Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2018 21:00 Kim Kielsen í hópi stuðningsmanna á kosningahátíð Siumut-flokksins. Mynd/TV-2, Danmörku. Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Síðast var kosið til þings á Grænlandi í apríl í vor en þrátt fyrir fylgistap stóð Siumut flokkurinn undir forystu Kim Kielsen uppi sem stærsti flokkur landsins. Kielsen, sem áður var sjómaður og lögreglumaður, tók við stjórnartaumunum af Alequ Hammond fyrir fjórum árum, bæði í flokknum og landsstjórninni. Þótt stjórn hans springi fyrir tveimur árum, og aftur núna í síðasta mánuði, stendur hann núna enn uppi sem leiðtogi þessa næsta nágrannalands Íslands.Kim Kielsen tók á móti Lars Løkke Rasmussen á flugvellinum í Nuuk í síðasta mánuði þegar forsætisráðherra Danmerkur kom til að undirrita flugvallasamninginn.Mynd/TV-2, Danmörku.Samningur sem hann gerði í byrjun september við Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, um fjárstuðning Dana við flugvallgerðina, varð til þess að síðasta ríkisstjórn hans sprakk þegar einn fjögurra flokka sleit stjórnarsamstarfinu í mótmælaskyni við samninginn. Kielsen sleppti þó ekki forsætisráðherrastólnum og nú hefur honum tekist að mynda nýja ríkisstjórn, minnihlutastjórn þriggja flokka, með stuðningi þess fjórða, Demókrata. Kielsen hefur jafnframt tryggt sér þingmeirihluta fyrir flugvallagerðinni á grundvelli samningsins við Dani með skriflegu samkomulagi flokkanna fjögurra.Flugvellirnir þrír á Grænlandi. Íslenska flugfélagið Air Iceland Connect flýgur bæði til Nuuk og Ilulissat sem og til Narsarsuaq, sem Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af hólmi sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands.Grafík/Tótla.Samkvæmt því verða flugbrautirnar í Ilulissat og Nuuk lengdar upp í 2.200 metra hvor og stærsti bær Suður-Grænlands, Qaqortoq, fær 1.500 metra flugbraut. Að auki á að kanna möguleika á að gera smærri flugvelli í nokkrum bæjum og þorpum; Tasiilaq, Uummannaq, Kangaatsiaq, Narsaq, Nanortalik, Ittoqqortoormiit, Qeqertarsuaq og Qasigiaanguit.Fyrirhuguð veglína milli Sisimiut og Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður.Grafík/Stöð 2.Þá fylgir samkomulaginu að leggja á 170 kílómetra langan veg milli bæjanna Sisimiut og Kangerlussuaq, en þar er aðalflugvöllur landsins í dag. Það yrði fyrsti þjóðvegur Grænlands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur meirihluta sínum. 25. apríl 2018 14:00 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Síðast var kosið til þings á Grænlandi í apríl í vor en þrátt fyrir fylgistap stóð Siumut flokkurinn undir forystu Kim Kielsen uppi sem stærsti flokkur landsins. Kielsen, sem áður var sjómaður og lögreglumaður, tók við stjórnartaumunum af Alequ Hammond fyrir fjórum árum, bæði í flokknum og landsstjórninni. Þótt stjórn hans springi fyrir tveimur árum, og aftur núna í síðasta mánuði, stendur hann núna enn uppi sem leiðtogi þessa næsta nágrannalands Íslands.Kim Kielsen tók á móti Lars Løkke Rasmussen á flugvellinum í Nuuk í síðasta mánuði þegar forsætisráðherra Danmerkur kom til að undirrita flugvallasamninginn.Mynd/TV-2, Danmörku.Samningur sem hann gerði í byrjun september við Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, um fjárstuðning Dana við flugvallgerðina, varð til þess að síðasta ríkisstjórn hans sprakk þegar einn fjögurra flokka sleit stjórnarsamstarfinu í mótmælaskyni við samninginn. Kielsen sleppti þó ekki forsætisráðherrastólnum og nú hefur honum tekist að mynda nýja ríkisstjórn, minnihlutastjórn þriggja flokka, með stuðningi þess fjórða, Demókrata. Kielsen hefur jafnframt tryggt sér þingmeirihluta fyrir flugvallagerðinni á grundvelli samningsins við Dani með skriflegu samkomulagi flokkanna fjögurra.Flugvellirnir þrír á Grænlandi. Íslenska flugfélagið Air Iceland Connect flýgur bæði til Nuuk og Ilulissat sem og til Narsarsuaq, sem Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af hólmi sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands.Grafík/Tótla.Samkvæmt því verða flugbrautirnar í Ilulissat og Nuuk lengdar upp í 2.200 metra hvor og stærsti bær Suður-Grænlands, Qaqortoq, fær 1.500 metra flugbraut. Að auki á að kanna möguleika á að gera smærri flugvelli í nokkrum bæjum og þorpum; Tasiilaq, Uummannaq, Kangaatsiaq, Narsaq, Nanortalik, Ittoqqortoormiit, Qeqertarsuaq og Qasigiaanguit.Fyrirhuguð veglína milli Sisimiut og Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður.Grafík/Stöð 2.Þá fylgir samkomulaginu að leggja á 170 kílómetra langan veg milli bæjanna Sisimiut og Kangerlussuaq, en þar er aðalflugvöllur landsins í dag. Það yrði fyrsti þjóðvegur Grænlands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur meirihluta sínum. 25. apríl 2018 14:00 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30
Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur meirihluta sínum. 25. apríl 2018 14:00
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00