Fanginn sem mótaði líf sitt eftir Scarface handtekinn eftir fangelsisflótta á þyrlu Birgir Olgeirsson skrifar 3. október 2018 08:05 Félagar Faïd tóku þyrlukennara gíslingu og létu hann sækja Faïd. Vísir/EPA Lögreglan í Frakklandi hefur handsamað Rédoine Faïd sem braust út úr fangelsi í júlí síðastliðnum. Faïd naut aðstoðar við fangelsisflóttann en félagar hans sóttu hann á stolinni þyrlu.Hann var handtekinn norður af höfuðborginni París í fylgd með bróður sínum og tveimur mönnum. Faïd, sem er 46 ára, er yfirlýstur aðdáandi glæpakvikmynda en hann með því að horfa á þær segist hann hafa öðlast þekkingu til að framkvæma vel heppnuð rán. Hann var fyrst handtekinn árið 1998 fyrir vopnað rán. Flóttinn í júlí var í annað skiptið sem hann braust úr fangelsi. Þrír þungvopnaðir menn brutust inn í heimsóknarherbergi fangelsisins. Þeir festu Faïd við þyrlu sem var stjórnað af þyrlukennara sem hafði verið tekinn gíslingu. Faïd var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar fyrir að skipuleggja vopnað rán þar sem lögreglukona var myrt árið 2010. Árið 2013 braust hann úr fangelsi nærri Lille með því að nota sprengiefni til að sprengja sig í gegnum fimm fangelsishurðir og nota fangaverði sem mennska skildi. Hann hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndin Scarface, þar sem Al Pacino lék Tony Montana eftirminnilega, hafi veitt honum mikinn innblástur og nánast verið biblían hans þegar kom að því að móta lífsstíl og glæpaferil.Árið 1997 skipulagði hann rán þar sem gengið hans réðst til atlögu á brynvarinn bíl, en gengið notaði hokkígrímur til að hylja andlit sín, líkt og gengið hans Robert de Niro í kvikmyndinni Heat frá árinu 1995.Hann sagðist hafa horft á þá mynd hundruð sinnum og sagði eitt sinn við leikstjóra hennar, Michael Mann, á kvikmyndahátíð í París að leikstjórinn væri tæknilegur ráðgjafi hans. Faïd varð ansi þekktur í Frakklandi eftir að gefin var út bók sem fjallaði um hvernig hann fór frá því að vera harkari á götum Parísar yfir í að verða einn harðsvíraðasti glæpamaður landsins. Það varð til þess að lögreglan gaf honum viðurnefnið “L'Écrivain” eða „rithöfundurinn“. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Lögreglan í Frakklandi hefur handsamað Rédoine Faïd sem braust út úr fangelsi í júlí síðastliðnum. Faïd naut aðstoðar við fangelsisflóttann en félagar hans sóttu hann á stolinni þyrlu.Hann var handtekinn norður af höfuðborginni París í fylgd með bróður sínum og tveimur mönnum. Faïd, sem er 46 ára, er yfirlýstur aðdáandi glæpakvikmynda en hann með því að horfa á þær segist hann hafa öðlast þekkingu til að framkvæma vel heppnuð rán. Hann var fyrst handtekinn árið 1998 fyrir vopnað rán. Flóttinn í júlí var í annað skiptið sem hann braust úr fangelsi. Þrír þungvopnaðir menn brutust inn í heimsóknarherbergi fangelsisins. Þeir festu Faïd við þyrlu sem var stjórnað af þyrlukennara sem hafði verið tekinn gíslingu. Faïd var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar fyrir að skipuleggja vopnað rán þar sem lögreglukona var myrt árið 2010. Árið 2013 braust hann úr fangelsi nærri Lille með því að nota sprengiefni til að sprengja sig í gegnum fimm fangelsishurðir og nota fangaverði sem mennska skildi. Hann hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndin Scarface, þar sem Al Pacino lék Tony Montana eftirminnilega, hafi veitt honum mikinn innblástur og nánast verið biblían hans þegar kom að því að móta lífsstíl og glæpaferil.Árið 1997 skipulagði hann rán þar sem gengið hans réðst til atlögu á brynvarinn bíl, en gengið notaði hokkígrímur til að hylja andlit sín, líkt og gengið hans Robert de Niro í kvikmyndinni Heat frá árinu 1995.Hann sagðist hafa horft á þá mynd hundruð sinnum og sagði eitt sinn við leikstjóra hennar, Michael Mann, á kvikmyndahátíð í París að leikstjórinn væri tæknilegur ráðgjafi hans. Faïd varð ansi þekktur í Frakklandi eftir að gefin var út bók sem fjallaði um hvernig hann fór frá því að vera harkari á götum Parísar yfir í að verða einn harðsvíraðasti glæpamaður landsins. Það varð til þess að lögreglan gaf honum viðurnefnið “L'Écrivain” eða „rithöfundurinn“.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent