Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. október 2018 07:30 SGS leggur áherslu á hækkun lægstu launa og setur fram kröfur um aðgerðir stjórnvalda. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Kjarasamningar eru auðvitað á milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda en við höfum sagt að við séum reiðubúin til þess að liðka fyrir þeim. Þarna eru á ferðinni kröfur frá einu félagi og fleiri eiga eftir að koma með sínar kröfur þannig að heildarmyndin liggur ekki fyrir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um kröfugerð Starfsgreinasambandsins (SGS) gagnvart stjórnvöldum vegna komandi kjaraviðræðna. Katrín segir að margar af áherslunum sem fram komi hjá SGS rími við það sem stjórnvöld hafi verið að gera. „Þarna er töluverð áhersla lögð á skatt- og bótakerfið og þær áherslur ríma að einhverju leyti við aðgerðir okkar sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu. Þar er hægt að nefna hækkun barnabóta fyrir þá tekjulægstu og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu.“ Þá hafi stjórnvöld boðað heildarendurskoðun á skatt- og bótakerfinu og samspili þeirra. „Svo leggur Starfsgreinasambandið áherslu á lagalegt umhverfi vinnumarkaðarins. Það er sömuleiðis eitthvað sem við höfum þegar gripið til aðgerða vegna. Félagsmálaráðherra hefur tekið þessi mál upp á sína arma og farið í samráð við aðila vinnumarkaðar um hvað þurfi að gera.“ Katrín segir að húsnæðismálin hafi verið lykilþáttur við gerð síðustu samninga og stjórnvöld séu áfram opin fyrir því samtali. „Ég get líka nefnt kostnaðarþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Það rímar við það sem við erum að gera og sést meðal annars í fjármálaáætlun.“ Eins og fram hefur komið eru helstu kröfur SGS gagnvart atvinnurekendum hækkun lægstu launa í 425 þúsund á mánuði við lok samningsins og að almennar hækkanir verði krónutöluhækkanir. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri kjötvinnslufyrirtækisins Norðlenska á Akureyri, segir ekki raunhæft að fyrirtæki geti staðið undir mikilli viðbótaraukningu á kaupmætti launafólks. Gerist það verði afleiðingarnar fyrir samfélagið ekki endilega góðar. Störf gæti tapast þar sem of dýrt verði að framleiða vörur hér. „Launakostnaður er mjög hár í okkar geira og launahlutfallið hjá fyrirtæki eins og okkar sem á í samkeppni við erlenda vöru hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár. Nú er svo komið, og ég held það eigi við um mörg fyrirtæki, að samkeppnishæfnin hefur skerst mjög mikið og aukinn launakostnaður er stór þáttur í því sem hefur rýrt hana.“ Hann segist að sama skapi vilja launþegum allt það besta en hlutirnir þurfi að ganga upp. „Fólk á að geta lifað mannsæmandi lífi af laununum sínum. Kaupmáttaraukningin hefur verið mjög mikil en að svo stöddu er ekki hægt að ganga lengra.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
„Kjarasamningar eru auðvitað á milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda en við höfum sagt að við séum reiðubúin til þess að liðka fyrir þeim. Þarna eru á ferðinni kröfur frá einu félagi og fleiri eiga eftir að koma með sínar kröfur þannig að heildarmyndin liggur ekki fyrir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um kröfugerð Starfsgreinasambandsins (SGS) gagnvart stjórnvöldum vegna komandi kjaraviðræðna. Katrín segir að margar af áherslunum sem fram komi hjá SGS rími við það sem stjórnvöld hafi verið að gera. „Þarna er töluverð áhersla lögð á skatt- og bótakerfið og þær áherslur ríma að einhverju leyti við aðgerðir okkar sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu. Þar er hægt að nefna hækkun barnabóta fyrir þá tekjulægstu og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu.“ Þá hafi stjórnvöld boðað heildarendurskoðun á skatt- og bótakerfinu og samspili þeirra. „Svo leggur Starfsgreinasambandið áherslu á lagalegt umhverfi vinnumarkaðarins. Það er sömuleiðis eitthvað sem við höfum þegar gripið til aðgerða vegna. Félagsmálaráðherra hefur tekið þessi mál upp á sína arma og farið í samráð við aðila vinnumarkaðar um hvað þurfi að gera.“ Katrín segir að húsnæðismálin hafi verið lykilþáttur við gerð síðustu samninga og stjórnvöld séu áfram opin fyrir því samtali. „Ég get líka nefnt kostnaðarþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Það rímar við það sem við erum að gera og sést meðal annars í fjármálaáætlun.“ Eins og fram hefur komið eru helstu kröfur SGS gagnvart atvinnurekendum hækkun lægstu launa í 425 þúsund á mánuði við lok samningsins og að almennar hækkanir verði krónutöluhækkanir. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri kjötvinnslufyrirtækisins Norðlenska á Akureyri, segir ekki raunhæft að fyrirtæki geti staðið undir mikilli viðbótaraukningu á kaupmætti launafólks. Gerist það verði afleiðingarnar fyrir samfélagið ekki endilega góðar. Störf gæti tapast þar sem of dýrt verði að framleiða vörur hér. „Launakostnaður er mjög hár í okkar geira og launahlutfallið hjá fyrirtæki eins og okkar sem á í samkeppni við erlenda vöru hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár. Nú er svo komið, og ég held það eigi við um mörg fyrirtæki, að samkeppnishæfnin hefur skerst mjög mikið og aukinn launakostnaður er stór þáttur í því sem hefur rýrt hana.“ Hann segist að sama skapi vilja launþegum allt það besta en hlutirnir þurfi að ganga upp. „Fólk á að geta lifað mannsæmandi lífi af laununum sínum. Kaupmáttaraukningin hefur verið mjög mikil en að svo stöddu er ekki hægt að ganga lengra.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira