Sprengjuárásin í Manchester: Starfsmenn FBI uppvísir að misferli vegna upplýsinga sem lekið var í NY-Times Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 23:30 Stúlka í Manchester þann 22. maí 2018, ári eftir að árásin var framin. Getty/Leon Neal Fjórir starfsmenn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hafa orðið uppvísir að misferli við meðhöndlun háleynilegra gagna í tengslum við hryðjuverkaárásina í Manchester í fyrra. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vegum bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Myndum og öðrum sönnungargögnum, sem breska lögreglan hafði safnað saman í kjölfar árásarinnar, var lekið í bandaríska fjölmiðla. Bandaríska dagblaðið New York Times birti fyrst umræddar myndir sem sýndi m.a. brak úr sprengingunni og blóð úr fórnarlömbum árásarinnar. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir óánægju sinni við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna málsins á sínum tíma.Sjá einnig: Lögregla í Manchester lokar á BandaríkinGreint er frá niðurstöðu rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins á gagnalekanum á vef breska dagblaðsins The Guardian. Þar kemur fram enn sé ekki ljóst hver hafi komið umræddum gögnum í hendur blaðamanna New York Times. Fjórir starfsmenn FBI hafa þó gerst sekir um misferli við meðhöndlun gagnanna, en þvertaka allir fyrir að hafa sent dagblaðinu umræddar upplýsingar. Tveir starfsmannanna fjögurra áframsendu tölvupóst með gögnunum, sem um þúsund starfsmenn FBI fengu sendan frá breskum lögregluyfirvöldum, á persónuleg tölvupóstföng sín. Þriðji starfsmaðurinn áframsendi tölvupóstinn til embættismanns hjá erlendum lögregluyfirvöldum en hafði ekki heimild til slíkrar sendingar. Sá fjórði gerði tilraun til að áframsenda póstinn á persónulegt netfang sitt. Þá kemur einnig fram í rannsókninni að gögnin hafi verið send fjölmörgum bandarískum stofnunum til viðbótar við FBI. Því sé ekki fullvíst að alríkislögreglan hafi lekið umræddum upplýsingum. 23 létust og 59 særðust í sjálfsmorðssprengjuárásinni sem gerð var á Manchester Arena skömmu eftir tónleika bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande þann 22. maí í fyrra. Fjölmörg börn voru á meðal hinna látnu. Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. 19. ágúst 2018 18:08 Klæddist bol með myndum af fórnarlömbunum Söngkonan Katy Perry var í sérstöku dressi til heiðurs fórnarlömbunum í Manchester á góðgerðatónleikunum um helgina. 6. júní 2017 13:30 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Theresa May minntist þeirra sem fórust í árásinni í Manchester Sagði árásina viðurstyggilegan heigulshátt. 22. maí 2018 23:49 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Fjórir starfsmenn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hafa orðið uppvísir að misferli við meðhöndlun háleynilegra gagna í tengslum við hryðjuverkaárásina í Manchester í fyrra. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vegum bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Myndum og öðrum sönnungargögnum, sem breska lögreglan hafði safnað saman í kjölfar árásarinnar, var lekið í bandaríska fjölmiðla. Bandaríska dagblaðið New York Times birti fyrst umræddar myndir sem sýndi m.a. brak úr sprengingunni og blóð úr fórnarlömbum árásarinnar. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir óánægju sinni við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna málsins á sínum tíma.Sjá einnig: Lögregla í Manchester lokar á BandaríkinGreint er frá niðurstöðu rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins á gagnalekanum á vef breska dagblaðsins The Guardian. Þar kemur fram enn sé ekki ljóst hver hafi komið umræddum gögnum í hendur blaðamanna New York Times. Fjórir starfsmenn FBI hafa þó gerst sekir um misferli við meðhöndlun gagnanna, en þvertaka allir fyrir að hafa sent dagblaðinu umræddar upplýsingar. Tveir starfsmannanna fjögurra áframsendu tölvupóst með gögnunum, sem um þúsund starfsmenn FBI fengu sendan frá breskum lögregluyfirvöldum, á persónuleg tölvupóstföng sín. Þriðji starfsmaðurinn áframsendi tölvupóstinn til embættismanns hjá erlendum lögregluyfirvöldum en hafði ekki heimild til slíkrar sendingar. Sá fjórði gerði tilraun til að áframsenda póstinn á persónulegt netfang sitt. Þá kemur einnig fram í rannsókninni að gögnin hafi verið send fjölmörgum bandarískum stofnunum til viðbótar við FBI. Því sé ekki fullvíst að alríkislögreglan hafi lekið umræddum upplýsingum. 23 létust og 59 særðust í sjálfsmorðssprengjuárásinni sem gerð var á Manchester Arena skömmu eftir tónleika bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande þann 22. maí í fyrra. Fjölmörg börn voru á meðal hinna látnu.
Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. 19. ágúst 2018 18:08 Klæddist bol með myndum af fórnarlömbunum Söngkonan Katy Perry var í sérstöku dressi til heiðurs fórnarlömbunum í Manchester á góðgerðatónleikunum um helgina. 6. júní 2017 13:30 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Theresa May minntist þeirra sem fórust í árásinni í Manchester Sagði árásina viðurstyggilegan heigulshátt. 22. maí 2018 23:49 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. 19. ágúst 2018 18:08
Klæddist bol með myndum af fórnarlömbunum Söngkonan Katy Perry var í sérstöku dressi til heiðurs fórnarlömbunum í Manchester á góðgerðatónleikunum um helgina. 6. júní 2017 13:30
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53
Theresa May minntist þeirra sem fórust í árásinni í Manchester Sagði árásina viðurstyggilegan heigulshátt. 22. maí 2018 23:49