Mótmælendur mótmæltu mótmælendunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. október 2018 20:30 Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan sláturhúsið á Selfossi í dag til að sýna lömbum og fullorðnu fé samstöðu sem slátrað er þessa dagana. Fólkið segir að við þurfum ekki að borða dýr lengur, plöntur séu málið. Sauðfjárbóndi gefur lítið fyrir mótmæli fólksins og talar um fáfræði. Reykjavík Animal Save stóð fyrir samstöðuvökunni við girðinguna hjá Sláturfélagi Suðurlands þar sem sauðfjárslátrun stendur nú yfir á Selfossi en alls á að slátra um 110 þúsund fjár. Fólk hélt á skiltum með skilaboðum. „Við hötum ekki bændur en við viljum að bændur breyti yfir í að rækta plöntur í stað þess að rækta dýr. Við þurfum ekki að borða dýr lengur til þess að lifa heilbrigðu lífi, þess vegna ættum við bara að sleppa því. Dýr finna fyrir þjáningu eins og við og til hvers að valda einhverjum öðrum þjáningu þegar við höfum annað val“, segir Birgir Steinn Erlingsson frá Reykjavík Animal Save. Hinu megin við götuna safnaðist hópur saman af ungu fólki til að grilla SS pylsur og mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Eitt barn var með skilti með skýrum skilaboðumMagnús Hlynur Hreiðarsson„Mér finnst allt í lagi ef fólk er vegan, það þarf bara ekki að vera að troða því ofan í annað fólk. Ég er á móti mótmælendunum og ég er að mótmæla“, segir Mattías Emil Óttarsson bóndasonur frá bænum Miklaholti í Biskupstungum. En hvað segja sauðfjárbændur við uppákomuna við sláturhúsið á Selfossi í dag? „Allir öfgar eru ofsalega langt frá mér, mér finnst þetta svo mikið bull, sem betur fer nær þetta fólk engum árangri, engum, alveg sama hvar það er. Eitthvað heilbrigt fólk sem heldur að það nái einhverjum árangri með því að standa fyrir utan sláturhús eða binda sig við vélar og svona, það hefur ekki áhrif á mig og vonandi ekki marga“, segir Kristinn Guðnason, sauðfjárbóndi í Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra og bætir við. „Þetta fólk hlýtur að vera mjög fáfrótt en auðvitað eru margir með svona hugsun að það sé leiðinlegt að farga skepnum yfirleitt. En hvað tekur við hjá þessu fólki, ég veit það ekki. Er það ekki leiðinlegt að farga blómum, má veiða lifandi fisk, ég hef aldrei fengið upphafi eða endir á þessu enda er ég alveg hættur að hugsa um þetta því mér finnst þetta koma aldrei til með að gera nokkurn skapaðan hlut nema eitthvað fólk sem hefur lítið að gera hangandi einhvers staðar gargandi“.Unga fólkið sem mætti á svæðið til að grilla SS pylsur kom þangað til að mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fréttir Landbúnaður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan sláturhúsið á Selfossi í dag til að sýna lömbum og fullorðnu fé samstöðu sem slátrað er þessa dagana. Fólkið segir að við þurfum ekki að borða dýr lengur, plöntur séu málið. Sauðfjárbóndi gefur lítið fyrir mótmæli fólksins og talar um fáfræði. Reykjavík Animal Save stóð fyrir samstöðuvökunni við girðinguna hjá Sláturfélagi Suðurlands þar sem sauðfjárslátrun stendur nú yfir á Selfossi en alls á að slátra um 110 þúsund fjár. Fólk hélt á skiltum með skilaboðum. „Við hötum ekki bændur en við viljum að bændur breyti yfir í að rækta plöntur í stað þess að rækta dýr. Við þurfum ekki að borða dýr lengur til þess að lifa heilbrigðu lífi, þess vegna ættum við bara að sleppa því. Dýr finna fyrir þjáningu eins og við og til hvers að valda einhverjum öðrum þjáningu þegar við höfum annað val“, segir Birgir Steinn Erlingsson frá Reykjavík Animal Save. Hinu megin við götuna safnaðist hópur saman af ungu fólki til að grilla SS pylsur og mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Eitt barn var með skilti með skýrum skilaboðumMagnús Hlynur Hreiðarsson„Mér finnst allt í lagi ef fólk er vegan, það þarf bara ekki að vera að troða því ofan í annað fólk. Ég er á móti mótmælendunum og ég er að mótmæla“, segir Mattías Emil Óttarsson bóndasonur frá bænum Miklaholti í Biskupstungum. En hvað segja sauðfjárbændur við uppákomuna við sláturhúsið á Selfossi í dag? „Allir öfgar eru ofsalega langt frá mér, mér finnst þetta svo mikið bull, sem betur fer nær þetta fólk engum árangri, engum, alveg sama hvar það er. Eitthvað heilbrigt fólk sem heldur að það nái einhverjum árangri með því að standa fyrir utan sláturhús eða binda sig við vélar og svona, það hefur ekki áhrif á mig og vonandi ekki marga“, segir Kristinn Guðnason, sauðfjárbóndi í Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra og bætir við. „Þetta fólk hlýtur að vera mjög fáfrótt en auðvitað eru margir með svona hugsun að það sé leiðinlegt að farga skepnum yfirleitt. En hvað tekur við hjá þessu fólki, ég veit það ekki. Er það ekki leiðinlegt að farga blómum, má veiða lifandi fisk, ég hef aldrei fengið upphafi eða endir á þessu enda er ég alveg hættur að hugsa um þetta því mér finnst þetta koma aldrei til með að gera nokkurn skapaðan hlut nema eitthvað fólk sem hefur lítið að gera hangandi einhvers staðar gargandi“.Unga fólkið sem mætti á svæðið til að grilla SS pylsur kom þangað til að mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira