Svavar hyggst verða heimsmeistari í Tetris Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. október 2018 06:00 Frá viðureign Svavars, sem er lengst til hægri, og Jonasar í átta manna úrslitunum. Svavar ætlar sér að vinna Jonas næst. MYND/MORTEN RIIS SVENDSEN „Stemningin var brjáluð og allt pakkað af fólki. Það voru ótrúlega margir hæfileikaríkir spilarar þarna,“ segir Svavar Gunnar Gunnarsson sem tók um helgina þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Tetris. Keppnin hefur verið haldin árlega í Portland í Bandaríkjunum frá árinu 2010. Tölvuleikurinn Tetris kom fyrst út í Sovétríkjunum sálugu 1984 en í keppninni er stuðst við klassíska útgáfu fyrir Nintendo-tölvu frá 1989. Svavar hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn undanfarin ár en hann er bæði tvöfaldur Danmerkur- og Evrópumeistari í Tetris. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í kennilegri eðlisfræði frá Niels Bohr-stofnuninni við Kaupmannahafnarháskóla 2014. „Það er kannski ekki eitthvað eitt sem gerir mig góðan í Tetris. Ég hef samt alltaf verið fljótur að læra og góður að taka eftir mynstrum. Það er alls konar fólk sem er að keppa á þessum mótum og það hefur mismunandi bakgrunn.“ Svavar segir að allir hafi sennilega spilað Tetris einhvern tímann en sjálfur spilaði hann leikinn sem strákur en tók það ekki mjög alvarlega. „Ég komst djúpt inn í keppnistölvuleikjaspil 2007 þegar ég var að spila Donkey Kong. Ég var orðinn mjög góður en var að leita að einhverju öðru og vissi af þessari miklu keppnismenningu í Tetris.“ Hann segist hafa heillast algjörlega af þessum heimi og var byrjaður að spila á fullu fyrir rúmum sex árum. Keppnin fer þannig fram að tveir keppendur spila saman í útsláttarkeppni. Alls komust 32 í lokakeppnina en mikill fjöldi reyndi að komast að. Svavar komst í átta manna úrslit en andstæðingur hans þar var Jonas Neubauer sem hafði fyrir mótið í ár unnið sjö af þeim átta sem haldin höfðu verið. „Það er einhver ára í kringum hann sem allir finna fyrir. Ég var ekkert stressaður þegar við byrjuðum en svo tók ég eftir því að ég var farinn að spila öðruvísi en ég er vanur. Þannig að ég var kannski pínu stressaður. Ég átti samt góðan séns og ætla að vinna hann á næsta ári.“ Jonas tapaði svo óvænt í úrslitum fyrir hinum 16 ára Joseph Saelee. „Þetta er allt mjög vinalegt. Ég átti gott spjall við alla keppendurna í eftirpartíinu sem var mjög gaman því flestir þarna eru stjörnur fyrir mér. Ég elska samfélagið í kringum þetta og hef eignast marga nýja vini og upplifað margt skemmtilegt. Ég gefst ekki upp fyrr en ég er búinn að vinna þetta mót.“ Leikjavísir Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
„Stemningin var brjáluð og allt pakkað af fólki. Það voru ótrúlega margir hæfileikaríkir spilarar þarna,“ segir Svavar Gunnar Gunnarsson sem tók um helgina þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Tetris. Keppnin hefur verið haldin árlega í Portland í Bandaríkjunum frá árinu 2010. Tölvuleikurinn Tetris kom fyrst út í Sovétríkjunum sálugu 1984 en í keppninni er stuðst við klassíska útgáfu fyrir Nintendo-tölvu frá 1989. Svavar hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn undanfarin ár en hann er bæði tvöfaldur Danmerkur- og Evrópumeistari í Tetris. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í kennilegri eðlisfræði frá Niels Bohr-stofnuninni við Kaupmannahafnarháskóla 2014. „Það er kannski ekki eitthvað eitt sem gerir mig góðan í Tetris. Ég hef samt alltaf verið fljótur að læra og góður að taka eftir mynstrum. Það er alls konar fólk sem er að keppa á þessum mótum og það hefur mismunandi bakgrunn.“ Svavar segir að allir hafi sennilega spilað Tetris einhvern tímann en sjálfur spilaði hann leikinn sem strákur en tók það ekki mjög alvarlega. „Ég komst djúpt inn í keppnistölvuleikjaspil 2007 þegar ég var að spila Donkey Kong. Ég var orðinn mjög góður en var að leita að einhverju öðru og vissi af þessari miklu keppnismenningu í Tetris.“ Hann segist hafa heillast algjörlega af þessum heimi og var byrjaður að spila á fullu fyrir rúmum sex árum. Keppnin fer þannig fram að tveir keppendur spila saman í útsláttarkeppni. Alls komust 32 í lokakeppnina en mikill fjöldi reyndi að komast að. Svavar komst í átta manna úrslit en andstæðingur hans þar var Jonas Neubauer sem hafði fyrir mótið í ár unnið sjö af þeim átta sem haldin höfðu verið. „Það er einhver ára í kringum hann sem allir finna fyrir. Ég var ekkert stressaður þegar við byrjuðum en svo tók ég eftir því að ég var farinn að spila öðruvísi en ég er vanur. Þannig að ég var kannski pínu stressaður. Ég átti samt góðan séns og ætla að vinna hann á næsta ári.“ Jonas tapaði svo óvænt í úrslitum fyrir hinum 16 ára Joseph Saelee. „Þetta er allt mjög vinalegt. Ég átti gott spjall við alla keppendurna í eftirpartíinu sem var mjög gaman því flestir þarna eru stjörnur fyrir mér. Ég elska samfélagið í kringum þetta og hef eignast marga nýja vini og upplifað margt skemmtilegt. Ég gefst ekki upp fyrr en ég er búinn að vinna þetta mót.“
Leikjavísir Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira