Ívar: Kannski óraunhæft að spá heimaleikjarétti en ætlum í úrslitakeppnina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. október 2018 15:00 Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka. Vísir/Bára Haukar urðu deildarmeistarar í Domino's deild karla á síðasta tímabili. Eftir miklar mannabreytingar í sumar er deildarmeisturunum spáð áttunda sæti af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni. „Mér finnst þessi spá alveg raunhæf, áttunda sæti. Við ætlum okkur náttúrulega að sína að við erum betri en það og ég tel að við séum með fínan hóp,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, á kynningarfundi KKÍ í dag þar sem spáin var kynnt. „Við erum með þrjá stráka sem voru að spila með landsliðinu núna í sumar og við erum með einn af efnilegustu leikmönnum deildarinnar og fleiri öfluga leikmenn.“ „Ég held að við verðum ofar þrátt fyrir að hafa misst fjóra leikmenn sem eru í landsliðsklassa og eru mikill missir. En ég tel að það sem við búum að í Haukum er nóg af efnivið.“ Haukar urðu fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Kári Jónsson fór út til Barcelona, Finnur Atli Magnússon fylgdi Helenu Sverrisdóttur til Ungverjalands, Breki Gylfason fór til Bandaríkjanna í nám og fyrirliði liðsins Emil Barja gekk til liðs við Íslandsmeistara KR. Kristinn Marinósson snéri aftur heim úr ÍR og Daði Lár Jónsson kom úr Keflavík. Marques Oliver og Hilmar Smári Henningsson yfirgáfu Þór Akureyri sem féll í vor og eru komnir á Ásvelli og Slóveninn Matic Macek samdi við deildarmeistarana. „Við vissum að við myndum missa stráka út, en við erum með fullt af ungum strákum. Við höfum verið að spila ágætlega á undirbúningstímabilinu, það mun taka smá tíma að binda liðið saman en ég held að við eigum eftir að verða mun betri en menn halda.“ Hverjar eru væntingar Ívars á tímabilinu? „Við ætlum okkur í úrslitakeppni, það er á hreinu.“ „Við stefnum á að reyna við heimarétt en ég held það verði mjög erfitt og kannski frekar óraunhæft að vera með þá spá fyrir okkur. En ég held það væri ásættanlegt ef við náum að berjast um fimmta, sjötta sætið og það er það sem við erum að stefna að.“ „Það eru háleit markmið en ég held að við getum það alveg og við verðum svo bara tilbúnir þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Haukar hefja leik í Domino's deildinni á útivelli gegn Val á fimmtudagskvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsending klukkan 19:05. Dominos-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira
Haukar urðu deildarmeistarar í Domino's deild karla á síðasta tímabili. Eftir miklar mannabreytingar í sumar er deildarmeisturunum spáð áttunda sæti af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni. „Mér finnst þessi spá alveg raunhæf, áttunda sæti. Við ætlum okkur náttúrulega að sína að við erum betri en það og ég tel að við séum með fínan hóp,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, á kynningarfundi KKÍ í dag þar sem spáin var kynnt. „Við erum með þrjá stráka sem voru að spila með landsliðinu núna í sumar og við erum með einn af efnilegustu leikmönnum deildarinnar og fleiri öfluga leikmenn.“ „Ég held að við verðum ofar þrátt fyrir að hafa misst fjóra leikmenn sem eru í landsliðsklassa og eru mikill missir. En ég tel að það sem við búum að í Haukum er nóg af efnivið.“ Haukar urðu fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Kári Jónsson fór út til Barcelona, Finnur Atli Magnússon fylgdi Helenu Sverrisdóttur til Ungverjalands, Breki Gylfason fór til Bandaríkjanna í nám og fyrirliði liðsins Emil Barja gekk til liðs við Íslandsmeistara KR. Kristinn Marinósson snéri aftur heim úr ÍR og Daði Lár Jónsson kom úr Keflavík. Marques Oliver og Hilmar Smári Henningsson yfirgáfu Þór Akureyri sem féll í vor og eru komnir á Ásvelli og Slóveninn Matic Macek samdi við deildarmeistarana. „Við vissum að við myndum missa stráka út, en við erum með fullt af ungum strákum. Við höfum verið að spila ágætlega á undirbúningstímabilinu, það mun taka smá tíma að binda liðið saman en ég held að við eigum eftir að verða mun betri en menn halda.“ Hverjar eru væntingar Ívars á tímabilinu? „Við ætlum okkur í úrslitakeppni, það er á hreinu.“ „Við stefnum á að reyna við heimarétt en ég held það verði mjög erfitt og kannski frekar óraunhæft að vera með þá spá fyrir okkur. En ég held það væri ásættanlegt ef við náum að berjast um fimmta, sjötta sætið og það er það sem við erum að stefna að.“ „Það eru háleit markmið en ég held að við getum það alveg og við verðum svo bara tilbúnir þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Haukar hefja leik í Domino's deildinni á útivelli gegn Val á fimmtudagskvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsending klukkan 19:05.
Dominos-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira