Ósátt við að jarðstrengur verði ónýttur Sveinn Arnarsson skrifar 13. október 2018 08:45 Vestfirðingar furða sig á því að þurfa að bíða í fimm ár til að geta tekið tilbúinn jarðstreng í Dýrafjarðargöngum í notkun. Fréttablaðið/Pjetur Óánægju gætir á Vestfjörðum með áætlun Landsnets um að taka í notkun jarðstreng í gegnum Dýrafjarðargöng fimm árum eftir að hann hefur verið lagður í jörð. Gísli Eiríksson verkfræðingur vekur máls á þessu í pistli sínum á vef Bæjarins besta og skorar á Landsnet að hefjast þegar handa þannig að tenging verði virk árið 2020. Landsnet segir nokkrar ástæður liggja að baki því að jarðstrengurinn verði ekki tekinn strax í notkun. „Það er með ólíkindum að strengurinn verði ekki tekinn í notkun um leið og hann er tilbúinn til notkunar. Á meðan þurfum við að búa við ótryggt ástand þegar kemur að afhendingaröryggi raforku. Við erum undrandi á þessum áformum og skorum á Landsnet að breyta afstöðu sinni,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfjarða. Dýrafjarðargöng munu liggja á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og koma í stað núverandi vegar yfir Hrafnseyrarheiði og rjúfa þannig vetrareinangrun norðanverðs Arnarfjarðar. Vestfjarðavegur mun styttast um 27,4 kílómetra. Samhliða á að leggja jarðstreng í gegnum göngin til að auka afhendingaröryggi í fjórðungnum. Raforkuöryggi á svæðinu er það minnsta á Íslandi. Framkvæmdum lýkur 2020. Strengurinn verður ekki tekinn í notkun fyrr en fimm árum síðar. Jarðstrengur í Dýrafjarðargöngum leysir af veðurfarslega erfiðan kafla flutningslínu Breiðadalslínu 1 um Flatafjall. Athugasemd barst frá Vestfjörðum vegna málsins: „Óskað er að þessu verkefni verði hraðað þannig að úrbætur í flutningskerfi nýtist strax og þær liggja fyrir.“ Landsnet segir hins vegar að þeir ætli ekki í málið fyrr en að afskriftartíma Breiðadalslínu 1 lýkur 2025. „Breiðadalslína 1 er frá árinu 1975 og er því 42 ára gömul, en hlutar hennar yngri. Afskriftartími loftlína er 50 ár. Það eru nokkrar meginástæður fyrir því að ekki stendur til að taka jarðstrenginn í notkun um leið og jarðgöngin á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verða tilbúin,“ segir í svari Landsnets. „Sú fyrsta snýr að ástæðu þess að ráðist var í verkefnið á þessum tímapunkti. Hún er eingöngu sú að nýta þann glugga sem opnaðist við framkvæmd Vegagerðarinnar við jarðgöngin, en verkefnið hefði annars ekki verið á áætlun Landsnets á þessum tímapunkti.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Óánægju gætir á Vestfjörðum með áætlun Landsnets um að taka í notkun jarðstreng í gegnum Dýrafjarðargöng fimm árum eftir að hann hefur verið lagður í jörð. Gísli Eiríksson verkfræðingur vekur máls á þessu í pistli sínum á vef Bæjarins besta og skorar á Landsnet að hefjast þegar handa þannig að tenging verði virk árið 2020. Landsnet segir nokkrar ástæður liggja að baki því að jarðstrengurinn verði ekki tekinn strax í notkun. „Það er með ólíkindum að strengurinn verði ekki tekinn í notkun um leið og hann er tilbúinn til notkunar. Á meðan þurfum við að búa við ótryggt ástand þegar kemur að afhendingaröryggi raforku. Við erum undrandi á þessum áformum og skorum á Landsnet að breyta afstöðu sinni,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfjarða. Dýrafjarðargöng munu liggja á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og koma í stað núverandi vegar yfir Hrafnseyrarheiði og rjúfa þannig vetrareinangrun norðanverðs Arnarfjarðar. Vestfjarðavegur mun styttast um 27,4 kílómetra. Samhliða á að leggja jarðstreng í gegnum göngin til að auka afhendingaröryggi í fjórðungnum. Raforkuöryggi á svæðinu er það minnsta á Íslandi. Framkvæmdum lýkur 2020. Strengurinn verður ekki tekinn í notkun fyrr en fimm árum síðar. Jarðstrengur í Dýrafjarðargöngum leysir af veðurfarslega erfiðan kafla flutningslínu Breiðadalslínu 1 um Flatafjall. Athugasemd barst frá Vestfjörðum vegna málsins: „Óskað er að þessu verkefni verði hraðað þannig að úrbætur í flutningskerfi nýtist strax og þær liggja fyrir.“ Landsnet segir hins vegar að þeir ætli ekki í málið fyrr en að afskriftartíma Breiðadalslínu 1 lýkur 2025. „Breiðadalslína 1 er frá árinu 1975 og er því 42 ára gömul, en hlutar hennar yngri. Afskriftartími loftlína er 50 ár. Það eru nokkrar meginástæður fyrir því að ekki stendur til að taka jarðstrenginn í notkun um leið og jarðgöngin á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verða tilbúin,“ segir í svari Landsnets. „Sú fyrsta snýr að ástæðu þess að ráðist var í verkefnið á þessum tímapunkti. Hún er eingöngu sú að nýta þann glugga sem opnaðist við framkvæmd Vegagerðarinnar við jarðgöngin, en verkefnið hefði annars ekki verið á áætlun Landsnets á þessum tímapunkti.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira