Simmi Vill í meðferð Eiður Þór Árnason skrifar 24. nóvember 2025 21:58 Sigmar Vilhjálmsson rekur meðal annars Minigarðinn í Skútuvogi. Vísir/Vilhelm „Áfengi er hætt að vera gleðigjafi og ég hef notað það sem flóttaleið í stað þess að nálgast það af gleði og hvað þá hófsemi. Flóttaleiðirnar með áfengi hafa verið margvíslegar og engar af þeim leiðum hafa verið farsælar. Það hefur hvorki verið farsælt né heilsusamlegt, og því er þetta skref bæði rétt og tímabært.“ Þetta segir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður, einnig þekktur sem Simmi Vill, og greinir frá því að hann hafi skráð sig í meðferð vegna áfengisvanda. Sjúkdómurinn hafi tekið of mikið pláss í lífinu og haft neikvæð áhrif á samskipti og ákvarðanir síðastliðin tvö ár. „Ég er að deila þessu með ykkur hér til að hlífa mínum nánustu frá því að verða upplýsingafulltrúar mínir næstu 6 vikurnar og vonandi að koma í veg fyrir að það komi fram kjaftasögur um mig sem mitt nánasta fólk sér sig knúið til að leiðrétta,“ segir Sigmar í færslu á Facebook-síðu sinni. Tekur sér hlé frá samfélagsmiðlum „Ég er stoltur af þessari ákvörðun. Hún er tekin fyrir heilsuna mína, mína nánustu og framtíðina,“ bætir Sigmar við. Hann sé þakklátur fyrir allan stuðning. Í myndbandi greinir Sigmar frá því að hann muni ekki vera áberandi á samfélagsmiðlum næstu fimm til sex vikurnar. Þá muni hann einnig taka sér hlé frá gerð hlaðvarpsþátta. Sigmar segist hafa undirbúið þessa ákvörðun í nokkurn tíma „enda orðið tímabært.“ Áfengi hafi verið honum meira til trafala en nokkuð annað. „Í mínu lífi er ég mjög virkur hér á Instagram og ef ég myndi hverfa á braut sporlaust í fimm vikur þá myndi það líklega kalla á fullt af spurningum og jafnvel eitthvað af sögusögnum, guð má vita hvert það leiðir. Þannig að ég er að deila þessu með ykkur hér einfaldlega til að hlífa mínu nánasta fólki frá óþarfa áreiti og ég vona að þið virðið það,“ segir Sigmar í myndbandinu sem hann deilir á samfélagsmiðlum. „Mín neysla var búin að kalla á alls konar slæm samskipti og rangar ákvarðanir sem ég hef einfaldlega ekki pláss fyrir í mínu lífi lengur.“ Að lokum biður hann fólk um að virða friðhelgi einkalífsins. „Þetta hef ég að segja og við sjáumst aftur á nýju ári.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Áfengi Ástin og lífið Tímamót Fíkn Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Baltasar Samper látinn Menning Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Þetta segir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður, einnig þekktur sem Simmi Vill, og greinir frá því að hann hafi skráð sig í meðferð vegna áfengisvanda. Sjúkdómurinn hafi tekið of mikið pláss í lífinu og haft neikvæð áhrif á samskipti og ákvarðanir síðastliðin tvö ár. „Ég er að deila þessu með ykkur hér til að hlífa mínum nánustu frá því að verða upplýsingafulltrúar mínir næstu 6 vikurnar og vonandi að koma í veg fyrir að það komi fram kjaftasögur um mig sem mitt nánasta fólk sér sig knúið til að leiðrétta,“ segir Sigmar í færslu á Facebook-síðu sinni. Tekur sér hlé frá samfélagsmiðlum „Ég er stoltur af þessari ákvörðun. Hún er tekin fyrir heilsuna mína, mína nánustu og framtíðina,“ bætir Sigmar við. Hann sé þakklátur fyrir allan stuðning. Í myndbandi greinir Sigmar frá því að hann muni ekki vera áberandi á samfélagsmiðlum næstu fimm til sex vikurnar. Þá muni hann einnig taka sér hlé frá gerð hlaðvarpsþátta. Sigmar segist hafa undirbúið þessa ákvörðun í nokkurn tíma „enda orðið tímabært.“ Áfengi hafi verið honum meira til trafala en nokkuð annað. „Í mínu lífi er ég mjög virkur hér á Instagram og ef ég myndi hverfa á braut sporlaust í fimm vikur þá myndi það líklega kalla á fullt af spurningum og jafnvel eitthvað af sögusögnum, guð má vita hvert það leiðir. Þannig að ég er að deila þessu með ykkur hér einfaldlega til að hlífa mínu nánasta fólki frá óþarfa áreiti og ég vona að þið virðið það,“ segir Sigmar í myndbandinu sem hann deilir á samfélagsmiðlum. „Mín neysla var búin að kalla á alls konar slæm samskipti og rangar ákvarðanir sem ég hef einfaldlega ekki pláss fyrir í mínu lífi lengur.“ Að lokum biður hann fólk um að virða friðhelgi einkalífsins. „Þetta hef ég að segja og við sjáumst aftur á nýju ári.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Áfengi Ástin og lífið Tímamót Fíkn Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Baltasar Samper látinn Menning Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira