Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. október 2018 07:30 SGS leggur áherslu á hækkun lægstu launa og setur fram kröfur um aðgerðir stjórnvalda. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Kjarasamningar eru auðvitað á milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda en við höfum sagt að við séum reiðubúin til þess að liðka fyrir þeim. Þarna eru á ferðinni kröfur frá einu félagi og fleiri eiga eftir að koma með sínar kröfur þannig að heildarmyndin liggur ekki fyrir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um kröfugerð Starfsgreinasambandsins (SGS) gagnvart stjórnvöldum vegna komandi kjaraviðræðna. Katrín segir að margar af áherslunum sem fram komi hjá SGS rími við það sem stjórnvöld hafi verið að gera. „Þarna er töluverð áhersla lögð á skatt- og bótakerfið og þær áherslur ríma að einhverju leyti við aðgerðir okkar sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu. Þar er hægt að nefna hækkun barnabóta fyrir þá tekjulægstu og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu.“ Þá hafi stjórnvöld boðað heildarendurskoðun á skatt- og bótakerfinu og samspili þeirra. „Svo leggur Starfsgreinasambandið áherslu á lagalegt umhverfi vinnumarkaðarins. Það er sömuleiðis eitthvað sem við höfum þegar gripið til aðgerða vegna. Félagsmálaráðherra hefur tekið þessi mál upp á sína arma og farið í samráð við aðila vinnumarkaðar um hvað þurfi að gera.“ Katrín segir að húsnæðismálin hafi verið lykilþáttur við gerð síðustu samninga og stjórnvöld séu áfram opin fyrir því samtali. „Ég get líka nefnt kostnaðarþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Það rímar við það sem við erum að gera og sést meðal annars í fjármálaáætlun.“ Eins og fram hefur komið eru helstu kröfur SGS gagnvart atvinnurekendum hækkun lægstu launa í 425 þúsund á mánuði við lok samningsins og að almennar hækkanir verði krónutöluhækkanir. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri kjötvinnslufyrirtækisins Norðlenska á Akureyri, segir ekki raunhæft að fyrirtæki geti staðið undir mikilli viðbótaraukningu á kaupmætti launafólks. Gerist það verði afleiðingarnar fyrir samfélagið ekki endilega góðar. Störf gæti tapast þar sem of dýrt verði að framleiða vörur hér. „Launakostnaður er mjög hár í okkar geira og launahlutfallið hjá fyrirtæki eins og okkar sem á í samkeppni við erlenda vöru hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár. Nú er svo komið, og ég held það eigi við um mörg fyrirtæki, að samkeppnishæfnin hefur skerst mjög mikið og aukinn launakostnaður er stór þáttur í því sem hefur rýrt hana.“ Hann segist að sama skapi vilja launþegum allt það besta en hlutirnir þurfi að ganga upp. „Fólk á að geta lifað mannsæmandi lífi af laununum sínum. Kaupmáttaraukningin hefur verið mjög mikil en að svo stöddu er ekki hægt að ganga lengra.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
„Kjarasamningar eru auðvitað á milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda en við höfum sagt að við séum reiðubúin til þess að liðka fyrir þeim. Þarna eru á ferðinni kröfur frá einu félagi og fleiri eiga eftir að koma með sínar kröfur þannig að heildarmyndin liggur ekki fyrir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um kröfugerð Starfsgreinasambandsins (SGS) gagnvart stjórnvöldum vegna komandi kjaraviðræðna. Katrín segir að margar af áherslunum sem fram komi hjá SGS rími við það sem stjórnvöld hafi verið að gera. „Þarna er töluverð áhersla lögð á skatt- og bótakerfið og þær áherslur ríma að einhverju leyti við aðgerðir okkar sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu. Þar er hægt að nefna hækkun barnabóta fyrir þá tekjulægstu og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu.“ Þá hafi stjórnvöld boðað heildarendurskoðun á skatt- og bótakerfinu og samspili þeirra. „Svo leggur Starfsgreinasambandið áherslu á lagalegt umhverfi vinnumarkaðarins. Það er sömuleiðis eitthvað sem við höfum þegar gripið til aðgerða vegna. Félagsmálaráðherra hefur tekið þessi mál upp á sína arma og farið í samráð við aðila vinnumarkaðar um hvað þurfi að gera.“ Katrín segir að húsnæðismálin hafi verið lykilþáttur við gerð síðustu samninga og stjórnvöld séu áfram opin fyrir því samtali. „Ég get líka nefnt kostnaðarþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Það rímar við það sem við erum að gera og sést meðal annars í fjármálaáætlun.“ Eins og fram hefur komið eru helstu kröfur SGS gagnvart atvinnurekendum hækkun lægstu launa í 425 þúsund á mánuði við lok samningsins og að almennar hækkanir verði krónutöluhækkanir. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri kjötvinnslufyrirtækisins Norðlenska á Akureyri, segir ekki raunhæft að fyrirtæki geti staðið undir mikilli viðbótaraukningu á kaupmætti launafólks. Gerist það verði afleiðingarnar fyrir samfélagið ekki endilega góðar. Störf gæti tapast þar sem of dýrt verði að framleiða vörur hér. „Launakostnaður er mjög hár í okkar geira og launahlutfallið hjá fyrirtæki eins og okkar sem á í samkeppni við erlenda vöru hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár. Nú er svo komið, og ég held það eigi við um mörg fyrirtæki, að samkeppnishæfnin hefur skerst mjög mikið og aukinn launakostnaður er stór þáttur í því sem hefur rýrt hana.“ Hann segist að sama skapi vilja launþegum allt það besta en hlutirnir þurfi að ganga upp. „Fólk á að geta lifað mannsæmandi lífi af laununum sínum. Kaupmáttaraukningin hefur verið mjög mikil en að svo stöddu er ekki hægt að ganga lengra.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira