Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2018 07:30 Brett Kavanaugh. Vísir/EPA Bandaríkin Öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum fengu í gær að skoða skýrslu um afrakstur bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á dómaranum Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. Bakgrunnsrannsóknin var opnuð á ný eftir að Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar kröfðust þess við yfirheyrslur yfir Kavanaugh og sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á níunda áratugnum, að rannsóknin yrði opnuð á ný í ljósi ásakana Ford og annarra kvenna. Repúblikaninn Jeff Flake tók svo undir kröfuna, og kom þannig í veg fyrir að Kavanaugh hefði meirihluta á bak við sig. Í kröfu Flakes á þeim tíma kom fram að hann vildi að rannsóknin yrði ekki lengri en vika og að umfang hennar yrði takmarkað. Við það var staðið og samþykktu Demókratar þá málamiðlun. Dianne Feinstein, æðsti þingmaður Demókrata í nefndinni, og Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata, héldu blaðamannafund um hina nýju skýrslu í gær. „Það merkilegasta við skýrsluna er það sem er ekki í henni. FBI hafði hvorki tal af Brett Kavanaugh né Blasey Ford,“ sagði Feinstein og bætti við: „Það sem við fengum að skoða í dag […] virðist vera afrakstur ókláraðrar rannsóknar. Ef til vill gerði forsetaembættið þessar takmarkanir, ég veit það ekki.“ Feinstein sagði Demókrata hafa samþykkt að umfang rannsóknarinnar yrði takmarkað. „En við samþykktum ekki að forsetaembættið ætti að tjóðra FBI,“ sagði hún. Schumer tók í sama streng og gagnrýndi takmarkanir á umfangi skýrslunnar. „Við ítrekum ákall okkar um það, í ljósi takmarkana á rannsókninni, að þessi skjöl verði gerð opinber. Af hverju ætti almenningur ekki að fá að sjá þetta?“ spurði Schumer en skýrslan var ekki gerð opinber í gær né var henni lekið í fjölmiðla. Bæði gagnrýndu þau að öldungadeildarþingmennirnir, hundrað talsins, hafi einungis fengið eitt eintak til að skoða saman. Repúblikanar eru öllu sáttari við skýrsluna og segja málflutning Demókrata einungis til þess gerðan að tefja. Chuck Grassley, formaður dómsmálanefndarinnar, sagði ekkert í skýrslunni sem nefndin vissi ekki áður. „Rannsóknin leiddi ekki í ljós neinar vísbendingar um illgjörðir og það sama má segja um fyrri sex bakgrunnsrannsóknir sem gerðar hafa verið á Kavanaugh á 25 ára starfsferli hans fyrir hið opinbera,“ sagði formaðurinn. Schumer sagðist hins vegar ósammála orðum hans en útskýrði það ekki frekar. John Kennedy, Repúblikani í dómsmálanefndinni [sem er ekki hluti af hinni frægu Kennedy-fjölskyldu], tók undir með Grassley. „Ég kom ekki auga á neitt sem styður ásakanir á hendur Kavanaugh og sé ekki hvernig nokkur sanngjörn manneskja getur komist að annarri niðurstöðu.“ Forsetinn tjáði sig einnig um rannsóknina á Twitter. „Þetta er í sjöunda skipti sem FBI rannsakar Kavanaugh dómara. Jafnvel þótt rannsóknirnar yrðu hundrað talsins væri það samt ekki nógu gott fyrir Demókrata sem vilja ekkert gera nema tefja og hindra. Atkvæðagreiðsla fer fram í öldungadeildinni í heild í dag um að taka málið til umfjöllunar. Mitch McConnell, þingflokksformaður Repúblikana í öldungadeildinni, hefur svo sagt að atkvæðagreiðslan um sjálfa tilnefninguna fari fram á morgun. Ekki er öruggt að þingmenn greiði atkvæði á sama hátt í atkvæðagreiðslunum