Sprunginn markaður sem skaðar greinina Sveinn Arnarsson skrifar 6. október 2018 10:00 Formaður sambands kúabænda segir kerfi með kaup og sölu mjólkurkvóta komið að þolmörkum. Fréttablaðið/GVA Landbúnaður Mjólkurbændur sem ætluðu sér að kaupa mjólkurkvóta á markaði um mánaðamótin fengu aðeins brotabrot af þeim kvóta sem þeir vildu kaupa. Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, segir að kerfið sé meingallað og skaði greinina. Mikilvægt sé að fara í gagngerar endurbætur á þessum hluta búvörusamninganna. „Þeir sem vilja selja eða kaupa greiðslumark setja inn tilboð á Innlausnarmarkað. Úthlutun fer svo þannig fram að hver og einn kaupandi fær úthlutað í hlutfalli við heildareftirspurn. Ef eftirspurnin er milljón lítrar og bóndi óskar eftir hundrað þúsund lítrum þá fær viðkomandi bóndi 10 prósent af því greiðslumarki sem í boði er,“ segir Arnar Að mati Arnars er kerfið með kaup og sölu mjólkurkvóta því komið að þolmörkum. „Það sem gerir þetta kerfi gallað er að menn geta boðið í eins mikið og þeir vilja án þess að leggja fram neina tryggingu. Því bjóða menn miklu meira en þeir þurfa á að halda í þeirri von að fá það sem þeir þurfa,“ segir Arnar. „Við vitum af tilboði upp á milljarð lítra. Til samanburðar er heildarframleiðsla á Íslandi um 150 milljón lítrar. Þetta skekkir alla myndina og við þurfum að laga þetta.“ Það séu því bændur sjálfir sem eru á vissan hátt að skemma fyrir hinum bændunum með því að búa til gríðarmikla eftirspurn eftir greiðslumarki á markaði. Þar sem bændur fái aðeins hlutfall af því sem þeir vilja ef eftirspurn er meiri en framboðið verði það til þess að þeir geri óraunhæf tilboð. Þannig sé kerfið sprungið. Verði á markaðnum er haldið föstu, um 122 krónur á hvern lítra, og er það of lágt að mati margra sem starfa í greininni. Því eru líkur til þess að þeir bændur sem vilja selja greiðslumark sitt nú haldi að sér höndum og bíði. Nýtt kerfi gæti verið handan við hornið og því eðlilegt að ákveðin stöðnun sé á markaðnum. „Það á að kjósa um kvótann í almennum kosningum meðal mjólkurframleiðenda eftir áramótin og því mjög eðlilegt að menn bíði með að bregða búi eða breyta rekstrinum hjá sér á meðan,“ bætir Arnar við. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Landbúnaður Mjólkurbændur sem ætluðu sér að kaupa mjólkurkvóta á markaði um mánaðamótin fengu aðeins brotabrot af þeim kvóta sem þeir vildu kaupa. Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, segir að kerfið sé meingallað og skaði greinina. Mikilvægt sé að fara í gagngerar endurbætur á þessum hluta búvörusamninganna. „Þeir sem vilja selja eða kaupa greiðslumark setja inn tilboð á Innlausnarmarkað. Úthlutun fer svo þannig fram að hver og einn kaupandi fær úthlutað í hlutfalli við heildareftirspurn. Ef eftirspurnin er milljón lítrar og bóndi óskar eftir hundrað þúsund lítrum þá fær viðkomandi bóndi 10 prósent af því greiðslumarki sem í boði er,“ segir Arnar Að mati Arnars er kerfið með kaup og sölu mjólkurkvóta því komið að þolmörkum. „Það sem gerir þetta kerfi gallað er að menn geta boðið í eins mikið og þeir vilja án þess að leggja fram neina tryggingu. Því bjóða menn miklu meira en þeir þurfa á að halda í þeirri von að fá það sem þeir þurfa,“ segir Arnar. „Við vitum af tilboði upp á milljarð lítra. Til samanburðar er heildarframleiðsla á Íslandi um 150 milljón lítrar. Þetta skekkir alla myndina og við þurfum að laga þetta.“ Það séu því bændur sjálfir sem eru á vissan hátt að skemma fyrir hinum bændunum með því að búa til gríðarmikla eftirspurn eftir greiðslumarki á markaði. Þar sem bændur fái aðeins hlutfall af því sem þeir vilja ef eftirspurn er meiri en framboðið verði það til þess að þeir geri óraunhæf tilboð. Þannig sé kerfið sprungið. Verði á markaðnum er haldið föstu, um 122 krónur á hvern lítra, og er það of lágt að mati margra sem starfa í greininni. Því eru líkur til þess að þeir bændur sem vilja selja greiðslumark sitt nú haldi að sér höndum og bíði. Nýtt kerfi gæti verið handan við hornið og því eðlilegt að ákveðin stöðnun sé á markaðnum. „Það á að kjósa um kvótann í almennum kosningum meðal mjólkurframleiðenda eftir áramótin og því mjög eðlilegt að menn bíði með að bregða búi eða breyta rekstrinum hjá sér á meðan,“ bætir Arnar við.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira