Eiturlyfjamarkaðurinn sá stöðugasti á Íslandi Sveinn Arnarsson skrifar 20. október 2018 09:00 Um aldamótin kostaði gramm af kókaíni um 25 þúsund krónur. Átján árum síðar kostar það fimmtán þúsund krónur. Fréttablaðið/GVA Verð á helstu fíkniefnum hér á landi hefur verið afar stöðugt það sem af er á þessari öld. Verðið lækkar mjög hægt en örugglega. Ytri hagsveiflur í íslensku efnahagslífi virðast ekki hafa nokkur áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi ef frá er talinn örlítill kippur árið 2008. Verð á kannabis fór hæst í um 5.000 krónur grammið í byrjun árs 2009 en hefur hægt og rólega leitað niður á við síðan þá, eða í rúman áratug. Er svo komið að nú tíu árum eftir hrun er verðið á gramminu komið undir þrjú þúsund krónurnar. Verð á hassi stendur í stað en bæði framboð og eftirspurn þar hefur nánast hrunið enda sinnir innlend framleiðsla kannabis öllum þeim markaði. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir mikið jafnvægi í framboði og eftirspurn. „Þetta er mjög stöðugur markaður þar sem verðið lækkar hægt og rólega. Markaðurinn á þessum efnum lýtur sömu lögmálum um framboð og eftirspurn og það hefur áhrif á verðið,“ segir Arnþór. „Það virðist vera þannig að það er alltaf nóg til af efnum og alltaf einhverjir á hinum endanum sem vilja nota efnin,“ heldur Arnþór áfram. „Það kostar alltaf minna og minna að kaupa þessi efni en það gerði hér áður fyrr, það er bara þannig.“ Sama þróun hefur átt sér stað í verðlagningu amfetamíns og kókaíns. Um aldamótin kostaði grammið af kókaíni hérlendis um 25.000 krónur. Nú, átján árum síðar, kostar grammið um fimmtán þúsund krónur og sama þróun á sér stað í amfetamíni sem hefur lækkað um helming á þessu tímabili. Arnþór segir einnig að SÁÁ sé með verðkannanir á ópíóðum og menn séu að nota þau lyf í meiri mæli. „Einnig liggur það fyrir að fleiri og fleiri þurfa á okkar þjónustu að halda,“ bendir formaður SÁÁ sömuleiðis á. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Verð á helstu fíkniefnum hér á landi hefur verið afar stöðugt það sem af er á þessari öld. Verðið lækkar mjög hægt en örugglega. Ytri hagsveiflur í íslensku efnahagslífi virðast ekki hafa nokkur áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi ef frá er talinn örlítill kippur árið 2008. Verð á kannabis fór hæst í um 5.000 krónur grammið í byrjun árs 2009 en hefur hægt og rólega leitað niður á við síðan þá, eða í rúman áratug. Er svo komið að nú tíu árum eftir hrun er verðið á gramminu komið undir þrjú þúsund krónurnar. Verð á hassi stendur í stað en bæði framboð og eftirspurn þar hefur nánast hrunið enda sinnir innlend framleiðsla kannabis öllum þeim markaði. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir mikið jafnvægi í framboði og eftirspurn. „Þetta er mjög stöðugur markaður þar sem verðið lækkar hægt og rólega. Markaðurinn á þessum efnum lýtur sömu lögmálum um framboð og eftirspurn og það hefur áhrif á verðið,“ segir Arnþór. „Það virðist vera þannig að það er alltaf nóg til af efnum og alltaf einhverjir á hinum endanum sem vilja nota efnin,“ heldur Arnþór áfram. „Það kostar alltaf minna og minna að kaupa þessi efni en það gerði hér áður fyrr, það er bara þannig.“ Sama þróun hefur átt sér stað í verðlagningu amfetamíns og kókaíns. Um aldamótin kostaði grammið af kókaíni hérlendis um 25.000 krónur. Nú, átján árum síðar, kostar grammið um fimmtán þúsund krónur og sama þróun á sér stað í amfetamíni sem hefur lækkað um helming á þessu tímabili. Arnþór segir einnig að SÁÁ sé með verðkannanir á ópíóðum og menn séu að nota þau lyf í meiri mæli. „Einnig liggur það fyrir að fleiri og fleiri þurfa á okkar þjónustu að halda,“ bendir formaður SÁÁ sömuleiðis á.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira