Að fá að kveðja Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 1. október 2018 07:00 Svo að segja hver einstaklingur verður einhvern tíma á lífsleiðinni vitni að því að einhver honum nákominn veikist svo alvarlega að öllum er ljóst að ekkert bíður hans nema dauðinn. Sjálfur sér sjúklingurinn ekki lengur tilgang með lífi sínu, enda hefur það ekki lengur upp á neitt annað að bjóða en kvöl. Hann vill ekki lifa í því ástandi sem hann er í og er reiðubúinn að kveðja þetta líf. Til þess þarf hann aðstoð. Þá aðstoð ætti að veita honum en ekki synja honum um hana. Dánaraðstoð og líknardauði eru viðkvæm mál hér á landi, en um þau þarf þó að ræða. Því er gott til þess að vita að nokkrir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um dánaraðstoð, en þetta er í þriðja sinn sem slík tillaga er lögð fram á Alþingi. Þingmennirnir, sem leggja fram þessa þingsályktunartillögu, eru varkárir því þeir segja hana ekki fela í sér afstöðu til þess hvort breyta eigi lögum hérlendis. Tilgangur þeirra með henni er að treysta grundvöll umræðu um viðkvæmt mál, sem er gott. Það má þó líka spyrja af hverju þeir gangi ekki einfaldlega alla leið og taki afstöðu með því að lögum sé breytt á þann veg að dánaraðstoð sé heimiluð. Vissulega er það viðurkennt í samtíma okkar að einstaklingur eigi að ráða yfir líkama sínum. Það er hins vegar verulega hæpið, jafnvel alrangt, að halda því fram að einstaklingur ráði yfir líkama sínum þegar hann er sviptur þeim rétti þegar veikindi herja á og þjáningin tekur völdin. Þá er einstaklingnum ætlað að tóra þar til líkaminn gefur sig algjörlega. Einstaklingur sem umfram allt vill lifa og deyja með reisn hlýtur að hafa rétt á því að segja: Nú finnst mér nóg komið. Ég vil kveðja þetta líf. Hér á landi er starfandi félagið Lífsvirðing en eitt af markmiðum þess er að til verði löggjöf um dánaraðstoð. Þar er sérstaklega tekið fram að dánaraðstoð með skýrum skilyrðum teljist til mannréttinda. Það er ástæða til að taka rösklega undir þau orð. Fyrir nokkrum árum lét Siðmennt gera skoðanakönnun þar sem þátttakendur voru meðal annars spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir því að einstaklingur gæti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt ef hann væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Niðurstaðan var sú að 75 prósent aðspurðra voru mjög eða frekar hlynnt því. Samkvæmt þessu virðist sem fólk eigi afar auðvelt með að setja sig í spor einstaklings sem er dauðvona og þjáist og finnst að þar eigi dánaraðstoð að vera möguleiki. Vonandi fer að líða að því að menn treysti sér til að breyta löggjöf þannig að þar verði dánaraðstoð heimiluð. Þannig er sjálfsagður réttur einstaklings yfir líkama sínum tryggður. Málefnið er vissulega viðkvæmt og margir eru líklegir til að setja sig upp á móti því og tína til alls kyns rök. Því verður þó ekki á móti mælt að ómannúðlegt er að horfa upp á dauðvona einstakling þjást, manneskju sem þráir ekkert heitar en að fá að kveðja lífið með reisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Dánaraðstoð Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Svo að segja hver einstaklingur verður einhvern tíma á lífsleiðinni vitni að því að einhver honum nákominn veikist svo alvarlega að öllum er ljóst að ekkert bíður hans nema dauðinn. Sjálfur sér sjúklingurinn ekki lengur tilgang með lífi sínu, enda hefur það ekki lengur upp á neitt annað að bjóða en kvöl. Hann vill ekki lifa í því ástandi sem hann er í og er reiðubúinn að kveðja þetta líf. Til þess þarf hann aðstoð. Þá aðstoð ætti að veita honum en ekki synja honum um hana. Dánaraðstoð og líknardauði eru viðkvæm mál hér á landi, en um þau þarf þó að ræða. Því er gott til þess að vita að nokkrir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um dánaraðstoð, en þetta er í þriðja sinn sem slík tillaga er lögð fram á Alþingi. Þingmennirnir, sem leggja fram þessa þingsályktunartillögu, eru varkárir því þeir segja hana ekki fela í sér afstöðu til þess hvort breyta eigi lögum hérlendis. Tilgangur þeirra með henni er að treysta grundvöll umræðu um viðkvæmt mál, sem er gott. Það má þó líka spyrja af hverju þeir gangi ekki einfaldlega alla leið og taki afstöðu með því að lögum sé breytt á þann veg að dánaraðstoð sé heimiluð. Vissulega er það viðurkennt í samtíma okkar að einstaklingur eigi að ráða yfir líkama sínum. Það er hins vegar verulega hæpið, jafnvel alrangt, að halda því fram að einstaklingur ráði yfir líkama sínum þegar hann er sviptur þeim rétti þegar veikindi herja á og þjáningin tekur völdin. Þá er einstaklingnum ætlað að tóra þar til líkaminn gefur sig algjörlega. Einstaklingur sem umfram allt vill lifa og deyja með reisn hlýtur að hafa rétt á því að segja: Nú finnst mér nóg komið. Ég vil kveðja þetta líf. Hér á landi er starfandi félagið Lífsvirðing en eitt af markmiðum þess er að til verði löggjöf um dánaraðstoð. Þar er sérstaklega tekið fram að dánaraðstoð með skýrum skilyrðum teljist til mannréttinda. Það er ástæða til að taka rösklega undir þau orð. Fyrir nokkrum árum lét Siðmennt gera skoðanakönnun þar sem þátttakendur voru meðal annars spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir því að einstaklingur gæti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt ef hann væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Niðurstaðan var sú að 75 prósent aðspurðra voru mjög eða frekar hlynnt því. Samkvæmt þessu virðist sem fólk eigi afar auðvelt með að setja sig í spor einstaklings sem er dauðvona og þjáist og finnst að þar eigi dánaraðstoð að vera möguleiki. Vonandi fer að líða að því að menn treysti sér til að breyta löggjöf þannig að þar verði dánaraðstoð heimiluð. Þannig er sjálfsagður réttur einstaklings yfir líkama sínum tryggður. Málefnið er vissulega viðkvæmt og margir eru líklegir til að setja sig upp á móti því og tína til alls kyns rök. Því verður þó ekki á móti mælt að ómannúðlegt er að horfa upp á dauðvona einstakling þjást, manneskju sem þráir ekkert heitar en að fá að kveðja lífið með reisn.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun