Vaktstjóri á Búllunni aldrei séð annað eins en lögreglumaðurinn neitar sök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2018 14:30 Hamborgarabúllan í Kópavogi þar sem hin harkalega handtaka fór fram. Fréttablaðið/eyþór Þrítugur lögreglumaður neitar að hafa sýnt af sér gáleysi þegar hann færði grunaðan einstakling í lögreglubifreið í maí í fyrra. Hann sætir ákæru fyrir líkamsárás og brot í starfi með því að hafa að kvöldi laugardagsins 6. maí, af stófelldu gáleysi, ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist koma pólskum karlmanni inn í lögreglubifreið. Maðurinn hafði verið handtekinn og reyndi lögreglumaðurinn að koma honum í bílinn. Er honum gefið að sök að hafa skellt afturhurð lögreglubílsins allt að fjórum til fimm sinnum þrátt fyrir að fætur hins handtekna voru ekki komnir inn í bílinn. Hægri fótleggurinn lenti á milli með þeim afleiðingum að hann hlaut tilfærð brot á sköflungi og sperrilegg hægri fótleggjar sem þurfti að rétta af með skurðaðgerð. Pólverjinn krefst tæplega sjö milljóna króna í bætur vegna árásarinnar. Málið var þingfest í gær í Héraðsdómi Reykjaness og neitar lögreglumaðurinn sök.Mál hins lögreglumannsins, konu, var látið niður falla.Vísir/VilhelmRíkissaksóknari sneri við ákvörðun Tveir lögreglumenn, karl og kona, sættu rannsókn vegna handtökunnar en aðeins annar þeirra sætir ákæru. Þeir voru kallaðir út að Hamborgarabúllunni vegna þess að gestir á veitingastaðnum, tveir menn, voru ölvaðir og með læti. Maðurinn, sem slasaðist illa á fæti, neitaði að framvísa skilríkjum þegar lögreglan óskaði eftir því og kvaðst ekki skilja íslensku. Lögreglumennirnir ákváðu í kjölfarið að handtaka manninn og færa hann á lögreglustöð. Maðurinn streittist hins vegar á móti og félagi hans reyndi að koma honum undan handtökunni, meðal annars með því að toga manninn til sín og ýta í lögreglumennina. Héraðssaksóknari fór með rannsókn á málinu og komst að þeirri niðurstöðu að þótt gögn málsins bentu til að gæta hefði mátt betur að meðalhófi í störfum á vettvangi, væru ekki nægar líkur á sakfellingu í málinu. Gögn málsins bæru ekki með sér að lögregla hefði, af ásetningi eða stórfelldu gáleysi, farið gegn lögmæltum aðferðum við handtökuna. Var ákveðið að ákæra ekki í málinu. Ríkissaksóknari féllst á þetta í tilfelli annars lögreglumannsins en felldi úr gildi ákvörðunina varðandi hinn. Var héraðssaksóknara falið að taka máið á hendur honum til ákærumeðferðar.Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni.Vísir/VilhelmSkildi ekki spurningar um kennitölu „Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni við Dalveg í Kópavogi, í samtali við fréttastofu í fyrrasumar. Freyr sagði mennina tvo hafa komið inn á Hamborgarabúlluna og verið með nokkur læti. Þeir hefðu báðir verið mjög ölvaðir. Að sögn Freys var fjölmennt inni á staðnum enda hafi atvikið átt sér stað á háannatíma, eða um kvöldmatarleytið. Honum hafi ekki staðið á sama vegan ólátanna og óskað eftir aðstoð lögreglu. Viðbrögðin hafi hins vegar komið honum á óvart. „Það leit út fyrir að lögreglumaðurinn hefði haft mjög slæma reynslu af útlendingum því um leið og maðurinn byrjaði að tala útlensku var eins og lögreglumaðurinn hefði séð rautt – eins og hann væri að búast við því versta. Lögreglumaðurinn sagði alltaf: „Do you have kennitala, do you have kennitala?“ og Pólverjinn skildi ekki neitt,“ sagði Freyr. Í framhaldinu hafi maðurinn verið handtekinn. Mjög harkalegt og gróft „Maðurinn streittist mikið á móti þegar hann var handtekinn og vinur hans sömuleiðis, því hann byrjaði að toga í manninn og lögreglumennina. Þegar hann gerði það drógu lögreglumennirnir upp kylfu og ýttu hinum niður í jörðina og börðu hann með kylfunni. Lögreglumaðurinn ýtti þessum handtekna svo inn í bílinn, en þegar maðurinn hélt áfram að streitast á móti byrjaði lögreglumaðurinn að lemja hann með kylfunni af fullum krafti og lamdi bílhurðinni ítrekað í sköflunginn á honum. Þetta var mjög harkalegt og gróft og ég hef aldrei séð annað eins.“ Freyr sagði lögregluna svo hafa ekið af stað með þann handtekna, en skilið hinn manninn eftir. „Hinn var bara skilinn eftir hjá okkur. Hann var brjálaður og ætlaði í okkur. Hann var til dæmis mjög agressífur á móti mér og spurði hvort ég ætlaði að hringja aftur í lögregluna,“ segir Freyr og bætir við að fólki á staðnum hafi verið mjög brugðið, enda hafi þetta verið mjög alvarlegt og gróft ofbeldi af hálfu lögreglumannanna. Lögmaður mannsins sem fótbrotnaði segir skjólstæðing sinn hafa flutt úr landi síðan árásin var gerð. Lögreglumál Tengdar fréttir Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar "Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn. 1. ágúst 2017 06:00 Formaðurinn segir manneklu hjá lögreglunni leiða til slysa Undirmönnun innan lögreglunnar er mikið vandamál að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Vill ekki tjá sig um handtökuna fyrir utan Hamborgarabúlluna og meint harðræði lögreglumannanna. 28. júlí 2017 06:00 Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00 Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu. 28. júlí 2017 06:00 Upptöku vantar af harkalegri handtöku Tuttugu mínútna bút vantar í upptöku úr öryggismyndavél frá því þegar maður tvífótbrotnaði við handtöku. Ástæðan fyrir því að ekki er til upptaka er ekki kunn en héraðssaksóknari rannsakar málið. 3. ágúst 2017 06:00 Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. 27. júlí 2017 06:00 Gert að ákæra lögreglumann vegna harkalegrar handtöku Ríkissaksóknari hefur falið héraðssaksóknara að hefja ákæruferli gegn lögreglumanni vegna harkalegrar handtöku við Hamborgarabúlluna í Kópavogi síðastliðið vor. Héraðssaksóknari hafði áður ákveðið að ákæra ekki í málinu. 10. apríl 2018 07:00 Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þrítugur lögreglumaður neitar að hafa sýnt af sér gáleysi þegar hann færði grunaðan einstakling í lögreglubifreið í maí í fyrra. Hann sætir ákæru fyrir líkamsárás og brot í starfi með því að hafa að kvöldi laugardagsins 6. maí, af stófelldu gáleysi, ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist koma pólskum karlmanni inn í lögreglubifreið. Maðurinn hafði verið handtekinn og reyndi lögreglumaðurinn að koma honum í bílinn. Er honum gefið að sök að hafa skellt afturhurð lögreglubílsins allt að fjórum til fimm sinnum þrátt fyrir að fætur hins handtekna voru ekki komnir inn í bílinn. Hægri fótleggurinn lenti á milli með þeim afleiðingum að hann hlaut tilfærð brot á sköflungi og sperrilegg hægri fótleggjar sem þurfti að rétta af með skurðaðgerð. Pólverjinn krefst tæplega sjö milljóna króna í bætur vegna árásarinnar. Málið var þingfest í gær í Héraðsdómi Reykjaness og neitar lögreglumaðurinn sök.Mál hins lögreglumannsins, konu, var látið niður falla.Vísir/VilhelmRíkissaksóknari sneri við ákvörðun Tveir lögreglumenn, karl og kona, sættu rannsókn vegna handtökunnar en aðeins annar þeirra sætir ákæru. Þeir voru kallaðir út að Hamborgarabúllunni vegna þess að gestir á veitingastaðnum, tveir menn, voru ölvaðir og með læti. Maðurinn, sem slasaðist illa á fæti, neitaði að framvísa skilríkjum þegar lögreglan óskaði eftir því og kvaðst ekki skilja íslensku. Lögreglumennirnir ákváðu í kjölfarið að handtaka manninn og færa hann á lögreglustöð. Maðurinn streittist hins vegar á móti og félagi hans reyndi að koma honum undan handtökunni, meðal annars með því að toga manninn til sín og ýta í lögreglumennina. Héraðssaksóknari fór með rannsókn á málinu og komst að þeirri niðurstöðu að þótt gögn málsins bentu til að gæta hefði mátt betur að meðalhófi í störfum á vettvangi, væru ekki nægar líkur á sakfellingu í málinu. Gögn málsins bæru ekki með sér að lögregla hefði, af ásetningi eða stórfelldu gáleysi, farið gegn lögmæltum aðferðum við handtökuna. Var ákveðið að ákæra ekki í málinu. Ríkissaksóknari féllst á þetta í tilfelli annars lögreglumannsins en felldi úr gildi ákvörðunina varðandi hinn. Var héraðssaksóknara falið að taka máið á hendur honum til ákærumeðferðar.Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni.Vísir/VilhelmSkildi ekki spurningar um kennitölu „Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni við Dalveg í Kópavogi, í samtali við fréttastofu í fyrrasumar. Freyr sagði mennina tvo hafa komið inn á Hamborgarabúlluna og verið með nokkur læti. Þeir hefðu báðir verið mjög ölvaðir. Að sögn Freys var fjölmennt inni á staðnum enda hafi atvikið átt sér stað á háannatíma, eða um kvöldmatarleytið. Honum hafi ekki staðið á sama vegan ólátanna og óskað eftir aðstoð lögreglu. Viðbrögðin hafi hins vegar komið honum á óvart. „Það leit út fyrir að lögreglumaðurinn hefði haft mjög slæma reynslu af útlendingum því um leið og maðurinn byrjaði að tala útlensku var eins og lögreglumaðurinn hefði séð rautt – eins og hann væri að búast við því versta. Lögreglumaðurinn sagði alltaf: „Do you have kennitala, do you have kennitala?“ og Pólverjinn skildi ekki neitt,“ sagði Freyr. Í framhaldinu hafi maðurinn verið handtekinn. Mjög harkalegt og gróft „Maðurinn streittist mikið á móti þegar hann var handtekinn og vinur hans sömuleiðis, því hann byrjaði að toga í manninn og lögreglumennina. Þegar hann gerði það drógu lögreglumennirnir upp kylfu og ýttu hinum niður í jörðina og börðu hann með kylfunni. Lögreglumaðurinn ýtti þessum handtekna svo inn í bílinn, en þegar maðurinn hélt áfram að streitast á móti byrjaði lögreglumaðurinn að lemja hann með kylfunni af fullum krafti og lamdi bílhurðinni ítrekað í sköflunginn á honum. Þetta var mjög harkalegt og gróft og ég hef aldrei séð annað eins.“ Freyr sagði lögregluna svo hafa ekið af stað með þann handtekna, en skilið hinn manninn eftir. „Hinn var bara skilinn eftir hjá okkur. Hann var brjálaður og ætlaði í okkur. Hann var til dæmis mjög agressífur á móti mér og spurði hvort ég ætlaði að hringja aftur í lögregluna,“ segir Freyr og bætir við að fólki á staðnum hafi verið mjög brugðið, enda hafi þetta verið mjög alvarlegt og gróft ofbeldi af hálfu lögreglumannanna. Lögmaður mannsins sem fótbrotnaði segir skjólstæðing sinn hafa flutt úr landi síðan árásin var gerð.
Lögreglumál Tengdar fréttir Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar "Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn. 1. ágúst 2017 06:00 Formaðurinn segir manneklu hjá lögreglunni leiða til slysa Undirmönnun innan lögreglunnar er mikið vandamál að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Vill ekki tjá sig um handtökuna fyrir utan Hamborgarabúlluna og meint harðræði lögreglumannanna. 28. júlí 2017 06:00 Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00 Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu. 28. júlí 2017 06:00 Upptöku vantar af harkalegri handtöku Tuttugu mínútna bút vantar í upptöku úr öryggismyndavél frá því þegar maður tvífótbrotnaði við handtöku. Ástæðan fyrir því að ekki er til upptaka er ekki kunn en héraðssaksóknari rannsakar málið. 3. ágúst 2017 06:00 Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. 27. júlí 2017 06:00 Gert að ákæra lögreglumann vegna harkalegrar handtöku Ríkissaksóknari hefur falið héraðssaksóknara að hefja ákæruferli gegn lögreglumanni vegna harkalegrar handtöku við Hamborgarabúlluna í Kópavogi síðastliðið vor. Héraðssaksóknari hafði áður ákveðið að ákæra ekki í málinu. 10. apríl 2018 07:00 Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar "Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn. 1. ágúst 2017 06:00
Formaðurinn segir manneklu hjá lögreglunni leiða til slysa Undirmönnun innan lögreglunnar er mikið vandamál að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Vill ekki tjá sig um handtökuna fyrir utan Hamborgarabúlluna og meint harðræði lögreglumannanna. 28. júlí 2017 06:00
Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00
Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu. 28. júlí 2017 06:00
Upptöku vantar af harkalegri handtöku Tuttugu mínútna bút vantar í upptöku úr öryggismyndavél frá því þegar maður tvífótbrotnaði við handtöku. Ástæðan fyrir því að ekki er til upptaka er ekki kunn en héraðssaksóknari rannsakar málið. 3. ágúst 2017 06:00
Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. 27. júlí 2017 06:00
Gert að ákæra lögreglumann vegna harkalegrar handtöku Ríkissaksóknari hefur falið héraðssaksóknara að hefja ákæruferli gegn lögreglumanni vegna harkalegrar handtöku við Hamborgarabúlluna í Kópavogi síðastliðið vor. Héraðssaksóknari hafði áður ákveðið að ákæra ekki í málinu. 10. apríl 2018 07:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent