Fjárfestar áhugasamir um kísilverksmiðjuna í Helguvík Sighvatur Arnmundsson skrifar 5. október 2018 08:00 Starfsemi kísilverksmiðjunnar í Helguvík hefur legið niðri síðan í september á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Þetta er komið á þann stað að bankinn getur farið að íhuga að selja. Það er mikill áhugi en á þriðja tug fjárfesta hefur lýst yfir áhuga sem er mjög jákvætt. Ég á von á því að við ýtum söluferlinu í gang innan ekki langs tíma,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs sem er dótturfélag Arion banka og eigandi kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Arion banki tók í febrúar síðastliðnum yfir eignir United Silicon sem rekið hafði verksmiðjuna. Þá var tilkynnt að bankinn hygðist vinna að endurbótum á verksmiðjunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Þórður segir að nú fari undirbúningsfasanum við umræddar endurbætur að ljúka. „Það er búið að vinna fyrsta þrepið í umhverfismati þar sem það var skilgreint hvað þyrfti að meta. Við höfum lagt þetta fyrir Skipulagsstofnun og vonumst eftir þeirra viðbrögðum fljótlega.“ Stakkberg hefur unnið að hönnun og skilgreiningu breytinga og úrbóta á verksmiðjunni með Verkís og norska fyrirtækinu Multiconsult sem sérhæfir sig í þungaiðnaði. Nú styttist í að verkið verði boðið út. „Þessu hefur miðað nokkuð vel áfram,“ segir Þórður. Enn á þó eftir að klára breytingar á deiliskipulagi en Stakkberg vinnur að því í samvinnu við bæjarstjórn Reykjanesbæjar. „Það kom í ljós að byggingar voru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Við höfum fengið tilmæli um að okkur beri að breyta skipulaginu í samræmi við núverandi stöðu. Í því skyni höfum við óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun til að fá ráðgjöf varðandi það,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Kjartan segir ljóst að gera þurfi ýmsar úrbætur á verksmiðjunni. „Þeir eru að vinna að því af heilum hug. Það er mikilvægt að fá niðurstöðu í þetta mál og að hún sé endanleg og rétt.“ Framtíð verksmiðjunnar sé þó umdeild meðal íbúa. „Við höfum fengið ábendingar frá íbúum sem vilja að verksmiðjunni verði lokað. Aðrir segjast geta sætt sig við starfsemina standist verksmiðjan ströngustu skilyrði.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
„Þetta er komið á þann stað að bankinn getur farið að íhuga að selja. Það er mikill áhugi en á þriðja tug fjárfesta hefur lýst yfir áhuga sem er mjög jákvætt. Ég á von á því að við ýtum söluferlinu í gang innan ekki langs tíma,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs sem er dótturfélag Arion banka og eigandi kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Arion banki tók í febrúar síðastliðnum yfir eignir United Silicon sem rekið hafði verksmiðjuna. Þá var tilkynnt að bankinn hygðist vinna að endurbótum á verksmiðjunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Þórður segir að nú fari undirbúningsfasanum við umræddar endurbætur að ljúka. „Það er búið að vinna fyrsta þrepið í umhverfismati þar sem það var skilgreint hvað þyrfti að meta. Við höfum lagt þetta fyrir Skipulagsstofnun og vonumst eftir þeirra viðbrögðum fljótlega.“ Stakkberg hefur unnið að hönnun og skilgreiningu breytinga og úrbóta á verksmiðjunni með Verkís og norska fyrirtækinu Multiconsult sem sérhæfir sig í þungaiðnaði. Nú styttist í að verkið verði boðið út. „Þessu hefur miðað nokkuð vel áfram,“ segir Þórður. Enn á þó eftir að klára breytingar á deiliskipulagi en Stakkberg vinnur að því í samvinnu við bæjarstjórn Reykjanesbæjar. „Það kom í ljós að byggingar voru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Við höfum fengið tilmæli um að okkur beri að breyta skipulaginu í samræmi við núverandi stöðu. Í því skyni höfum við óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun til að fá ráðgjöf varðandi það,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Kjartan segir ljóst að gera þurfi ýmsar úrbætur á verksmiðjunni. „Þeir eru að vinna að því af heilum hug. Það er mikilvægt að fá niðurstöðu í þetta mál og að hún sé endanleg og rétt.“ Framtíð verksmiðjunnar sé þó umdeild meðal íbúa. „Við höfum fengið ábendingar frá íbúum sem vilja að verksmiðjunni verði lokað. Aðrir segjast geta sætt sig við starfsemina standist verksmiðjan ströngustu skilyrði.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira