Gengu ber að ofan upp Esjuna Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 27. október 2018 20:15 Margeir Steinar Ingólfsson á Esjunni í dag. Vísir/Margeir Margeir Steinar Ingólfsson sem flestir þekkja undir nafninu DJ Margeir gekk í dag ásamt hópi fólks ber að ofan á Esjuna. Hann segir þetta vera hluta af þjálfun sem hann er í og unnið er með ákveðna öndunar tækni. „Þetta er náttúrulega svolítið sturlað. En ég er sem sagt að þjálfa hug og líkama og þar er kuldaþjálfun ákveðinn partur af prógramminu. Við erum að nota aðferðir sem að Hollendingur að nafni Wim Hof hefur þróað og kennt er hjá Primal. Wim Hof er sem sagt maður sem hefur notað öndunar tækni, kulda og staðfestu í að þróa líkama sinn áfram. Hann segir að kuldinn sé sinn varmi vinur,“ segir Margeir.Var kuldaskræfa áður Margeir segir að þessi öndunar tækni stuðli að því að maður þoli kulda miklu betur og hækkar um leið sársaukaþröskuldinn ásamt því að efla ónæmiskerfið og minnka bólgur. „Fyrir nokkrum mánuðum var ég þvílík kuldaskræfa og byrjaði ekki að nota þessa öndunar tækni fyrr en núna í maí og dag var ég að gera þetta að labba upp Esjuna hálfnakinn í frosti og vindbarinn og mér fannst þetta bara furðu lítið mál. Við vorum sirka 20 manns sem lögðum af stað. Við byrjuðum bara á því að hittast og anda og tókum svona fjóra öndunarhringi og svo bara afklæddumst við og lögðum af stað,“ segir Margeir.Frá göngunni í dag.Vísir/MargeirÁkveðin hugarleikfimi Margeir segir að þetta sé ákveðin hugarleikfimi og að lokatakmarkið með þessu sé að ná fullkominni stjórn á huga og líkama. „Þannig að galdurinn er að láta hugann ekki blekkja sig. Ef maður pælir í því þá er maðurinn háþróaðasta skepnan á jörðinni, við gengum um nakin löngu áður en að við lærðum að sauma á okkur hlý föt. Við eigum að þola kulda. Í dag erum við með allt of mikla kyndingu á húsunum okkar og við sækjum í þægindi. Og þá má alveg spyrja sig að því hvort við séum orðin fíklar í þægindi? Þetta er svolítið konseptið að fara lengra með líkamann og leyfa honum svolítið að kljást við erfiðar aðstæður, bæði andlega og líkamlega. Og þá getum við sagt að lokatakmarkið á þessu sé það að ná fullkominni stjórn á huga og líkama,“ segir Margeir. Spurður út í það hvernig honum líði eftir þetta þá var hann nokkuð brattur. „Það er ótrúlega mikil vellíðunartilfinning sem hríslast enn um líkamann og ég get ímyndað mér að ég muni sofa mjög vel í nótt,“ segir Margeir. Esjan Heilsa Reykjavík Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Margeir Steinar Ingólfsson sem flestir þekkja undir nafninu DJ Margeir gekk í dag ásamt hópi fólks ber að ofan á Esjuna. Hann segir þetta vera hluta af þjálfun sem hann er í og unnið er með ákveðna öndunar tækni. „Þetta er náttúrulega svolítið sturlað. En ég er sem sagt að þjálfa hug og líkama og þar er kuldaþjálfun ákveðinn partur af prógramminu. Við erum að nota aðferðir sem að Hollendingur að nafni Wim Hof hefur þróað og kennt er hjá Primal. Wim Hof er sem sagt maður sem hefur notað öndunar tækni, kulda og staðfestu í að þróa líkama sinn áfram. Hann segir að kuldinn sé sinn varmi vinur,“ segir Margeir.Var kuldaskræfa áður Margeir segir að þessi öndunar tækni stuðli að því að maður þoli kulda miklu betur og hækkar um leið sársaukaþröskuldinn ásamt því að efla ónæmiskerfið og minnka bólgur. „Fyrir nokkrum mánuðum var ég þvílík kuldaskræfa og byrjaði ekki að nota þessa öndunar tækni fyrr en núna í maí og dag var ég að gera þetta að labba upp Esjuna hálfnakinn í frosti og vindbarinn og mér fannst þetta bara furðu lítið mál. Við vorum sirka 20 manns sem lögðum af stað. Við byrjuðum bara á því að hittast og anda og tókum svona fjóra öndunarhringi og svo bara afklæddumst við og lögðum af stað,“ segir Margeir.Frá göngunni í dag.Vísir/MargeirÁkveðin hugarleikfimi Margeir segir að þetta sé ákveðin hugarleikfimi og að lokatakmarkið með þessu sé að ná fullkominni stjórn á huga og líkama. „Þannig að galdurinn er að láta hugann ekki blekkja sig. Ef maður pælir í því þá er maðurinn háþróaðasta skepnan á jörðinni, við gengum um nakin löngu áður en að við lærðum að sauma á okkur hlý föt. Við eigum að þola kulda. Í dag erum við með allt of mikla kyndingu á húsunum okkar og við sækjum í þægindi. Og þá má alveg spyrja sig að því hvort við séum orðin fíklar í þægindi? Þetta er svolítið konseptið að fara lengra með líkamann og leyfa honum svolítið að kljást við erfiðar aðstæður, bæði andlega og líkamlega. Og þá getum við sagt að lokatakmarkið á þessu sé það að ná fullkominni stjórn á huga og líkama,“ segir Margeir. Spurður út í það hvernig honum líði eftir þetta þá var hann nokkuð brattur. „Það er ótrúlega mikil vellíðunartilfinning sem hríslast enn um líkamann og ég get ímyndað mér að ég muni sofa mjög vel í nótt,“ segir Margeir.
Esjan Heilsa Reykjavík Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira