Vildi greiða mun minna fyrir hlutinn Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. október 2018 08:00 Íslenska ríkið fór úr hluthafahópi Arion banka í lok febrúarmánaðar þegar Kaupþing, stærsti hluthafi bankans, nýtti kauprétt sinn að 13 prósenta hlut ríkisins. Ríkið sagði við það tækifæri að heildarávinningur þess vegna fjárhagslegra hagsmuna í Arion banka væri metinn á yfir 150 milljarða króna. Fréttablaðið/Stefán Kaupþing hélt því fram í óformlegum viðræðum eignarhaldsfélagsins við Bankasýslu ríkisins á haustmánuðum 2016 að verð á kauprétti þess að 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka ætti að nema um 15,5 milljörðum króna. Endanlegt verð reyndist hins vegar vera ríflega helmingi hærra eða alls 23,4 milljarðar króna þegar Kaupþing nýtti sér kaupréttinn í febrúar síðastliðnum. Í minnisblaði sem Bankasýslan, sem fór með umræddan hlut ríkisins í bankanum, skrifaði Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í febrúar segir að það sé mat stofnunarinnar að hún hafi „staðið vaktina vel“ í viðræðunum við Kaupþing og tryggt „bestu mögulegu útkomuna fyrir ríkissjóð“. Það hafi hún gert meðal annars með því að „andmæla útreikningum og túlkunum“ Kaupþings á kaupréttarverðinu og standa fast á „ströngustu túlkun kaupréttarákvæða“ hluthafasamkomulags frá árinu 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, nýtti sér kaupréttinn í síðari hluta febrúarmánaðar síðastliðins en með kaupunum hvarf ríkið úr hluthafahópi Arion banka. Var það mat Bankasýslunnar að Kaupskil hefði einhliða, ótvíræðan og fortakslausan rétt, samkvæmt áðurnefndu hluthafasamkomulagi, til þess að kaupa hlut ríkisins í bankanum. Í aðdraganda kaupanna var hins vegar hart deilt um hvert verðið á kaupréttinum ætti að vera, að því er fram kemur í minnisblöðum sem Bankasýslan skrifaði fjármálaráðherra fyrr á þessu ári og Markaðurinn fékk afhent frá ráðuneyti hans á grundvelli upplýsingalaga. Samkvæmt hluthafasamkomulagi ríkisins, Kaupþings og Arion banka, sem skrifað var undir í september árið 2009, átti verð umrædds kaupréttar að miðast við að hlutafjárframlag ríkisins í bankanum bæri ávöxtun sem jafngilti fjármagnskostnaði ríkissjóðs af um 9,9 milljarða króna framlagi að viðbættu fimm prósenta álagi á því tímabili sem ríkið var eigandi að hlut í bankanum.Féllst á túlkun Bankasýslunnar Rakið er í minnisblaði Bankasýslunnar dagsettu 14. febrúar að Kaupþing hafi í október árið 2016 hafið óformlegar viðræður við stofnunina um nýtingu kaupréttarins og lagt fram útreikning á verði kaupréttarins sem samsvaraði 15,5 milljörðum króna. Bankasýslan taldi hins vegar á þeim tíma að verðið ætti að vera 20 milljarðar króna. Var það mat Bankasýslunnar að miða ætti upphaf samningstímans við 18. október 2008, þegar ríkissjóður skráði sig fyrir öllu ógreiddu hlutafé í Arion banka, en ekki 8. janúar 2010, þegar bankinn var endurfjármagnaður, eins og Kaupþing hélt fram. Þá hafnaði Bankasýslan jafnframt þeirri túlkun Kaupþings að til frádráttar kaupréttarverðinu ætti að koma sérstök 6,5 milljarða króna arðgreiðsla Arion banka til ríkisins en rök stofnunarinnar voru þau að ríkissjóður hefði verið eigandi bankans frá stofnun hans og að umrædd arðgreiðsla hefði því einfaldlega verið endurgreiðsla á fjármagnskostnaði ríkisins. Til viðbótar taldi Bankasýslan að við útreikning á lengd samningstímans ætti að miða við svokallaða vaxtadagareglu í stað dagareglu. Segir Bankasýslan að Kaupþing hafi að lokum samþykkt túlkun stofnunarinnar að þessu leyti.Jón Gunnar Jónsson, forstjóri BankasýslunnarTekið er fram í minnisblaði stofnunarinnar, sem er dagsett 15. janúar síðastliðinn, að fulltrúi Kaupþings hafi óskað eftir því við Bankasýsluna þann 3. janúar að efnt yrði að nýju til óformlegra viðræðna um nýtingu kaupréttarins. Í þeim viðræðum miðuðu útreikningar Kaupþings við að kaupréttarverðið væri 22,1 milljarður króna en mat Bankasýslunnar var að verðið ætti að nema 23 milljörðum króna. Stafaði mismunurinn af því að Kaupþing taldi að „framtíðarvirði arðgreiðslna“, eins og það er orðað í minnisblaðinu, ætti að koma til frádráttar kaupverðinu en ekki nafnvirði arðgreiðslnanna, líkt og Bankasýslan taldi að væri í samræmi við hluthafasamkomulagið samkvæmt orðanna hljóðan. Mánuði síðar, í minnisblaðinu frá 14. febrúar, tók Bankasýslan fram að svo virtist sem enginn ágreiningur væri lengur á milli stofnunarinnar og Kaupþings um útreikning kaupréttarverðsins.Átta milljarða mismunur Fimm dögum síðar lagði Bankasýslan til við fjármálaráðherra að ríkið seldi 13 prósenta hlut sinn í Arion banka til Kaupskila á grunni kaupréttarins. Gengið var endanlega frá kaupunum 26. febrúar og nam kaupverðið 23,4 milljörðum króna. Er það átta milljörðum króna hærra verð en upphaflegar hugmyndir Kaupþings, sem viðraðar voru haustið 2016, miðuðu við. Bankasýslan taldi að ávöxtun ríkisins af hlutafjárframlagi sínu í Arion banka hefði verið afar góð, bæði með tilliti til vaxta og áhættuálags, en í því sambandi benti hún á að árleg meðalnafnávöxtun ríkisins af framlaginu hefði, allt frá árinu 2008, verið um 10,8 prósent. Kaupréttarverðið samsvaraði genginu 0,8 sinnum bókfært virði eigin fjár bankans eins og það var í lok síðasta árs. Í minnisblaðinu segja fulltrúar Bankasýslunnar að í samtölum sínum við alþjóðlega fjárfestingarbanka hafi „ekkert komið fram sem bendir til þess að verðmæti hlutabréfa í íslenskum bönkum verði hærra sem margfeldi af eigin fé hluthafa en það sem kaupréttarverðið samsvarar“.Gagnrýni Bankasýslunnar hafði áhrif Ítrekaðar athugasemdir Bankasýslu ríkisins við nokkur mál sem viðkomu starfsemi Arion banka, þar á meðal sölu á hlut bankans í Bakkavör og áform hans um að greiða bréf í Valitor út í arð til hluthafa, áttu þátt í því að Kaupskil ákváðu að nýta sér kauprétt að 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum. Þetta herma heimildir Markaðarins. Í kjölfar kaupanna hvarf ríkið úr hluthafahópi bankans. Fram kemur í minnisblaði sem Bankasýslan skrifaði fjármálaráðherra um miðjan febrúar síðastliðinn, áður en Kaupskil ákváðu að nýta réttinn, að andstaða stofnunarinnar við hugmyndir meirihluta hluthafa Arion banka um að greiða bréf í Valitor sem arð sé einn af þeim þáttum sem ráði því hvort Kaupskil nýti réttinn. Erfitt sé fyrir hluthafana að grípa til arðgreiðslunnar á meðan ríkið sé enn hluthafi með neitunarvald. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Kaupþing hélt því fram í óformlegum viðræðum eignarhaldsfélagsins við Bankasýslu ríkisins á haustmánuðum 2016 að verð á kauprétti þess að 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka ætti að nema um 15,5 milljörðum króna. Endanlegt verð reyndist hins vegar vera ríflega helmingi hærra eða alls 23,4 milljarðar króna þegar Kaupþing nýtti sér kaupréttinn í febrúar síðastliðnum. Í minnisblaði sem Bankasýslan, sem fór með umræddan hlut ríkisins í bankanum, skrifaði Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í febrúar segir að það sé mat stofnunarinnar að hún hafi „staðið vaktina vel“ í viðræðunum við Kaupþing og tryggt „bestu mögulegu útkomuna fyrir ríkissjóð“. Það hafi hún gert meðal annars með því að „andmæla útreikningum og túlkunum“ Kaupþings á kaupréttarverðinu og standa fast á „ströngustu túlkun kaupréttarákvæða“ hluthafasamkomulags frá árinu 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, nýtti sér kaupréttinn í síðari hluta febrúarmánaðar síðastliðins en með kaupunum hvarf ríkið úr hluthafahópi Arion banka. Var það mat Bankasýslunnar að Kaupskil hefði einhliða, ótvíræðan og fortakslausan rétt, samkvæmt áðurnefndu hluthafasamkomulagi, til þess að kaupa hlut ríkisins í bankanum. Í aðdraganda kaupanna var hins vegar hart deilt um hvert verðið á kaupréttinum ætti að vera, að því er fram kemur í minnisblöðum sem Bankasýslan skrifaði fjármálaráðherra fyrr á þessu ári og Markaðurinn fékk afhent frá ráðuneyti hans á grundvelli upplýsingalaga. Samkvæmt hluthafasamkomulagi ríkisins, Kaupþings og Arion banka, sem skrifað var undir í september árið 2009, átti verð umrædds kaupréttar að miðast við að hlutafjárframlag ríkisins í bankanum bæri ávöxtun sem jafngilti fjármagnskostnaði ríkissjóðs af um 9,9 milljarða króna framlagi að viðbættu fimm prósenta álagi á því tímabili sem ríkið var eigandi að hlut í bankanum.Féllst á túlkun Bankasýslunnar Rakið er í minnisblaði Bankasýslunnar dagsettu 14. febrúar að Kaupþing hafi í október árið 2016 hafið óformlegar viðræður við stofnunina um nýtingu kaupréttarins og lagt fram útreikning á verði kaupréttarins sem samsvaraði 15,5 milljörðum króna. Bankasýslan taldi hins vegar á þeim tíma að verðið ætti að vera 20 milljarðar króna. Var það mat Bankasýslunnar að miða ætti upphaf samningstímans við 18. október 2008, þegar ríkissjóður skráði sig fyrir öllu ógreiddu hlutafé í Arion banka, en ekki 8. janúar 2010, þegar bankinn var endurfjármagnaður, eins og Kaupþing hélt fram. Þá hafnaði Bankasýslan jafnframt þeirri túlkun Kaupþings að til frádráttar kaupréttarverðinu ætti að koma sérstök 6,5 milljarða króna arðgreiðsla Arion banka til ríkisins en rök stofnunarinnar voru þau að ríkissjóður hefði verið eigandi bankans frá stofnun hans og að umrædd arðgreiðsla hefði því einfaldlega verið endurgreiðsla á fjármagnskostnaði ríkisins. Til viðbótar taldi Bankasýslan að við útreikning á lengd samningstímans ætti að miða við svokallaða vaxtadagareglu í stað dagareglu. Segir Bankasýslan að Kaupþing hafi að lokum samþykkt túlkun stofnunarinnar að þessu leyti.Jón Gunnar Jónsson, forstjóri BankasýslunnarTekið er fram í minnisblaði stofnunarinnar, sem er dagsett 15. janúar síðastliðinn, að fulltrúi Kaupþings hafi óskað eftir því við Bankasýsluna þann 3. janúar að efnt yrði að nýju til óformlegra viðræðna um nýtingu kaupréttarins. Í þeim viðræðum miðuðu útreikningar Kaupþings við að kaupréttarverðið væri 22,1 milljarður króna en mat Bankasýslunnar var að verðið ætti að nema 23 milljörðum króna. Stafaði mismunurinn af því að Kaupþing taldi að „framtíðarvirði arðgreiðslna“, eins og það er orðað í minnisblaðinu, ætti að koma til frádráttar kaupverðinu en ekki nafnvirði arðgreiðslnanna, líkt og Bankasýslan taldi að væri í samræmi við hluthafasamkomulagið samkvæmt orðanna hljóðan. Mánuði síðar, í minnisblaðinu frá 14. febrúar, tók Bankasýslan fram að svo virtist sem enginn ágreiningur væri lengur á milli stofnunarinnar og Kaupþings um útreikning kaupréttarverðsins.Átta milljarða mismunur Fimm dögum síðar lagði Bankasýslan til við fjármálaráðherra að ríkið seldi 13 prósenta hlut sinn í Arion banka til Kaupskila á grunni kaupréttarins. Gengið var endanlega frá kaupunum 26. febrúar og nam kaupverðið 23,4 milljörðum króna. Er það átta milljörðum króna hærra verð en upphaflegar hugmyndir Kaupþings, sem viðraðar voru haustið 2016, miðuðu við. Bankasýslan taldi að ávöxtun ríkisins af hlutafjárframlagi sínu í Arion banka hefði verið afar góð, bæði með tilliti til vaxta og áhættuálags, en í því sambandi benti hún á að árleg meðalnafnávöxtun ríkisins af framlaginu hefði, allt frá árinu 2008, verið um 10,8 prósent. Kaupréttarverðið samsvaraði genginu 0,8 sinnum bókfært virði eigin fjár bankans eins og það var í lok síðasta árs. Í minnisblaðinu segja fulltrúar Bankasýslunnar að í samtölum sínum við alþjóðlega fjárfestingarbanka hafi „ekkert komið fram sem bendir til þess að verðmæti hlutabréfa í íslenskum bönkum verði hærra sem margfeldi af eigin fé hluthafa en það sem kaupréttarverðið samsvarar“.Gagnrýni Bankasýslunnar hafði áhrif Ítrekaðar athugasemdir Bankasýslu ríkisins við nokkur mál sem viðkomu starfsemi Arion banka, þar á meðal sölu á hlut bankans í Bakkavör og áform hans um að greiða bréf í Valitor út í arð til hluthafa, áttu þátt í því að Kaupskil ákváðu að nýta sér kauprétt að 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum. Þetta herma heimildir Markaðarins. Í kjölfar kaupanna hvarf ríkið úr hluthafahópi bankans. Fram kemur í minnisblaði sem Bankasýslan skrifaði fjármálaráðherra um miðjan febrúar síðastliðinn, áður en Kaupskil ákváðu að nýta réttinn, að andstaða stofnunarinnar við hugmyndir meirihluta hluthafa Arion banka um að greiða bréf í Valitor sem arð sé einn af þeim þáttum sem ráði því hvort Kaupskil nýti réttinn. Erfitt sé fyrir hluthafana að grípa til arðgreiðslunnar á meðan ríkið sé enn hluthafi með neitunarvald.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira