Lífið

Ís­lenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjórir íslenskir kórar héldu hátíðlega tónleika í Kaupmannahöfn í gær.
Fjórir íslenskir kórar héldu hátíðlega tónleika í Kaupmannahöfn í gær. Vísir

Fjórir íslenskir kórar í Kaupmannahöfn héldu í gær jólatónleika í Kristjánsborgarhallarkirkjunni sem Benedikta prinsessa sótti meðal annarra.

Tónleikarnir voru haldnir í samstarfi við íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn en kórarnir sungu íslensk og dönsk jólalög og -sálma í bland. Kvennakórarnir Dóttir og Eyja stigu á stokk í kirkjunni, karlakórinn Hafnarbræður og kammerkórinn Staka.

Kórarnir eru skipaðir Íslendingum sem búsettir eru í Danmörku. Tónleikarnir voru afskaplega vel sóttir og kirkjan stútfull.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.