Segir Ísland ekki fyrir viðkvæma eftir að hafa kannað kynlífsvenjur Íslendinga Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2018 09:15 Marina Lakovleva, kannaði kynlífsvenjur Íslendinga. YouTube Ísland er ekki fyrir viðkvæma. Þetta er niðurstaða Marinu Lakovlevu sem kannaði kynlífsvenjur Íslendinga með því að kíkja út á lífið í miðbæ Reykjavíkur. Þar ræddi hún við nokkra Íslendinga um skyndikynnamenninguna hér á landi og tók afraksturinn saman í tólf mínútna myndband sem hún birtir á YouTube.Marina ræddi við ýmsa Íslendinga á förnum vegi og spurði út í stefnumótamenninguna hér á landi.Kynlíf fyrst og spyrja svo Hún komst fljótlega að því að Íslendingar eru ekki eins og Bandaríkjamenn þegar kemur að tilhugalífi. Í Bandaríkjunum þekkist að fara á nokkur stefnumót saman áður en kemur að kynlífi. Á Íslandi hins vegar sé hefðin sú að stunda kynlíf fyrst og spyrja svo. Marina telur neikvæðu hliðina á þessari menningu Íslendinga að þeir sem eru litlir í sér gætu átt erfitt með að sjá manneskju sem þeir eru nýbúnir að sofa hjá slá sér upp með einhverjum öðrum. Það gerist frekar oft að hennar mati á Íslandi því þar búi ekki margir. Hún segir hins vegar að það jákvæða sé að konur séu mun síður kallaðar druslur hér á landi fyrir að sofa hjá. Ísland sé afar frjálslynt land og hér sé ekki verið að eyða tímanum í allt of mikil samskipti áður en að kynlífi kemur. Það gæti vissulega verið jákvætt að einhverju leyti, Íslendingum líki annað hvort við manneskjuna sem þeir sofi hjá eða ekki. Eyði ekki tíma í formi nokkurra stefnumóta í allt ferlið.Marina fær innsýn í stefnumótamenninguna en kynnist líka íslenskri náttúru og venjum.„Þetta er íslenska leiðin“ Marina ræðir við nokkra Íslendinga í þættinum sem sögðu henni að algengt væri að sofa fyrst hjá einhverjum og ákveða síðan að hittast. Þegar hún spurði hvar Íslendingar hittu manneskjur sem þeir vildu sofa hjá voru partíin helst nefnd til sögunnar, allir þekkjast að einhverju leyti og því þurfi ekki mikinn tíma til að kynnast. „Það er íslenska leiðin,“ sagði einn viðmælandinn við Marinu. „Allir gera það og fólk venst því, við höfum ekkert annað val.“ Ein sagði við Marinu að hefðin væri að fara heim ölvuð saman. Ef henni líkaði við manninn þá kannski myndi hún bæta honum við vinalistann á Instagram. Ef ekki, þá yrði bara að hafa það. Var því bætt við að Ísland sé lítið land, allir þekki alla, og því þurfi ekki að hafa fyrir því að fá símanúmer viðkomandi, þú munt hvort sem er hitta hann aftur. Önnur sagði Tinder vera vinsælt á Íslandi fyrir skyndikynlíf. Önnur sagði það draumkennda sýn, úr bandarísku afþreyingarefni, að maður á kaffihúsi biðji um símanúmerið hjá sér. Ef það gerðist á Íslandi myndi hún biðja hann um að koma sér í burtu því hann væri óþægilegur.Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Ísland er ekki fyrir viðkvæma. Þetta er niðurstaða Marinu Lakovlevu sem kannaði kynlífsvenjur Íslendinga með því að kíkja út á lífið í miðbæ Reykjavíkur. Þar ræddi hún við nokkra Íslendinga um skyndikynnamenninguna hér á landi og tók afraksturinn saman í tólf mínútna myndband sem hún birtir á YouTube.Marina ræddi við ýmsa Íslendinga á förnum vegi og spurði út í stefnumótamenninguna hér á landi.Kynlíf fyrst og spyrja svo Hún komst fljótlega að því að Íslendingar eru ekki eins og Bandaríkjamenn þegar kemur að tilhugalífi. Í Bandaríkjunum þekkist að fara á nokkur stefnumót saman áður en kemur að kynlífi. Á Íslandi hins vegar sé hefðin sú að stunda kynlíf fyrst og spyrja svo. Marina telur neikvæðu hliðina á þessari menningu Íslendinga að þeir sem eru litlir í sér gætu átt erfitt með að sjá manneskju sem þeir eru nýbúnir að sofa hjá slá sér upp með einhverjum öðrum. Það gerist frekar oft að hennar mati á Íslandi því þar búi ekki margir. Hún segir hins vegar að það jákvæða sé að konur séu mun síður kallaðar druslur hér á landi fyrir að sofa hjá. Ísland sé afar frjálslynt land og hér sé ekki verið að eyða tímanum í allt of mikil samskipti áður en að kynlífi kemur. Það gæti vissulega verið jákvætt að einhverju leyti, Íslendingum líki annað hvort við manneskjuna sem þeir sofi hjá eða ekki. Eyði ekki tíma í formi nokkurra stefnumóta í allt ferlið.Marina fær innsýn í stefnumótamenninguna en kynnist líka íslenskri náttúru og venjum.„Þetta er íslenska leiðin“ Marina ræðir við nokkra Íslendinga í þættinum sem sögðu henni að algengt væri að sofa fyrst hjá einhverjum og ákveða síðan að hittast. Þegar hún spurði hvar Íslendingar hittu manneskjur sem þeir vildu sofa hjá voru partíin helst nefnd til sögunnar, allir þekkjast að einhverju leyti og því þurfi ekki mikinn tíma til að kynnast. „Það er íslenska leiðin,“ sagði einn viðmælandinn við Marinu. „Allir gera það og fólk venst því, við höfum ekkert annað val.“ Ein sagði við Marinu að hefðin væri að fara heim ölvuð saman. Ef henni líkaði við manninn þá kannski myndi hún bæta honum við vinalistann á Instagram. Ef ekki, þá yrði bara að hafa það. Var því bætt við að Ísland sé lítið land, allir þekki alla, og því þurfi ekki að hafa fyrir því að fá símanúmer viðkomandi, þú munt hvort sem er hitta hann aftur. Önnur sagði Tinder vera vinsælt á Íslandi fyrir skyndikynlíf. Önnur sagði það draumkennda sýn, úr bandarísku afþreyingarefni, að maður á kaffihúsi biðji um símanúmerið hjá sér. Ef það gerðist á Íslandi myndi hún biðja hann um að koma sér í burtu því hann væri óþægilegur.Innslagið má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira