Elísabet nálgast endamarkið í eyðimörkinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2018 08:50 Elísabet er þaulreyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum. fréttablaðið/stefán Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, nálgast nú óðfluga endamarkið í Góbí-eyðimerkurhlaupinu sem hún tekur þátt í þessa dagana. Um er að ræða 400 kílómetra langa leið í gegnum Góbí-eyðimörkina og þarf að ljúka hlaupinu á 150 klukkustundum, eða rúmlega sex sólarhringum. Í nýrri færslu á Facebook-síðu Elísabetar segir að hún sé nú búin að hlaupa alls 354 kílómetra og þá séu ekki eftir nema um 50 kílómetrar, eða sem samsvarar einum Laugavegi, vinsælli gönguleið uppi á hálendinu. Elísabet er þaulreyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fiji. Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún reynir við núna sem er eitt erfiðasta hlaup í heimi. Í færslunni á Facebook segir að framundan sé síðasti dagur Elísabetar í eyðimörkinni. Hún hafi varla stoppað á hvíldarstöðum en hún er búin að vera að í þrjá sólarhringa, 15 klukkutíma og 41 mínútur. Greinilegt sé að henni líði vel og að hún njóti þess að nálgast endamarkið í eyðimerkursólinni. Elísabet er í níunda sæti í hlaupinu og fremst kvenna en af fimmtíu þátttakendum eru sjö konur. Hún er fyrst Íslendinga til þess að reyna við hlaupið í Góbí-eyðimörkinni en hún lagði af stað með það markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hlaupa 100 kílómetra á sólarhring. Allt útlit er fyrir að henni takist það.Viðbót klukkan 10:47 Elísabet nálgast endamarkið og á nú 30 kílómetra eftir. Hún er í eyðimerkurlandslagi þar sem veðrið hljóðar upp á sand og rok. Hún er komin með blöðru sem veldur henni sársauka. „Er ótrúlega einbeitt og er komin á tímastöð CP29/369km. Það styttist í markið en það getur margt gerst á næstu 30km. Hún þarf á öllum góðum straumum að halda og allar kveðjur hjálpa henni með hvert skref í átt að markinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu hennar. Gobi er átta klukkustundum á undan Íslandi. Hún spyr hvaða lag hún eigi að spila í endamarkinu? Hlaup Tengdar fréttir Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. 30. september 2018 16:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, nálgast nú óðfluga endamarkið í Góbí-eyðimerkurhlaupinu sem hún tekur þátt í þessa dagana. Um er að ræða 400 kílómetra langa leið í gegnum Góbí-eyðimörkina og þarf að ljúka hlaupinu á 150 klukkustundum, eða rúmlega sex sólarhringum. Í nýrri færslu á Facebook-síðu Elísabetar segir að hún sé nú búin að hlaupa alls 354 kílómetra og þá séu ekki eftir nema um 50 kílómetrar, eða sem samsvarar einum Laugavegi, vinsælli gönguleið uppi á hálendinu. Elísabet er þaulreyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fiji. Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún reynir við núna sem er eitt erfiðasta hlaup í heimi. Í færslunni á Facebook segir að framundan sé síðasti dagur Elísabetar í eyðimörkinni. Hún hafi varla stoppað á hvíldarstöðum en hún er búin að vera að í þrjá sólarhringa, 15 klukkutíma og 41 mínútur. Greinilegt sé að henni líði vel og að hún njóti þess að nálgast endamarkið í eyðimerkursólinni. Elísabet er í níunda sæti í hlaupinu og fremst kvenna en af fimmtíu þátttakendum eru sjö konur. Hún er fyrst Íslendinga til þess að reyna við hlaupið í Góbí-eyðimörkinni en hún lagði af stað með það markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hlaupa 100 kílómetra á sólarhring. Allt útlit er fyrir að henni takist það.Viðbót klukkan 10:47 Elísabet nálgast endamarkið og á nú 30 kílómetra eftir. Hún er í eyðimerkurlandslagi þar sem veðrið hljóðar upp á sand og rok. Hún er komin með blöðru sem veldur henni sársauka. „Er ótrúlega einbeitt og er komin á tímastöð CP29/369km. Það styttist í markið en það getur margt gerst á næstu 30km. Hún þarf á öllum góðum straumum að halda og allar kveðjur hjálpa henni með hvert skref í átt að markinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu hennar. Gobi er átta klukkustundum á undan Íslandi. Hún spyr hvaða lag hún eigi að spila í endamarkinu?
Hlaup Tengdar fréttir Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. 30. september 2018 16:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. 30. september 2018 16:16