Áramótabardagi í kortunum hjá Gunnari | Ég verð að fá bardaga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. október 2018 16:23 Gunnar er klár í að berjast í lok desember. Gunnar Nelson staðfesti í Búrinu á Stöð 2 Sport að hann muni væntanlega berjast næst þann 29. desember. Þá fer fram lokakvöld ársins hjá UFC í Las Vegas. „Við höfum verið að reyna að næla í eitthvað og vorum að horfa í nokkur kvöld. Þar á meðal Toronto þann 8. desember. Það gekk ekki og þar á eftir kemur áramótakvöldið í Las Vegas,“ segir Gunnar en það kvöld er nánar tiltekið þann 29. desember. „Ég er ekki kominn með andstæðing enn sem komið er. Það koma nokkrir til greina en því miður enginn sem er á topp 15. Sá eini sem stóð til boða þar sagði nei því hann er að skipta um þyngdarflokk. Það var Jorge Masvidal. Að öllum líkindum berst ég 29. desember.“ Ef af verður þá mun Gunnar, ólíkt flestum löndum sínum, æfa eins og brjálæðingur í desember og sleppa öllum kræsingunum þessi jólin. „Það er svolítið langt síðan ég barðist og mig langar mikið að komast inn í búrið. Þetta er virkilega flott kvöld. Það verða svo vonandi einhverjir afgangar er ég kem heim,“ segir bardagakappinn léttur. Gunnar segist ekki þekkja nöfnin á strákunum sem talað hefur verið um að hann mæti. „Ég sagði bara við John þjálfara og pabba að ákveða þetta og senda mér hverjum ég mæti. Þá veit ég það bara. Ég vil bara fá bardaga. Auðvitað vildi ég mann á topp 15 en það er ekki í boði eins og er.“ Sjá má Búrið í heild sinni á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 21.35 en þar er farið ítarlega yfir bardagakvöld helgarinnar þar sem Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov mætast í aðalbardaganum. MMA Tengdar fréttir Búrið: Sjaldan langað jafn mikið til þess að berja einhvern Það er komið tæpt ár síðan Gunnar Nelson var rotaður í fyrsta skipti á ferlinum en hann var þá að berjast við augnapotarann Santiago Ponzinibbio. Gunnar dauðlangar að berjast aftur við Argentínumanninn. 24. maí 2018 13:30 Gunnar Nelson meiddur og bardaganum aflýst Bardagamaðurinn Gunnar Nelson meiddist á hné við æfingar um síðustu helgi og hefur bardaganum gegn Neil Magny verið aflýst í kjölfarið. 28. apríl 2018 18:44 Gunnar Nelson: Annað en þegar að við vorum nokkrar hræður að knúsast Gunnar Nelson stefnir á bardaga í haust en hann hefur verið að kenna í risatímum í vikunni. 26. júlí 2018 19:00 Gunnar reyndi að fá annan bardaga gegn augnpotaranum Gunnar Nelson hefur jafnað sig af meiðslum og er að leita að sínum næsta bardaga. Hann bauðst til þess að mæta Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio, sem rotaði Gunnar á síðasta ári. 30. ágúst 2018 14:00 Aðgerðin gekk vel hjá Gunnari sem ætlar að berjast á þessu ári Gunnar Nelson gekkst í dag undir aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum. Aðgerðin gekk vel að sögn Gunnars. 30. apríl 2018 20:05 Búrið: Gunnar stefnir á endurkomu með Conor í nóvember Gunnar Nelson talar um meiðslin, síðasta tap og framhaldið hjá sér í Búrinu á Vísi. 25. maí 2018 10:23 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Gunnar Nelson staðfesti í Búrinu á Stöð 2 Sport að hann muni væntanlega berjast næst þann 29. desember. Þá fer fram lokakvöld ársins hjá UFC í Las Vegas. „Við höfum verið að reyna að næla í eitthvað og vorum að horfa í nokkur kvöld. Þar á meðal Toronto þann 8. desember. Það gekk ekki og þar á eftir kemur áramótakvöldið í Las Vegas,“ segir Gunnar en það kvöld er nánar tiltekið þann 29. desember. „Ég er ekki kominn með andstæðing enn sem komið er. Það koma nokkrir til greina en því miður enginn sem er á topp 15. Sá eini sem stóð til boða þar sagði nei því hann er að skipta um þyngdarflokk. Það var Jorge Masvidal. Að öllum líkindum berst ég 29. desember.“ Ef af verður þá mun Gunnar, ólíkt flestum löndum sínum, æfa eins og brjálæðingur í desember og sleppa öllum kræsingunum þessi jólin. „Það er svolítið langt síðan ég barðist og mig langar mikið að komast inn í búrið. Þetta er virkilega flott kvöld. Það verða svo vonandi einhverjir afgangar er ég kem heim,“ segir bardagakappinn léttur. Gunnar segist ekki þekkja nöfnin á strákunum sem talað hefur verið um að hann mæti. „Ég sagði bara við John þjálfara og pabba að ákveða þetta og senda mér hverjum ég mæti. Þá veit ég það bara. Ég vil bara fá bardaga. Auðvitað vildi ég mann á topp 15 en það er ekki í boði eins og er.“ Sjá má Búrið í heild sinni á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 21.35 en þar er farið ítarlega yfir bardagakvöld helgarinnar þar sem Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov mætast í aðalbardaganum.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Sjaldan langað jafn mikið til þess að berja einhvern Það er komið tæpt ár síðan Gunnar Nelson var rotaður í fyrsta skipti á ferlinum en hann var þá að berjast við augnapotarann Santiago Ponzinibbio. Gunnar dauðlangar að berjast aftur við Argentínumanninn. 24. maí 2018 13:30 Gunnar Nelson meiddur og bardaganum aflýst Bardagamaðurinn Gunnar Nelson meiddist á hné við æfingar um síðustu helgi og hefur bardaganum gegn Neil Magny verið aflýst í kjölfarið. 28. apríl 2018 18:44 Gunnar Nelson: Annað en þegar að við vorum nokkrar hræður að knúsast Gunnar Nelson stefnir á bardaga í haust en hann hefur verið að kenna í risatímum í vikunni. 26. júlí 2018 19:00 Gunnar reyndi að fá annan bardaga gegn augnpotaranum Gunnar Nelson hefur jafnað sig af meiðslum og er að leita að sínum næsta bardaga. Hann bauðst til þess að mæta Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio, sem rotaði Gunnar á síðasta ári. 30. ágúst 2018 14:00 Aðgerðin gekk vel hjá Gunnari sem ætlar að berjast á þessu ári Gunnar Nelson gekkst í dag undir aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum. Aðgerðin gekk vel að sögn Gunnars. 30. apríl 2018 20:05 Búrið: Gunnar stefnir á endurkomu með Conor í nóvember Gunnar Nelson talar um meiðslin, síðasta tap og framhaldið hjá sér í Búrinu á Vísi. 25. maí 2018 10:23 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Búrið: Sjaldan langað jafn mikið til þess að berja einhvern Það er komið tæpt ár síðan Gunnar Nelson var rotaður í fyrsta skipti á ferlinum en hann var þá að berjast við augnapotarann Santiago Ponzinibbio. Gunnar dauðlangar að berjast aftur við Argentínumanninn. 24. maí 2018 13:30
Gunnar Nelson meiddur og bardaganum aflýst Bardagamaðurinn Gunnar Nelson meiddist á hné við æfingar um síðustu helgi og hefur bardaganum gegn Neil Magny verið aflýst í kjölfarið. 28. apríl 2018 18:44
Gunnar Nelson: Annað en þegar að við vorum nokkrar hræður að knúsast Gunnar Nelson stefnir á bardaga í haust en hann hefur verið að kenna í risatímum í vikunni. 26. júlí 2018 19:00
Gunnar reyndi að fá annan bardaga gegn augnpotaranum Gunnar Nelson hefur jafnað sig af meiðslum og er að leita að sínum næsta bardaga. Hann bauðst til þess að mæta Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio, sem rotaði Gunnar á síðasta ári. 30. ágúst 2018 14:00
Aðgerðin gekk vel hjá Gunnari sem ætlar að berjast á þessu ári Gunnar Nelson gekkst í dag undir aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum. Aðgerðin gekk vel að sögn Gunnars. 30. apríl 2018 20:05
Búrið: Gunnar stefnir á endurkomu með Conor í nóvember Gunnar Nelson talar um meiðslin, síðasta tap og framhaldið hjá sér í Búrinu á Vísi. 25. maí 2018 10:23