Hefur fengið nóg af fjölmiðlum sem bendla starfskonur við hann í rómantísku samhengi Birgir Olgeirsson skrifar 22. október 2018 13:54 Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne. Vísir/Getty Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne er kominn með nóg af því að slúðurpressan slái því upp að eitthvað sé á milli hans og kvenna sem vinna fyrir hann. Payne þessi er 25 ára gamall og sló fyrst í gegn sem meðlimur strákasveitarinnar One Direction. Sú sveit átti mikilli velgengni að fagna, gaf út fimm plötur og fór í fjórar tónleikaferðir um heiminn ásamt því að vinna til fjölda verðlauna. Meðlimir sveitarinnar ákváðu að gera hlé á störfum sveitarinnar um óákveðinn tíma árið 2016. Payne hefur getið sér gott orð sem framleiðandi undir listamannsnöfnunum Big Payno og Payno og hefur átt nokkurri velgengni að fagna sem sólólistamaður en lagið Strip That Down náði þriðja sæti á breska vinsældalistanum í fyrra. Hann var lengi vel í sambandi með söngkonunni Cheryl Cole og eignuðust þau son saman í fyrra en tilkynntu í júlí síðastliðnum að þau hefðu slitið samvistum.Breska dagblaðið The Daily Mail sló því upp um helgina að Payne hefði sést fara inn á Rosewood hótelið í London í fylgd óþekktrar konu. Payne var ansi ósáttur við þess frétt en hann sagði umrædda konu hluta af starfsliði hans og ekki eiga skilið slíka meðferð. „Er ekki kominn tími á að koma fram við konur af meiri virðingu?“ spyr Payne á Twitter.https://t.co/pK43KBQVJV My team is full of talented, smart professional women. I find it wrong that they are reduced to being linked to me romantically in the press just for simply standing next to me. Isn't it time we treat women with a bit more respect?— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018 Hann segir fjölmiðla hafa gert þetta við hverja einustu konu sem hefur unnið fyrir hann. „Þetta er svo lítillækkandi fyrir þær. Sumar eru í samböndum og þetta flækir starfsumhverfið þegar þetta er gert við þær. Mál að linni,“ skrifar Payne.So far the press have done this with every female member of my staff it's demeaning some are in relationships and it complicates there work environment when they do this to them ... I think it stops here— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne er kominn með nóg af því að slúðurpressan slái því upp að eitthvað sé á milli hans og kvenna sem vinna fyrir hann. Payne þessi er 25 ára gamall og sló fyrst í gegn sem meðlimur strákasveitarinnar One Direction. Sú sveit átti mikilli velgengni að fagna, gaf út fimm plötur og fór í fjórar tónleikaferðir um heiminn ásamt því að vinna til fjölda verðlauna. Meðlimir sveitarinnar ákváðu að gera hlé á störfum sveitarinnar um óákveðinn tíma árið 2016. Payne hefur getið sér gott orð sem framleiðandi undir listamannsnöfnunum Big Payno og Payno og hefur átt nokkurri velgengni að fagna sem sólólistamaður en lagið Strip That Down náði þriðja sæti á breska vinsældalistanum í fyrra. Hann var lengi vel í sambandi með söngkonunni Cheryl Cole og eignuðust þau son saman í fyrra en tilkynntu í júlí síðastliðnum að þau hefðu slitið samvistum.Breska dagblaðið The Daily Mail sló því upp um helgina að Payne hefði sést fara inn á Rosewood hótelið í London í fylgd óþekktrar konu. Payne var ansi ósáttur við þess frétt en hann sagði umrædda konu hluta af starfsliði hans og ekki eiga skilið slíka meðferð. „Er ekki kominn tími á að koma fram við konur af meiri virðingu?“ spyr Payne á Twitter.https://t.co/pK43KBQVJV My team is full of talented, smart professional women. I find it wrong that they are reduced to being linked to me romantically in the press just for simply standing next to me. Isn't it time we treat women with a bit more respect?— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018 Hann segir fjölmiðla hafa gert þetta við hverja einustu konu sem hefur unnið fyrir hann. „Þetta er svo lítillækkandi fyrir þær. Sumar eru í samböndum og þetta flækir starfsumhverfið þegar þetta er gert við þær. Mál að linni,“ skrifar Payne.So far the press have done this with every female member of my staff it's demeaning some are in relationships and it complicates there work environment when they do this to them ... I think it stops here— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018
Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira