Reglugerðafargan Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. október 2018 08:00 Undanfarin ár hafa forsíður blaðanna reglulega greint frá hrakandi geðheilsu íslenskra ungmenna. Þeim líði almennt verr nú en áður. Að sjálfsvíg séu algengasta dánarorsök ungra karlmanna. Í allri umræðu um geðheilbrigði er gjarnan bent á mikilvægi þess að bjóða þjónustu sálfræðinga og annarra sérfræðinga sem víðast, á heilsugæslustöðvum og í skólum. Það er falleg hugmynd. Raunin er því miður sú að skrifstofur sérfræðinga í hæfilegri fjarlægð frá heimilum allra landsmanna er óraunhæf krafa, líkt og dæmin sanna. Fréttir um brottfall úr framhaldsskólum hérlendis hafa einnig birst með reglulegu millibili. Brottfallið sé tvöfalt meira en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Færa má sterk rök fyrir því að orsakasamhengi sé að finna milli andlegrar heilsu ungmenna og brottfalls þeirra úr skóla. Aðgerða er þörf ef taka skal á vaxandi vanlíðan meðal ungmenna hér á landi. Ein lausn á annars margslungnu vandamáli heitir Kara Connect og er netforrit fyrir sérfræðinga. Þar má finna sérkennara, einkaþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga og næringarfræðinga, svo fátt eitt sé nefnt. Með forritinu getur sálfræðingur í Reykjavík talað við ungan vistmann á Kvíabryggju eða talmeinafræðingur á Akureyri við skólabarn á Egilsstöðum. Hugmyndasmiðurinn að baki forritinu er fyrrverandi stjórnmálamaðurinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Hún lýsti því í viðtali á síðum þessa blaðs síðastliðinn laugardag, að þótt auknum fjármunum væri ráðstafað til barna í vanda, fækkaði þeim ekki sem þyrftu hjálp. Þvert á móti væri þeim að fjölga. Lítið sem ekkert aðgengi væri að faglærðum sérfræðingum og verkfærum til að taka á vandamálunum með reglubundnum hætti. Þrátt fyrir margítrekaðan vilja margra stjórnenda stofnana og sveitarfélaga, í tilfelli Þorbjargar, virðast þeir ekki geta tekið forritið í notkun vegna úrelts reglugerðafargans. Kerfið segir einfaldlega nei. Ungmenni á landsbyggðinni eru í enn verri stöðu en þau sem búa í höfuðborginni. Samkvæmt mannfjöldaspá er fólksfækkun á landsbyggðinni víða viðvarandi. Með því að nýta tæknina væri hægt að samnýta sérfræðinga á milli sveitarfélaga og auðvelda ungmennum það oft þunga skref að sækja sér hjálp. Vandinn er stór og blasir við hverjum sem hann vill sjá – hluti lausnarinnar líka. Samt ætlar hið opinbera að þráast við tímabærum breytingum með úreltar reglugerðir og lagabálka að vopni. Sérfræðiþjónusta á netinu er ekki fáránleg hugmynd, heldur svar við kalli tímans og til þess fallið að bæta líf. Það þarf að breyta þessu áður en kerfið svæfir fleiri góðar hugmyndir. Eina sem þarf er vilji stjórnmálamanna til að greiða götu sjálfsagðra nýjunga. Til hvers höfum við stjórnmálamennina, ef ekki til þess að hrista upp í stöðnuðu bákni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa forsíður blaðanna reglulega greint frá hrakandi geðheilsu íslenskra ungmenna. Þeim líði almennt verr nú en áður. Að sjálfsvíg séu algengasta dánarorsök ungra karlmanna. Í allri umræðu um geðheilbrigði er gjarnan bent á mikilvægi þess að bjóða þjónustu sálfræðinga og annarra sérfræðinga sem víðast, á heilsugæslustöðvum og í skólum. Það er falleg hugmynd. Raunin er því miður sú að skrifstofur sérfræðinga í hæfilegri fjarlægð frá heimilum allra landsmanna er óraunhæf krafa, líkt og dæmin sanna. Fréttir um brottfall úr framhaldsskólum hérlendis hafa einnig birst með reglulegu millibili. Brottfallið sé tvöfalt meira en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Færa má sterk rök fyrir því að orsakasamhengi sé að finna milli andlegrar heilsu ungmenna og brottfalls þeirra úr skóla. Aðgerða er þörf ef taka skal á vaxandi vanlíðan meðal ungmenna hér á landi. Ein lausn á annars margslungnu vandamáli heitir Kara Connect og er netforrit fyrir sérfræðinga. Þar má finna sérkennara, einkaþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga og næringarfræðinga, svo fátt eitt sé nefnt. Með forritinu getur sálfræðingur í Reykjavík talað við ungan vistmann á Kvíabryggju eða talmeinafræðingur á Akureyri við skólabarn á Egilsstöðum. Hugmyndasmiðurinn að baki forritinu er fyrrverandi stjórnmálamaðurinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Hún lýsti því í viðtali á síðum þessa blaðs síðastliðinn laugardag, að þótt auknum fjármunum væri ráðstafað til barna í vanda, fækkaði þeim ekki sem þyrftu hjálp. Þvert á móti væri þeim að fjölga. Lítið sem ekkert aðgengi væri að faglærðum sérfræðingum og verkfærum til að taka á vandamálunum með reglubundnum hætti. Þrátt fyrir margítrekaðan vilja margra stjórnenda stofnana og sveitarfélaga, í tilfelli Þorbjargar, virðast þeir ekki geta tekið forritið í notkun vegna úrelts reglugerðafargans. Kerfið segir einfaldlega nei. Ungmenni á landsbyggðinni eru í enn verri stöðu en þau sem búa í höfuðborginni. Samkvæmt mannfjöldaspá er fólksfækkun á landsbyggðinni víða viðvarandi. Með því að nýta tæknina væri hægt að samnýta sérfræðinga á milli sveitarfélaga og auðvelda ungmennum það oft þunga skref að sækja sér hjálp. Vandinn er stór og blasir við hverjum sem hann vill sjá – hluti lausnarinnar líka. Samt ætlar hið opinbera að þráast við tímabærum breytingum með úreltar reglugerðir og lagabálka að vopni. Sérfræðiþjónusta á netinu er ekki fáránleg hugmynd, heldur svar við kalli tímans og til þess fallið að bæta líf. Það þarf að breyta þessu áður en kerfið svæfir fleiri góðar hugmyndir. Eina sem þarf er vilji stjórnmálamanna til að greiða götu sjálfsagðra nýjunga. Til hvers höfum við stjórnmálamennina, ef ekki til þess að hrista upp í stöðnuðu bákni?
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun