Fleiri upplifa áreitni á netinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. október 2018 06:15 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við HÍ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fleiri upplifa sig sem þolendur netbrota nú en fyrir tveimur árum. Sérstaklega mikill munur sést í tölum um þolendur kynferðislegrar áreitni á netinu. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar afbrotafræðingsins Helga Gunnlaugssonar og Jónasar Orra Jónassonar, sérfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnt var á Þjóðarspeglinum á föstudag. Sambærileg rannsókn var fyrst unnin fyrir tveimur árum. Greindu þá um 13 prósent svarenda frá því að þeir hefðu orðið fyrir netbroti á síðustu þremur mánuðum. Stærstur hluti, um þriðjungur, taldi sig hafa orðið fyrir ærumeiðingum og rúmur fjórðungur upplifað svik í viðskiptum. Tæplega 20 prósent höfðu lent í því að myndum af þeim var dreift án leyfis og 12 prósent brotanna voru kynferðisleg áreitni. Niðurstöður könnunarinnar nú sýna að tæplega einn af hverjum fimm hefur upplifað netbrot undanfarin þrjú ár. Skipting þeirra niður á mismunandi tegundir brota er að stærstum hluta sú sama og fyrir tveimur árum en kynferðisleg áreitni sker sig úr. Einn af hverjum fimm segist nú hafa upplifað slíkt. „Fjölgun netbrota milli ára skýrist fyrst og fremst af þeim fjölda kvenna sem telur sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni,“ segir Helgi Gunnlaugsson. „Ég tel að þolendur kynferðislegrar áreitni, sem nær alltaf eru konur, séu næmari á umhverfi sitt og birtingarmyndir þess frekar en að brotum hafi fjölgað sérstaklega. Þær sjá háttsemina miklu frekar sem kynferðislega áreitni heldur en tillitsleysi, ókurteisi eða óþægindi.“ Helgi telur líklegustu skýringuna að baki auknum fjölda vera vitundarvakningu sem megi að stórum hluta rekja til MeToo-hreyfingarinnar. Vakningin hafi leitt til þess að þolendur líti ekki á dónaskapinn sem hvert annað hundsbit heldur sem ólíðandi kynferðislega áreitni. Heimsóknir á klámfengnar síður voru kannaðar. Fjórðungur sagðist hafa gert slíkt síðustu þrjá mánuði. Karlar sem höfðu horft á klám voru tæplega sjöfalt fleiri en konurnar. „Síðast þegar könnunin var gerð var munur milli kynjanna en hann hefur aukist mjög. Það dregur úr notkun kvenna á slíkum miðlum en karlar bæta í,“ segir Helgi. Þá leiddi könnunin einnig í ljós að niðurhal notenda á höfundaréttarvörðu efni dróst saman milli ára. Það rekur Helgi beint til aukins aðgengis að löglegum efnisveitum á borð við Netflix og Spotify. Könnunin var netkönnun unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í maí 2018. Úrtakið var 1.800 manns, átján ára og eldri. Var svarhlutfall 47 prósent. Svörin voru vigtuð til að endurspegla þýðið. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Fleiri upplifa sig sem þolendur netbrota nú en fyrir tveimur árum. Sérstaklega mikill munur sést í tölum um þolendur kynferðislegrar áreitni á netinu. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar afbrotafræðingsins Helga Gunnlaugssonar og Jónasar Orra Jónassonar, sérfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnt var á Þjóðarspeglinum á föstudag. Sambærileg rannsókn var fyrst unnin fyrir tveimur árum. Greindu þá um 13 prósent svarenda frá því að þeir hefðu orðið fyrir netbroti á síðustu þremur mánuðum. Stærstur hluti, um þriðjungur, taldi sig hafa orðið fyrir ærumeiðingum og rúmur fjórðungur upplifað svik í viðskiptum. Tæplega 20 prósent höfðu lent í því að myndum af þeim var dreift án leyfis og 12 prósent brotanna voru kynferðisleg áreitni. Niðurstöður könnunarinnar nú sýna að tæplega einn af hverjum fimm hefur upplifað netbrot undanfarin þrjú ár. Skipting þeirra niður á mismunandi tegundir brota er að stærstum hluta sú sama og fyrir tveimur árum en kynferðisleg áreitni sker sig úr. Einn af hverjum fimm segist nú hafa upplifað slíkt. „Fjölgun netbrota milli ára skýrist fyrst og fremst af þeim fjölda kvenna sem telur sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni,“ segir Helgi Gunnlaugsson. „Ég tel að þolendur kynferðislegrar áreitni, sem nær alltaf eru konur, séu næmari á umhverfi sitt og birtingarmyndir þess frekar en að brotum hafi fjölgað sérstaklega. Þær sjá háttsemina miklu frekar sem kynferðislega áreitni heldur en tillitsleysi, ókurteisi eða óþægindi.“ Helgi telur líklegustu skýringuna að baki auknum fjölda vera vitundarvakningu sem megi að stórum hluta rekja til MeToo-hreyfingarinnar. Vakningin hafi leitt til þess að þolendur líti ekki á dónaskapinn sem hvert annað hundsbit heldur sem ólíðandi kynferðislega áreitni. Heimsóknir á klámfengnar síður voru kannaðar. Fjórðungur sagðist hafa gert slíkt síðustu þrjá mánuði. Karlar sem höfðu horft á klám voru tæplega sjöfalt fleiri en konurnar. „Síðast þegar könnunin var gerð var munur milli kynjanna en hann hefur aukist mjög. Það dregur úr notkun kvenna á slíkum miðlum en karlar bæta í,“ segir Helgi. Þá leiddi könnunin einnig í ljós að niðurhal notenda á höfundaréttarvörðu efni dróst saman milli ára. Það rekur Helgi beint til aukins aðgengis að löglegum efnisveitum á borð við Netflix og Spotify. Könnunin var netkönnun unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í maí 2018. Úrtakið var 1.800 manns, átján ára og eldri. Var svarhlutfall 47 prósent. Svörin voru vigtuð til að endurspegla þýðið.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira