Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. október 2018 07:30 Bolsonaro er væntanlega sáttur. Nordicphotos/AFP Brasilía Hinn umdeildi íhaldsmaður Jair Bolsonaro vann stórsigur í forsetakosningum Brasilíu sem fram fóru á sunnudaginn. Þessi þingmaður og fyrrverandi kafteinn í brasilíska hernum fékk 55,2 prósent atkvæða á meðan vinstrimaðurinn Fernando Haddad úr Verkamannaflokknum fékk 44,8 prósent. Bolsonaro hefur lofað að berjast gegn glæpum, meðal annars með því að gera almennum borgurum auðveldara að kaupa sér skotvopn, og koma í veg fyrir að sósíalistar nái völdum í Brasilíu. Hann er hins vegar afar umdeildur og hafa misvinsæl ummæli hans orðið til þess að Brasilíumaðurinn hefur verið kallaður „Trump hitabeltisins“. Fjölmiðlar heims, stórir sem smáir, hafa fjallað um kjör Bolsonaros og bent í því samhengi á ýmis ummæli hins nýkjörna forseta. BBC sagði til að mynda frá því að Bolsonaro hafi áður sagt við konu á þingi að hún væri „of ljót til að nauðga“ og að hann hafi sagst „hlynntur einræðisstjórn“ sem var sett í samhengi við lofræður hans um herforingjastjórnir fortíðarinnar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessorFréttablaðið/ValgarðurHannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur búið í Rio de Janeiro undanfarið hálft ár, talar portúgölsku og hefur fylgst vel með kosningabaráttunni. Á bloggi sínu hefur hann sagt íslenska fjölmiðla fjalla um kosningarnar af mikilli vanþekkingu. Stjórnmálafræðingurinn Hannes segir í samtali við Fréttablaðið að Bolsonaro hafi umfram allt sigrað vegna þess að Brasilíumenn voru að kjósa á móti „sextán ára samfelldri spillingarstjórn Verkamannaflokksins“. Hannes bendir á að annar forseti flokksins, Lula da Silva, sitji í fangelsi og að Haddad hafi reglulega heimsótt hann þangað og þegið ráð. „Þetta ofbauð mörgum.“ Dilma Rousseff, hinn forseti flokksins, var síðan sett úr embætti forseta vegna rangra upplýsinga um fjármál flokksins. „Sumt, sem Bolsonaro segir sjálfur, er líka vinsælt, sérstaklega loforð hans um að efla og herða löggæslu. Mörgum Brasilíumönnum finnst öryggi innanlands ábótavant,“ segir Hannes. Þá segir Hannes að Bolsonaro hafi frekar varið en lofað herforingjastjórnina sem var í Brasilíu frá 1964 til 1985. „Hann hefur þó tekið fram, að hann virði stjórnarskrá landsins og lýðræði. Aðaláhyggjuefni kjósenda í Brasilíu er hins vegar, að Brasilía megi ekki fara sömu leið og Venesúela undir stjórn þeirra Chavezar og Maduros. Með ákveðinni einföldun má segja, að þeir sjái valið milli Bolsonaros og Haddads sem val milli leiðarinnar, sem Fujimori fór í Perú, og leiðarinnar, sem Chavez og Maduro fóru í Venesúela,“ segir Hannes og bætir við að perúska leiðin hafi tekist, hin mistekist og að Brasilíumenn eigi nú í vandræðum með straum flóttamanna frá Venesúela. Aukinheldur segir Hannes að Bolsonaro sé einfaldlega hreinskilnari en margir aðrir stjórnmálamenn um fordóma sína. „Það var hins vegar ekki kosið um þá, heldur um stefnu hans og flokks hans. Mörgum líst vel á efnahagsstefnu hans, sem hagfræðingurinn Paulo Guedes hefur markað, en hún felst í því að minnka umsvif ríkisins og auka svigrúm einstaklinga til verðmætasköpunar, en á því þarf Brasilía sérlega að halda,“ segir Hannes sem hefur ekki áhyggjur af fyrri ummælum Bolsonaros. Fremur því að hann hverfi frá stefnu fyrrnefnds Guedes af ótta við tímabundnar óvinsældir. Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13 Bolsonaro: „Við munum breyta örlögum Brasilíu“ Jair Bolsonaro, næsti forseti Brasilíu, segir að Brasilíumenn geti ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu. 28. október 2018 23:36 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Brasilía Hinn umdeildi íhaldsmaður Jair Bolsonaro vann stórsigur í forsetakosningum Brasilíu sem fram fóru á sunnudaginn. Þessi þingmaður og fyrrverandi kafteinn í brasilíska hernum fékk 55,2 prósent atkvæða á meðan vinstrimaðurinn Fernando Haddad úr Verkamannaflokknum fékk 44,8 prósent. Bolsonaro hefur lofað að berjast gegn glæpum, meðal annars með því að gera almennum borgurum auðveldara að kaupa sér skotvopn, og koma í veg fyrir að sósíalistar nái völdum í Brasilíu. Hann er hins vegar afar umdeildur og hafa misvinsæl ummæli hans orðið til þess að Brasilíumaðurinn hefur verið kallaður „Trump hitabeltisins“. Fjölmiðlar heims, stórir sem smáir, hafa fjallað um kjör Bolsonaros og bent í því samhengi á ýmis ummæli hins nýkjörna forseta. BBC sagði til að mynda frá því að Bolsonaro hafi áður sagt við konu á þingi að hún væri „of ljót til að nauðga“ og að hann hafi sagst „hlynntur einræðisstjórn“ sem var sett í samhengi við lofræður hans um herforingjastjórnir fortíðarinnar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessorFréttablaðið/ValgarðurHannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur búið í Rio de Janeiro undanfarið hálft ár, talar portúgölsku og hefur fylgst vel með kosningabaráttunni. Á bloggi sínu hefur hann sagt íslenska fjölmiðla fjalla um kosningarnar af mikilli vanþekkingu. Stjórnmálafræðingurinn Hannes segir í samtali við Fréttablaðið að Bolsonaro hafi umfram allt sigrað vegna þess að Brasilíumenn voru að kjósa á móti „sextán ára samfelldri spillingarstjórn Verkamannaflokksins“. Hannes bendir á að annar forseti flokksins, Lula da Silva, sitji í fangelsi og að Haddad hafi reglulega heimsótt hann þangað og þegið ráð. „Þetta ofbauð mörgum.“ Dilma Rousseff, hinn forseti flokksins, var síðan sett úr embætti forseta vegna rangra upplýsinga um fjármál flokksins. „Sumt, sem Bolsonaro segir sjálfur, er líka vinsælt, sérstaklega loforð hans um að efla og herða löggæslu. Mörgum Brasilíumönnum finnst öryggi innanlands ábótavant,“ segir Hannes. Þá segir Hannes að Bolsonaro hafi frekar varið en lofað herforingjastjórnina sem var í Brasilíu frá 1964 til 1985. „Hann hefur þó tekið fram, að hann virði stjórnarskrá landsins og lýðræði. Aðaláhyggjuefni kjósenda í Brasilíu er hins vegar, að Brasilía megi ekki fara sömu leið og Venesúela undir stjórn þeirra Chavezar og Maduros. Með ákveðinni einföldun má segja, að þeir sjái valið milli Bolsonaros og Haddads sem val milli leiðarinnar, sem Fujimori fór í Perú, og leiðarinnar, sem Chavez og Maduro fóru í Venesúela,“ segir Hannes og bætir við að perúska leiðin hafi tekist, hin mistekist og að Brasilíumenn eigi nú í vandræðum með straum flóttamanna frá Venesúela. Aukinheldur segir Hannes að Bolsonaro sé einfaldlega hreinskilnari en margir aðrir stjórnmálamenn um fordóma sína. „Það var hins vegar ekki kosið um þá, heldur um stefnu hans og flokks hans. Mörgum líst vel á efnahagsstefnu hans, sem hagfræðingurinn Paulo Guedes hefur markað, en hún felst í því að minnka umsvif ríkisins og auka svigrúm einstaklinga til verðmætasköpunar, en á því þarf Brasilía sérlega að halda,“ segir Hannes sem hefur ekki áhyggjur af fyrri ummælum Bolsonaros. Fremur því að hann hverfi frá stefnu fyrrnefnds Guedes af ótta við tímabundnar óvinsældir.
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13 Bolsonaro: „Við munum breyta örlögum Brasilíu“ Jair Bolsonaro, næsti forseti Brasilíu, segir að Brasilíumenn geti ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu. 28. október 2018 23:36 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13
Bolsonaro: „Við munum breyta örlögum Brasilíu“ Jair Bolsonaro, næsti forseti Brasilíu, segir að Brasilíumenn geti ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu. 28. október 2018 23:36
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“