tveimur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Bandaríkin Öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum fengu í gær að skoða skýrslu um afrakstur bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á dómaranum Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. Bakgrunnsrannsóknin var opnuð á ný eftir að Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar kröfðust þess við yfirheyrslur yfir Kavanaugh og sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á níunda áratugnum, að rannsóknin yrði opnuð á ný í ljósi ásakana Ford og annarra kvenna. Repúblikaninn Jeff Flake tók svo undir kröfuna, og kom þannig í veg fyrir að Kavanaugh hefði meirihluta á bak við sig. Í kröfu Flakes á þeim tíma kom fram að hann vildi að rannsóknin yrði ekki lengri en vika og að umfang hennar yrði takmarkað. Við það var staðið og samþykktu Demókratar þá málamiðlun. Dianne Feinstein, æðsti þingmaður Demókrata í nefndinni, og Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata, héldu blaðamannafund um hina nýju skýrslu í gær. „Það merkilegasta við skýrsluna er það sem er ekki í henni. FBI hafði hvorki tal af Brett Kavanaugh né Blasey Ford,“ sagði Feinstein og bætti við: „Það sem við fengum að skoða í dag […] virðist vera afrakstur ókláraðrar rannsóknar. Ef til vill gerði forsetaembættið þessar takmarkanir, ég veit það ekki.“ Feinstein sagði Demókrata hafa samþykkt að umfang rannsóknarinnar yrði takmarkað. „En við samþykktum ekki að forsetaembættið ætti að tjóðra FBI,“ sagði hún. Schumer tók í sama streng og gagnrýndi takmarkanir á umfangi skýrslunnar. „Við ítrekum ákall okkar um það, í ljósi takmarkana á rannsókninni, að þessi skjöl verði gerð opinber. Af hverju ætti almenningur ekki að fá að sjá þetta?“ spurði Schumer en skýrslan var ekki gerð opinber í gær né var henni lekið í fjölmiðla. Bæði gagnrýndu þau að öldungadeildarþingmennirnir, hundrað talsins, hafi einungis fengið eitt eintak til að skoða saman. Repúblikanar eru öllu sáttari við skýrsluna og segja málflutning Demókrata einungis til þess gerðan að tefja. Chuck Grassley, formaður dómsmálanefndarinnar, sagði ekkert í skýrslunni sem nefndin vissi ekki áður. „Rannsóknin leiddi ekki í ljós neinar vísbendingar um illgjörðir og það sama má segja um fyrri sex bakgrunnsrannsóknir sem gerðar hafa verið á Kavanaugh á 25 ára starfsferli hans fyrir hið opinbera,“ sagði formaðurinn. Schumer sagðist hins vegar ósammála orðum hans en útskýrði það ekki frekar. John Kennedy, Repúblikani í dómsmálanefndinni [sem er ekki hluti af hinni frægu Kennedy-fjölskyldu], tók undir með Grassley. „Ég kom ekki auga á neitt sem styður ásakanir á hendur Kavanaugh og sé ekki hvernig nokkur sanngjörn manneskja getur komist að annarri niðurstöðu.“ Forsetinn tjáði sig einnig um rannsóknina á Twitter. „Þetta er í sjöunda skipti sem FBI rannsakar Kavanaugh dómara. Jafnvel þótt rannsóknirnar yrðu hundrað talsins væri það samt ekki nógu gott fyrir Demókrata sem vilja ekkert gera nema tefja og hindra. Atkvæðagreiðsla fer fram í öldungadeildinni í heild í dag um að taka málið til umfjöllunar. Mitch McConnell, þingflokksformaður Repúblikana í öldungadeildinni, hefur svo sagt að atkvæðagreiðslan um sjálfa tilnefninguna fari fram á morgun. Ekki er öruggt að þingmenn greiði atkvæði á sama hátt í atkvæðagreiðslunum tveimur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira