Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2018 21:00 Kim Kielsen í hópi stuðningsmanna á kosningahátíð Siumut-flokksins. Mynd/TV-2, Danmörku. Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Síðast var kosið til þings á Grænlandi í apríl í vor en þrátt fyrir fylgistap stóð Siumut flokkurinn undir forystu Kim Kielsen uppi sem stærsti flokkur landsins. Kielsen, sem áður var sjómaður og lögreglumaður, tók við stjórnartaumunum af Alequ Hammond fyrir fjórum árum, bæði í flokknum og landsstjórninni. Þótt stjórn hans springi fyrir tveimur árum, og aftur núna í síðasta mánuði, stendur hann núna enn uppi sem leiðtogi þessa næsta nágrannalands Íslands.Kim Kielsen tók á móti Lars Løkke Rasmussen á flugvellinum í Nuuk í síðasta mánuði þegar forsætisráðherra Danmerkur kom til að undirrita flugvallasamninginn.Mynd/TV-2, Danmörku.Samningur sem hann gerði í byrjun september við Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, um fjárstuðning Dana við flugvallgerðina, varð til þess að síðasta ríkisstjórn hans sprakk þegar einn fjögurra flokka sleit stjórnarsamstarfinu í mótmælaskyni við samninginn. Kielsen sleppti þó ekki forsætisráðherrastólnum og nú hefur honum tekist að mynda nýja ríkisstjórn, minnihlutastjórn þriggja flokka, með stuðningi þess fjórða, Demókrata. Kielsen hefur jafnframt tryggt sér þingmeirihluta fyrir flugvallagerðinni á grundvelli samningsins við Dani með skriflegu samkomulagi flokkanna fjögurra.Flugvellirnir þrír á Grænlandi. Íslenska flugfélagið Air Iceland Connect flýgur bæði til Nuuk og Ilulissat sem og til Narsarsuaq, sem Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af hólmi sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands.Grafík/Tótla.Samkvæmt því verða flugbrautirnar í Ilulissat og Nuuk lengdar upp í 2.200 metra hvor og stærsti bær Suður-Grænlands, Qaqortoq, fær 1.500 metra flugbraut. Að auki á að kanna möguleika á að gera smærri flugvelli í nokkrum bæjum og þorpum; Tasiilaq, Uummannaq, Kangaatsiaq, Narsaq, Nanortalik, Ittoqqortoormiit, Qeqertarsuaq og Qasigiaanguit.Fyrirhuguð veglína milli Sisimiut og Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður.Grafík/Stöð 2.Þá fylgir samkomulaginu að leggja á 170 kílómetra langan veg milli bæjanna Sisimiut og Kangerlussuaq, en þar er aðalflugvöllur landsins í dag. Það yrði fyrsti þjóðvegur Grænlands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur meirihluta sínum. 25. apríl 2018 14:00 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Síðast var kosið til þings á Grænlandi í apríl í vor en þrátt fyrir fylgistap stóð Siumut flokkurinn undir forystu Kim Kielsen uppi sem stærsti flokkur landsins. Kielsen, sem áður var sjómaður og lögreglumaður, tók við stjórnartaumunum af Alequ Hammond fyrir fjórum árum, bæði í flokknum og landsstjórninni. Þótt stjórn hans springi fyrir tveimur árum, og aftur núna í síðasta mánuði, stendur hann núna enn uppi sem leiðtogi þessa næsta nágrannalands Íslands.Kim Kielsen tók á móti Lars Løkke Rasmussen á flugvellinum í Nuuk í síðasta mánuði þegar forsætisráðherra Danmerkur kom til að undirrita flugvallasamninginn.Mynd/TV-2, Danmörku.Samningur sem hann gerði í byrjun september við Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, um fjárstuðning Dana við flugvallgerðina, varð til þess að síðasta ríkisstjórn hans sprakk þegar einn fjögurra flokka sleit stjórnarsamstarfinu í mótmælaskyni við samninginn. Kielsen sleppti þó ekki forsætisráðherrastólnum og nú hefur honum tekist að mynda nýja ríkisstjórn, minnihlutastjórn þriggja flokka, með stuðningi þess fjórða, Demókrata. Kielsen hefur jafnframt tryggt sér þingmeirihluta fyrir flugvallagerðinni á grundvelli samningsins við Dani með skriflegu samkomulagi flokkanna fjögurra.Flugvellirnir þrír á Grænlandi. Íslenska flugfélagið Air Iceland Connect flýgur bæði til Nuuk og Ilulissat sem og til Narsarsuaq, sem Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af hólmi sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands.Grafík/Tótla.Samkvæmt því verða flugbrautirnar í Ilulissat og Nuuk lengdar upp í 2.200 metra hvor og stærsti bær Suður-Grænlands, Qaqortoq, fær 1.500 metra flugbraut. Að auki á að kanna möguleika á að gera smærri flugvelli í nokkrum bæjum og þorpum; Tasiilaq, Uummannaq, Kangaatsiaq, Narsaq, Nanortalik, Ittoqqortoormiit, Qeqertarsuaq og Qasigiaanguit.Fyrirhuguð veglína milli Sisimiut og Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður.Grafík/Stöð 2.Þá fylgir samkomulaginu að leggja á 170 kílómetra langan veg milli bæjanna Sisimiut og Kangerlussuaq, en þar er aðalflugvöllur landsins í dag. Það yrði fyrsti þjóðvegur Grænlands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur meirihluta sínum. 25. apríl 2018 14:00 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30
Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur meirihluta sínum. 25. apríl 2018 14:00
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00