Tekur oft lengri tíma að vinna með varnarleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2018 10:00 Guðmundur segir mönnum til á æfingu. Fréttablaðið/Eyþór „Ég hlakka til að takast á við þetta. Við höfðum bara tvær æfingar og þetta er ótrúlega stuttur tími. Það þarf að vinna gríðarlega vel,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Grikklandi í undankeppni EM 2020. Guðmundur leggur mikla áherslu á varnarleikinn að þessu sinni. „Við þurfum að ná varnarleiknum í gang. Það tekur oft lengri tíma að vinna með hann því vörnin er svo mismunandi hjá félagsliðunum sem leikmennirnir leika með. Það er hver með sína útgáfu en liðin eru oft að spila sömu kerfin í sókninni. Það þarf að ná samhæfingu og aðferðafræðinni,“ sagði Guðmundur. „Síðan ég tók við hefur sóknarleikurinn verið mjög góður en varnarleikurinn misjafn. Hann var ekki góður í seinni leiknum gegn Litháen en skárri í þeim fyrri. Við eigum ennþá talsvert í land í varnarleiknum.“ Gríska liðið er ekki hátt skrifað og fyrirfram er það íslenska miklu sigurstranglegra. En Guðmundur hefur aldrei lagt það í vana sinn að vanmeta andstæðinga sína. Hann segist þó aðeins renna blint í sjóinn hvað Grikki varðar. „Það er svolítið erfitt að átta sig á styrkleika þeirra. Liðið þeirra er í mótun og mér finnst ekki auðvelt að segja hvar þeir standa og hvar við stöndum gagnvart þeim. Það er ómögulegt að giska á það. Við þurfum bara að undirbúa okkur vel og vera faglegir í okkar nálgun,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn hefur fylgst vel með gangi mála í Olís-deildinni enda eru sex leikmenn í íslenska hópnum að spila hér á landi. „Ég hef horft mikið á Olís-deildina og það hafa verið margir frábærir leikir. Liðin eru auðvitað missterk. Selfoss hefur staðið sig einna best á meðan lið eins og Haukar og Valur hafa misstigið sig,“ sagði Guðmundur. Þrír landsliðsmenn, Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson og Ágúst Birgisson, voru í eldlínunni þegar Selfoss vann FH, 27-30, í frábærum leik á laugardaginn var. „Haukur og Elvar voru mjög góðir og Ágúst átti einn sinn besta leik í vetur. Hann nýtti færin sín vel og sýndi góða takta,“ sagði Guðmundur að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
„Ég hlakka til að takast á við þetta. Við höfðum bara tvær æfingar og þetta er ótrúlega stuttur tími. Það þarf að vinna gríðarlega vel,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Grikklandi í undankeppni EM 2020. Guðmundur leggur mikla áherslu á varnarleikinn að þessu sinni. „Við þurfum að ná varnarleiknum í gang. Það tekur oft lengri tíma að vinna með hann því vörnin er svo mismunandi hjá félagsliðunum sem leikmennirnir leika með. Það er hver með sína útgáfu en liðin eru oft að spila sömu kerfin í sókninni. Það þarf að ná samhæfingu og aðferðafræðinni,“ sagði Guðmundur. „Síðan ég tók við hefur sóknarleikurinn verið mjög góður en varnarleikurinn misjafn. Hann var ekki góður í seinni leiknum gegn Litháen en skárri í þeim fyrri. Við eigum ennþá talsvert í land í varnarleiknum.“ Gríska liðið er ekki hátt skrifað og fyrirfram er það íslenska miklu sigurstranglegra. En Guðmundur hefur aldrei lagt það í vana sinn að vanmeta andstæðinga sína. Hann segist þó aðeins renna blint í sjóinn hvað Grikki varðar. „Það er svolítið erfitt að átta sig á styrkleika þeirra. Liðið þeirra er í mótun og mér finnst ekki auðvelt að segja hvar þeir standa og hvar við stöndum gagnvart þeim. Það er ómögulegt að giska á það. Við þurfum bara að undirbúa okkur vel og vera faglegir í okkar nálgun,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn hefur fylgst vel með gangi mála í Olís-deildinni enda eru sex leikmenn í íslenska hópnum að spila hér á landi. „Ég hef horft mikið á Olís-deildina og það hafa verið margir frábærir leikir. Liðin eru auðvitað missterk. Selfoss hefur staðið sig einna best á meðan lið eins og Haukar og Valur hafa misstigið sig,“ sagði Guðmundur. Þrír landsliðsmenn, Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson og Ágúst Birgisson, voru í eldlínunni þegar Selfoss vann FH, 27-30, í frábærum leik á laugardaginn var. „Haukur og Elvar voru mjög góðir og Ágúst átti einn sinn besta leik í vetur. Hann nýtti færin sín vel og sýndi góða takta,“ sagði Guðmundur að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira