Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2018 20:15 Susan Collins þykir á meðal hófsamari repúblikana, meðal annars vegna frjálslyndari afstöðu hennar til fóstureyðinga. Vísir/EPA Tveir bandarískir öldungadeildarþingmenn, einn repúblikani og einn demókrati, lýstu því yfir í kvöld að þeir ætli að greiða atkvæði með því að skipa Brett Kavanaugh sem dómara við Hæstarétt. Nær öruggt er því að skipan Kavanaugh verði staðfest eftir að hún hafði um tíma verið í tvísýnu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot á námsárum hans. Örlög Kavanaugh voru fyrir fram talin í höndum fjögurra til fimm öldungadeildarþingmanna, þriggja repúblikana og tveggja demókrata, sem ekki lá fyrir hvernig myndu greiða atkvæði. Repúblikanar hafa 51 sæti í deildinni gegn 49 sætum demókrata. Á meðal þeirra var Susan Collins, þingkona repúblikana frá Maine, sem þykir á meðal hófsamari þingmanna flokksins. Hún steig hins vegar í ræðustól í öldungadeildinni í dag og sagðist ætla að greiða Kavanaugh atkvæði sitt. Hún teldi að ásakanirnar á hendur honum ættu ekki að dæma hann úr leik.Republican Sen. Susan Collins just announced that she is supporting Brett Kavanaugh's confirmation after delivering a 45-minute speech on the Senate floor. Here are a few key quotes from her speech. https://t.co/bbTWqaxJDr pic.twitter.com/aR6WIOZMXS— CNN (@CNN) October 5, 2018 Þá tilkynnti Joe Manchin, öldungadeildarþingmaður demókrata í Vestur-Virginíu, að hann myndi einnig greiða Kavanaugh atkvæði sitt. Manchin er á meðal íhaldssamari þingmanna demókrata og hann þarf að berjast fyrir endurkjöri í heimaríki sínu sem hallast mjög að repúblikönum í kosningum í næsta mánuði. Hann er eini demókratinn sem styður skipan Kavanaugh. Mótmælendur gerðu hróp að Manchin þegar hann rökstuddi ákvörðun sína við fréttamenn í þinghúsinu.Protesters chanted, "Shame! Shame!" as Sen. Joe Manchin spoke to reporters after announcing support for Brett Kavanaugh's Supreme Court confirmation.Manchin spoke with his eyes averted, and protesters responded with chants of, "Look at us, look at us!" https://t.co/KcttBKuB4Q pic.twitter.com/7MQnGau9tV— CNN (@CNN) October 5, 2018 Rannsókn alríkislögreglunnar gagnrýnd Þar með er nær öruggt að forysta Repúblikanaflokksins hafi nægilega mörg atkvæði til að staðfesta skipan Kavanaugh, þrátt fyrir að Lisa Murkowski, þingkona repúblikana frá Alaska, hafi ekki gefið upp hvernig hún ætlar að greiða atkvæði. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslan gæti farið fram þegar á morgun. Ásakanir komu fram um að Kavanaugh hefði reynt að nauðga stúlku á framhaldsskólaárum sínum og að hann hefði berað sig fyrir annarri stúlku á háskólaárum. Alríkislögreglunni FBI var í kjölfarið falið að fara yfir ásakanirnar og skilaði skýrslu sinni á aðfaranótt fimmtudags. Sú rannsókn hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að hafa verið afar takmörkuð að umfangi. Ásakanir hafa verið um að Hvíta húsið og öldungadeildarþingmenn repúblikana hafi bundið hendur rannsakenda FBI. Aðeins eitt eintak af skýrslu FBI um rannsóknina var gerð aðgengileg öldungadeildarþingmönnum sem þeir skiptust á að skoða í einrúmi. Skýrslan hefur ekki verið gerð opinber og óvíst er hvort að svo verði. Verði Kavanaugh skipaður í hæstarétt verða íhaldsmenn þar komnir í meirihluta í réttinum og gætu verið það næstu árin eða áratugina. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu FBI skilaði skýrslu um rannsókn á ásökunum á hendur Brett Kavanaugh. Demókratar gagnrýna takmarkað umfang skýrslunnar, segja hana ókláraða. 5. október 2018 07:30 Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Tveir bandarískir öldungadeildarþingmenn, einn repúblikani og einn demókrati, lýstu því yfir í kvöld að þeir ætli að greiða atkvæði með því að skipa Brett Kavanaugh sem dómara við Hæstarétt. Nær öruggt er því að skipan Kavanaugh verði staðfest eftir að hún hafði um tíma verið í tvísýnu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot á námsárum hans. Örlög Kavanaugh voru fyrir fram talin í höndum fjögurra til fimm öldungadeildarþingmanna, þriggja repúblikana og tveggja demókrata, sem ekki lá fyrir hvernig myndu greiða atkvæði. Repúblikanar hafa 51 sæti í deildinni gegn 49 sætum demókrata. Á meðal þeirra var Susan Collins, þingkona repúblikana frá Maine, sem þykir á meðal hófsamari þingmanna flokksins. Hún steig hins vegar í ræðustól í öldungadeildinni í dag og sagðist ætla að greiða Kavanaugh atkvæði sitt. Hún teldi að ásakanirnar á hendur honum ættu ekki að dæma hann úr leik.Republican Sen. Susan Collins just announced that she is supporting Brett Kavanaugh's confirmation after delivering a 45-minute speech on the Senate floor. Here are a few key quotes from her speech. https://t.co/bbTWqaxJDr pic.twitter.com/aR6WIOZMXS— CNN (@CNN) October 5, 2018 Þá tilkynnti Joe Manchin, öldungadeildarþingmaður demókrata í Vestur-Virginíu, að hann myndi einnig greiða Kavanaugh atkvæði sitt. Manchin er á meðal íhaldssamari þingmanna demókrata og hann þarf að berjast fyrir endurkjöri í heimaríki sínu sem hallast mjög að repúblikönum í kosningum í næsta mánuði. Hann er eini demókratinn sem styður skipan Kavanaugh. Mótmælendur gerðu hróp að Manchin þegar hann rökstuddi ákvörðun sína við fréttamenn í þinghúsinu.Protesters chanted, "Shame! Shame!" as Sen. Joe Manchin spoke to reporters after announcing support for Brett Kavanaugh's Supreme Court confirmation.Manchin spoke with his eyes averted, and protesters responded with chants of, "Look at us, look at us!" https://t.co/KcttBKuB4Q pic.twitter.com/7MQnGau9tV— CNN (@CNN) October 5, 2018 Rannsókn alríkislögreglunnar gagnrýnd Þar með er nær öruggt að forysta Repúblikanaflokksins hafi nægilega mörg atkvæði til að staðfesta skipan Kavanaugh, þrátt fyrir að Lisa Murkowski, þingkona repúblikana frá Alaska, hafi ekki gefið upp hvernig hún ætlar að greiða atkvæði. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslan gæti farið fram þegar á morgun. Ásakanir komu fram um að Kavanaugh hefði reynt að nauðga stúlku á framhaldsskólaárum sínum og að hann hefði berað sig fyrir annarri stúlku á háskólaárum. Alríkislögreglunni FBI var í kjölfarið falið að fara yfir ásakanirnar og skilaði skýrslu sinni á aðfaranótt fimmtudags. Sú rannsókn hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að hafa verið afar takmörkuð að umfangi. Ásakanir hafa verið um að Hvíta húsið og öldungadeildarþingmenn repúblikana hafi bundið hendur rannsakenda FBI. Aðeins eitt eintak af skýrslu FBI um rannsóknina var gerð aðgengileg öldungadeildarþingmönnum sem þeir skiptust á að skoða í einrúmi. Skýrslan hefur ekki verið gerð opinber og óvíst er hvort að svo verði. Verði Kavanaugh skipaður í hæstarétt verða íhaldsmenn þar komnir í meirihluta í réttinum og gætu verið það næstu árin eða áratugina.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu FBI skilaði skýrslu um rannsókn á ásökunum á hendur Brett Kavanaugh. Demókratar gagnrýna takmarkað umfang skýrslunnar, segja hana ókláraða. 5. október 2018 07:30 Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu FBI skilaði skýrslu um rannsókn á ásökunum á hendur Brett Kavanaugh. Demókratar gagnrýna takmarkað umfang skýrslunnar, segja hana ókláraða. 5. október 2018 07:30
Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14
Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13