Telur Cleveland-búa ekki hafa áttað sig á kostum íslensku flugfélaganna Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2018 13:27 Flugfélögin hafa bæði hætt flugi til Cleveland en Icelandair stefnir á því að byrja aftur með áætlunarferðir þaðan næsta sumar. Vísir/Vilhelm „Ég held að Cleveland-búar hafi ekki áttað sig á því að þetta væri önnur leið til Evrópu. Ég held að þeir verði meðvitaðir um það ef Icelandair verður áfram hér,“ segir framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Cleveland-borgar í Bandaríkjunum þar sem hann tjáir sig um áætlunarferðir íslensku flugfélaganna WOW og Icelandair. Flugfélögin íslensku voru með reglulegar áætlunarferðir frá Hopkins-flugvellinum í Cleveland en WOW Air tilkynnti nýverið að flugfélagið hefði ákveðið að hætta flugi þaðan til Íslands. Icelandair ætlar að gera hlé á áætlunarferðunum yfir vetrartímann en byrja aftur í sumar. Þegar WOW Air og Icelandair hófu flug frá Hopkins voru áætlunarferðirnar til Íslands meðal annars kynntar sem ódýr leið fyrir Cleveland-búa til að komast til Evrópu. Joe Roman, framkvæmdastjóri Greater Cleveland Partnership, segir við News 5 í Cleveland að þegar bæði íslensku flugfélögin voru farin að fljúga frá Hopkins nánast á sama tíma dags, var ljóst að annað hvort þeirra myndi hverfa frá. Líkt og áður segir ætlar Icelandair að hefja aftur áætlunarferðir frá Hopkins-flugvelli til Íslands næsta sumar en Roman hvetur íbúa Cleveland til að nýta sér þjónustu Icelandair. Ekki aðeins til að heimsækja Ísland heldur til að komast til Evrópu og aðra hluti heimsins á ódýran hátt. „Ég held að ekki nógu margir hafi áttað sig á því að þetta verður ekki bara góð leið til að komast til Íslands yfir sumarið, heldur einnig mjög ódýr leið til Evrópu, Tel Aviv og annarra áfangastaða.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir WOW dregur saman seglin vestanhafs Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. 17. október 2018 10:32 Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Ég held að Cleveland-búar hafi ekki áttað sig á því að þetta væri önnur leið til Evrópu. Ég held að þeir verði meðvitaðir um það ef Icelandair verður áfram hér,“ segir framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Cleveland-borgar í Bandaríkjunum þar sem hann tjáir sig um áætlunarferðir íslensku flugfélaganna WOW og Icelandair. Flugfélögin íslensku voru með reglulegar áætlunarferðir frá Hopkins-flugvellinum í Cleveland en WOW Air tilkynnti nýverið að flugfélagið hefði ákveðið að hætta flugi þaðan til Íslands. Icelandair ætlar að gera hlé á áætlunarferðunum yfir vetrartímann en byrja aftur í sumar. Þegar WOW Air og Icelandair hófu flug frá Hopkins voru áætlunarferðirnar til Íslands meðal annars kynntar sem ódýr leið fyrir Cleveland-búa til að komast til Evrópu. Joe Roman, framkvæmdastjóri Greater Cleveland Partnership, segir við News 5 í Cleveland að þegar bæði íslensku flugfélögin voru farin að fljúga frá Hopkins nánast á sama tíma dags, var ljóst að annað hvort þeirra myndi hverfa frá. Líkt og áður segir ætlar Icelandair að hefja aftur áætlunarferðir frá Hopkins-flugvelli til Íslands næsta sumar en Roman hvetur íbúa Cleveland til að nýta sér þjónustu Icelandair. Ekki aðeins til að heimsækja Ísland heldur til að komast til Evrópu og aðra hluti heimsins á ódýran hátt. „Ég held að ekki nógu margir hafi áttað sig á því að þetta verður ekki bara góð leið til að komast til Íslands yfir sumarið, heldur einnig mjög ódýr leið til Evrópu, Tel Aviv og annarra áfangastaða.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir WOW dregur saman seglin vestanhafs Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. 17. október 2018 10:32 Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
WOW dregur saman seglin vestanhafs Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. 17. október 2018 10:32
Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30