Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörum Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. október 2018 07:00 Stelpurnar fengu eldhúsið í Dunkin' Donuts fyrir baksturinn. mynd/ella holt Það sem átti að vera krúttleg hugmynd að fjáröflun fyrir meistarahóp Gróttu í fimleikum hefur heldur betur undið upp á sig. „Mér datt í hug að auðvelda fólki jólaundirbúninginn og selja sörur. Við héldum að við myndum kannski ná að selja nokkur hundruð stykki en nú hafa verið pantaðar rúmlega tíu þúsund sörur,“ segir Ella Holt sem er móðir stúlku í hópnum. Fimleikastelpurnar sem eru á aldrinum 13 til 18 ára eru að safna sér fyrir keppnisferð til Bandaríkjanna í febrúar og svo er stefnan sett á ferð til Möltu næsta sumar. Ella auglýsti á Facebook-síðum íbúa í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi og eins og fyrr greinir voru viðbrögðin gríðarleg. „Við vildum byrja á að auglýsa þetta á Facebook og ætluðum svo í rólegheitum að fara að selja vinum og ættingjum. Við þorum varla að gera það nú til að geta staðið við allar pantanirnar.“ Hún segir þó að allar pantanir verði afgreiddar en enn er tekið á móti pöntunum. Um síðustu helgi gerði hópurinn sér lítið fyrir og bakaði rúmlega fimm þúsund sörur. „Við erum svo heppin að hafa fengið mikla aðstoð. Forstjóri Basko þar sem ég vinn lánaði okkur eldhús Dunkin’ Donuts en þetta er ekkert sem maður framkvæmir í eldhúsinu heima.“ Að auki hafa Mjólkursamsalan, Nathan og Olsen og Freyja styrkt sörubaksturinn. Ella segir að uppskriftin komi frá henni og sé samansafn úr ýmsum uppskriftum sem hún hafi fundið á netinu. Sörurnar eru seldar á 100 krónur stykkið sem Ella segir að sé eðlilegt verð á þessum markaði. „Við ákváðum að taka þetta skrefinu lengra og afhendum sörurnar í gjafaumbúðum. Við eigum enn eftir að pakka inn en þar næsta helgi verður vinnuhelgi. Þetta er æðislegt hópefli bæði fyrir stelpurnar og foreldrana.“ Ella borðar ekki sykur og þar með ekki sörur en segir aðra á heimilinu sennilega verða komna með nóg áður en langt um líður. „Dóttir mín sem er tólf ára segist vona að hún geti enn þá borðað sörur þegar jólin koma.“ Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Það sem átti að vera krúttleg hugmynd að fjáröflun fyrir meistarahóp Gróttu í fimleikum hefur heldur betur undið upp á sig. „Mér datt í hug að auðvelda fólki jólaundirbúninginn og selja sörur. Við héldum að við myndum kannski ná að selja nokkur hundruð stykki en nú hafa verið pantaðar rúmlega tíu þúsund sörur,“ segir Ella Holt sem er móðir stúlku í hópnum. Fimleikastelpurnar sem eru á aldrinum 13 til 18 ára eru að safna sér fyrir keppnisferð til Bandaríkjanna í febrúar og svo er stefnan sett á ferð til Möltu næsta sumar. Ella auglýsti á Facebook-síðum íbúa í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi og eins og fyrr greinir voru viðbrögðin gríðarleg. „Við vildum byrja á að auglýsa þetta á Facebook og ætluðum svo í rólegheitum að fara að selja vinum og ættingjum. Við þorum varla að gera það nú til að geta staðið við allar pantanirnar.“ Hún segir þó að allar pantanir verði afgreiddar en enn er tekið á móti pöntunum. Um síðustu helgi gerði hópurinn sér lítið fyrir og bakaði rúmlega fimm þúsund sörur. „Við erum svo heppin að hafa fengið mikla aðstoð. Forstjóri Basko þar sem ég vinn lánaði okkur eldhús Dunkin’ Donuts en þetta er ekkert sem maður framkvæmir í eldhúsinu heima.“ Að auki hafa Mjólkursamsalan, Nathan og Olsen og Freyja styrkt sörubaksturinn. Ella segir að uppskriftin komi frá henni og sé samansafn úr ýmsum uppskriftum sem hún hafi fundið á netinu. Sörurnar eru seldar á 100 krónur stykkið sem Ella segir að sé eðlilegt verð á þessum markaði. „Við ákváðum að taka þetta skrefinu lengra og afhendum sörurnar í gjafaumbúðum. Við eigum enn eftir að pakka inn en þar næsta helgi verður vinnuhelgi. Þetta er æðislegt hópefli bæði fyrir stelpurnar og foreldrana.“ Ella borðar ekki sykur og þar með ekki sörur en segir aðra á heimilinu sennilega verða komna með nóg áður en langt um líður. „Dóttir mín sem er tólf ára segist vona að hún geti enn þá borðað sörur þegar jólin koma.“
Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira