Ekki þurfi áætlun til að framfylgja áætlun Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 18. október 2018 08:30 Eftir að hópurinn skilaði áætluni í fyrrahaust var hún fjármögnuð fyrir kosningarnar í kjölfarið Fréttablaðið/Eyþór Samráðshópur var skipaður af innanríkisráðherra árið 2016 til þess að smíða aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. María Rut Kristinsdóttir var formaður hópsins. Hún segist ánægð með þá vinnu sem þar var unnin og vona að hægt verði að koma umræddri áætlun í framkvæmd sem fyrst. „Fyrst og fremst er ég mjög stolt af þessu verkefni sem vannst afar vel á sínum tíma. Við tryggðum víðtækt samráð við alla helstu aðila í bæði kerfinu og þessum geira,“ segir María Rut. „Samtalið milli kerfa; lögreglu, ákæruvaldsins, dómstóla, neyðarmóttöku og réttargæslumanna, skilaði sér í alls konar umbótum sem eru síður áþreifanlegar en bæta engu að síður verklag innan kerfisins sem er vel. Umbæturnar voru meðal annars þær að stytta boðleiðir og megináherslan var lögð á að stytta þennan málsmeðferðartíma sem er alltof langur. Við vissum nákvæmlega hver verkefnin væru. Það sem var mest aðkallandi var að fjölga rannsóknarlögreglumönnum og ákærendum á þessu sviði og skerpa á verklagi á landsvísu.“ Margt af þessu segir María Rut að sé ekki flókið að framkvæma, til að mynda að það yrðu í framhaldinu myndaðir „ad-hoc“ hópar um til dæmis réttarstöðu brotaþola og fleiri álitamál sem hópurinn tók þó ekki beint afstöðu til í áætluninni. Stóra myndin væri sú að þarna væru alls konar minni mál sem væri hægt að ráðast í og klára auðveldlega. Og það væri svolítið í höndunum á viðeigandi stofnunum auk eftirfylgni af hálfu stjórnvalda. Eftir að hópurinn skilaði áætluninni í fyrrahaust var hún fjármögnuð fyrir kosningarnar í kjölfarið. María Rut fór síðan í önnur verkefni en segist treysta því góða fólki sem í kerfinu vinnur til að leiða áætlunina áfram. „Að því sögðu þá er eitt að búa til áætlun og næsta skref er að framfylgja henni. Það sem vakti furðu mína var að um þetta verkefni var stofnaður annar starfshópur og verkefnið fært yfir í forsætisráðuneytið. Ég vona að þetta tefji ekki fyrir að hlutirnir komist í gang. Það þarf ekki að búa til áætlanir til þess að framfylgja áætlunum. Nóg er til af greiningum og skýrslum. Við erum öll sammála um að þetta sé mikilvægt málefni, þvert á flokka, og þetta má ekki verða pólitískt bitbein innan ríkisstjórnarinnar. En ég hlakka til að sjá vinnuna og fylgist með hvort það fari ekki að koma eitthvað út úr þessu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Samráðshópur var skipaður af innanríkisráðherra árið 2016 til þess að smíða aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. María Rut Kristinsdóttir var formaður hópsins. Hún segist ánægð með þá vinnu sem þar var unnin og vona að hægt verði að koma umræddri áætlun í framkvæmd sem fyrst. „Fyrst og fremst er ég mjög stolt af þessu verkefni sem vannst afar vel á sínum tíma. Við tryggðum víðtækt samráð við alla helstu aðila í bæði kerfinu og þessum geira,“ segir María Rut. „Samtalið milli kerfa; lögreglu, ákæruvaldsins, dómstóla, neyðarmóttöku og réttargæslumanna, skilaði sér í alls konar umbótum sem eru síður áþreifanlegar en bæta engu að síður verklag innan kerfisins sem er vel. Umbæturnar voru meðal annars þær að stytta boðleiðir og megináherslan var lögð á að stytta þennan málsmeðferðartíma sem er alltof langur. Við vissum nákvæmlega hver verkefnin væru. Það sem var mest aðkallandi var að fjölga rannsóknarlögreglumönnum og ákærendum á þessu sviði og skerpa á verklagi á landsvísu.“ Margt af þessu segir María Rut að sé ekki flókið að framkvæma, til að mynda að það yrðu í framhaldinu myndaðir „ad-hoc“ hópar um til dæmis réttarstöðu brotaþola og fleiri álitamál sem hópurinn tók þó ekki beint afstöðu til í áætluninni. Stóra myndin væri sú að þarna væru alls konar minni mál sem væri hægt að ráðast í og klára auðveldlega. Og það væri svolítið í höndunum á viðeigandi stofnunum auk eftirfylgni af hálfu stjórnvalda. Eftir að hópurinn skilaði áætluninni í fyrrahaust var hún fjármögnuð fyrir kosningarnar í kjölfarið. María Rut fór síðan í önnur verkefni en segist treysta því góða fólki sem í kerfinu vinnur til að leiða áætlunina áfram. „Að því sögðu þá er eitt að búa til áætlun og næsta skref er að framfylgja henni. Það sem vakti furðu mína var að um þetta verkefni var stofnaður annar starfshópur og verkefnið fært yfir í forsætisráðuneytið. Ég vona að þetta tefji ekki fyrir að hlutirnir komist í gang. Það þarf ekki að búa til áætlanir til þess að framfylgja áætlunum. Nóg er til af greiningum og skýrslum. Við erum öll sammála um að þetta sé mikilvægt málefni, þvert á flokka, og þetta má ekki verða pólitískt bitbein innan ríkisstjórnarinnar. En ég hlakka til að sjá vinnuna og fylgist með hvort það fari ekki að koma eitthvað út úr þessu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira