Logi: Ég hef sett svona skot nokkrum sinnum niður áður Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 5. október 2018 22:53 Logi var frábær í kvöld. vísir/ernir Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn erkifjendum sínum og nágrönnum úr Keflavík í Dominos deild karla í körfubolta. „Já við vissum að þetta yrði hörku rimma. Keflvíkingar voru góðir í kvöld og við vissum að við þyrftum að stíga þetta upp á næsta level ef við ætluðum að vinna þetta í lokin. Við spiluðum góðan varnarleik í seinni hálfleik og misstum þá ekkert of langt frá okkur og þá vitum við að við getum alltaf unnið í þessu húsi, sama á móti hverjum. Við tókum tækifærið þegar það gafst og kláruðum þetta með stæl,“ sagði Logi. Njarðvík var undir nánast allan leikinn þangað til í lokaleikhlutanum en þá hrukku þeir í gang. „Það er það sem við viljum vera. Við viljum vera lið sem klárar leikina á lokasekúndunum. Þegar það eru jafnir leikir er oft auðvelt að koðna niður og fara í felur en við fórum ekki í felur.“ Logi setti niður tvær risa stórar þriggja stiga körfur á lokamínútunum sem fór langleiðina að því að tryggja Njarðvíkingum sigurinn í kvöld. „Já nokkrum sinnum. Ég bíð bara eftir svona stundum og þegar þau koma, þá tek ég þau.“ Logi er í kannski öðru hlutverki en hann hefur verið í hjá Njarðvík. Hann byrjaði á bekknum og kom inn á og er það líklega það sem koma skal hjá honum í vetur. „Ef við erum breiðir eins og við erum núna, þá munum við skipta mínútunum betur. Ég hef verið í öllum hlutverkum á mínum ferli sem atvinnumaður og í landsliðinu þannig ég tek því sem kemur og nýti mínúturnar sem ég fæ og er ferskari fyrir vikið.“ Keflvíkingar voru heilt yfir betri í leiknum í kvöld en Njarðvík hélt þó alltaf í við granna sína. Það var afar mikilvægt að sögn Loga. „Mér fannst við gefa þeim svolítið opin skot í fyrri hálfleik. Vorum ekki nógu góðir í vörn þá. Fáum á okkur 48 stig. Seinni hálfleikurinn var betri. Við erum auðvitað að slípa okkur saman eins og allir aðrir í deildinni. Mér leist mjög vel á marga kafla hjá okkur í dag, sérstaklega í 4. leikhluta.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 97-90 | Njarðvík kláraði grannana í Ljónagryfjunni Stórveldin, erkifjendurnir og nágrannarnir, Njarðvík og Keflavík mættust í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Dominos deild karla í körfubolta og úr varð æsispennandi leikur þar sem Njarðvík stálu sigrinum undir lokin 5. október 2018 23:45 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn erkifjendum sínum og nágrönnum úr Keflavík í Dominos deild karla í körfubolta. „Já við vissum að þetta yrði hörku rimma. Keflvíkingar voru góðir í kvöld og við vissum að við þyrftum að stíga þetta upp á næsta level ef við ætluðum að vinna þetta í lokin. Við spiluðum góðan varnarleik í seinni hálfleik og misstum þá ekkert of langt frá okkur og þá vitum við að við getum alltaf unnið í þessu húsi, sama á móti hverjum. Við tókum tækifærið þegar það gafst og kláruðum þetta með stæl,“ sagði Logi. Njarðvík var undir nánast allan leikinn þangað til í lokaleikhlutanum en þá hrukku þeir í gang. „Það er það sem við viljum vera. Við viljum vera lið sem klárar leikina á lokasekúndunum. Þegar það eru jafnir leikir er oft auðvelt að koðna niður og fara í felur en við fórum ekki í felur.“ Logi setti niður tvær risa stórar þriggja stiga körfur á lokamínútunum sem fór langleiðina að því að tryggja Njarðvíkingum sigurinn í kvöld. „Já nokkrum sinnum. Ég bíð bara eftir svona stundum og þegar þau koma, þá tek ég þau.“ Logi er í kannski öðru hlutverki en hann hefur verið í hjá Njarðvík. Hann byrjaði á bekknum og kom inn á og er það líklega það sem koma skal hjá honum í vetur. „Ef við erum breiðir eins og við erum núna, þá munum við skipta mínútunum betur. Ég hef verið í öllum hlutverkum á mínum ferli sem atvinnumaður og í landsliðinu þannig ég tek því sem kemur og nýti mínúturnar sem ég fæ og er ferskari fyrir vikið.“ Keflvíkingar voru heilt yfir betri í leiknum í kvöld en Njarðvík hélt þó alltaf í við granna sína. Það var afar mikilvægt að sögn Loga. „Mér fannst við gefa þeim svolítið opin skot í fyrri hálfleik. Vorum ekki nógu góðir í vörn þá. Fáum á okkur 48 stig. Seinni hálfleikurinn var betri. Við erum auðvitað að slípa okkur saman eins og allir aðrir í deildinni. Mér leist mjög vel á marga kafla hjá okkur í dag, sérstaklega í 4. leikhluta.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 97-90 | Njarðvík kláraði grannana í Ljónagryfjunni Stórveldin, erkifjendurnir og nágrannarnir, Njarðvík og Keflavík mættust í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Dominos deild karla í körfubolta og úr varð æsispennandi leikur þar sem Njarðvík stálu sigrinum undir lokin 5. október 2018 23:45 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 97-90 | Njarðvík kláraði grannana í Ljónagryfjunni Stórveldin, erkifjendurnir og nágrannarnir, Njarðvík og Keflavík mættust í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Dominos deild karla í körfubolta og úr varð æsispennandi leikur þar sem Njarðvík stálu sigrinum undir lokin 5. október 2018 23:45