau áhrif að glerhandriðið stóð óvenju nærri stigakjálkanum á þessum tímapunkti.“ Svanhildur bendir á að engin hætta hafi skapast þar sem um sé að ræða tvöfalt öryggisgler með filmu á milli og aðeins annað glerið sprakk. Glerið sem um ræðir umlykur rúllustigana sem liggja niður á kjallarahæð hússins. Stiginn stóri sem stjórnendur stóðu á liggur upp á aðra hæð Hörpu. „Öryggisgler er mjög höggþolið en veikleiki þess er að fá hart efni í glerkantinn. Því þarf mjög litla snertingu frá stáli á glerbrúnina til að sprengja það. Þetta óhapp varð vegna einhverra millimetra færslu á gleri eða stiga og miklum fólksfjölda í stiganum,“ segir Svanhildur. Ekki hefur verið skipt um glerið sem brotnaði og svæðið undir stiganum hafði verið girt af í gær þegar Fréttablaðið bar að garði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
„Að mati fasteignastjóra Hörpu voru nokkrir samverkandi þættir sem orsökuðu þetta óhapp,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, aðspurð um atvikið sem átti sér stað þegar stjórnendadagur Reykjavíkurborgar var haldinn í tónlistar- og ráðstefnuhöllinni á föstudag. Að fundinum loknum var myndataka af stjórnendahópnum í stiganum en við það sprakk gler sem liggur utan í og undir stiganum stóra. „Mikill fjöldi fólks stóð í stiganum í drjúga stund og er ekki óeðlilegt að stiginn svigni örlítið undan slíkum fjölda sem var líklega meira en 300 manns. En hreyfingin er afskaplega lítil og engin ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er burðarkerfi stigans samansett úr fjórum 50 sentímetra háum stálbitum. Því sé burðarhæfni hans mjög mikil.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.Svanhildur bætir við að burðarvirki Hörpu sé þannig að skil eru í húsinu fyrir hreyfingar sem þar eiga sér stað. Stiginn stendur yfir einum slíkum skilum. „Þetta eru mjög litlar hreyfingar en eru til staðar og geta haft þau áhrif að glerhandriðið stóð óvenju nærri stigakjálkanum á þessum tímapunkti.“ Svanhildur bendir á að engin hætta hafi skapast þar sem um sé að ræða tvöfalt öryggisgler með filmu á milli og aðeins annað glerið sprakk. Glerið sem um ræðir umlykur rúllustigana sem liggja niður á kjallarahæð hússins. Stiginn stóri sem stjórnendur stóðu á liggur upp á aðra hæð Hörpu. „Öryggisgler er mjög höggþolið en veikleiki þess er að fá hart efni í glerkantinn. Því þarf mjög litla snertingu frá stáli á glerbrúnina til að sprengja það. Þetta óhapp varð vegna einhverra millimetra færslu á gleri eða stiga og miklum fólksfjölda í stiganum,“ segir Svanhildur. Ekki hefur verið skipt um glerið sem brotnaði og svæðið undir stiganum hafði verið girt af í gær þegar Fréttablaðið bar að garði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira