Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2018 20:00 Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. Um borð í Engeynni, einu helsta skipi íslenska fiskiskipaflotans, er kona sem er til skiptis bæði háseti og kokkur. Hún vill breyta til í forystu Sjómannafélags Íslands og breyta áherslunum í málefnum sjómanna. Við hittum á Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem er viðskiptalögfræðingur að mennt, áður en Engey hélt úr höfn í vikunni, en hún vinnur nú að því að afla sér meðmælenda og fólki á lista með sér fyrir framboð til formanns Sjómannsfélagsins. Skila þarf framboðum fyrir 19. nóvember og kosning fer fram frá 24. nóvember til 10. janúar. „Mér finnst forystan hafa brugðist í síðasta verkfalli þótt sumir hafi staðið sig vel. Mér finnst ekki vera heildstæð samstaða á meðal allra félaganna, félögin ekki vera að skila hlutverki sínu, eða þetta félag er ekki að skila hlutverki sínu að mínu mati,” segir Heiðveig María. Á undanförnum árum hafa sjómenn um tíma verið samningslausir og oft hefur verið bundinn endi á verkföll þeirra með lagasetningu. Heiðveig María segir að sjómenn fái líka litlar upplýsingar frá félaginu frá því síðasta verkfalli lauk og þeir viti lítið um hvað sé að gerast í þeirra málum. „Sjómenn hafa alltaf verið að berjast við ofurefli. Útgerðin er með valdið og peningana og það er bara þannig. Þeir eru alltaf með heimsklassa lið af hagfræðingum og lögfræðingum og samningatækni og svo komum við alltaf einhvern veginn ekki vel undirbúin. Þessu vil ég breyta,” segir Heiðveig María. Skoða þurfi allt launakerfi sjómanna upp á nýtt og undirbúa kröfugerðina vel í samráði við félagsmenn. Þá fylgist forysta félagsins illa með aðdraganda laga sem snerta sjómenn og skili jafnvel ekki inn umsögnum. „Það er engin önnur stétt, þori ég næstum að fullyrða, sem er með kjör sín eins bundin með lögum og við sjómenn. Það er bara þannig og þá þarf að halda því við og veita því aðhald,” segir hásetinn og kokkurinn á Eldey. Hún segist finna góðan hljómgrunn fyrir framboði sínu og á að minnsta kosti stuðning félaga sinna á Engey vísan. „Og svo fá þeir ókeypis lögfræðing líka. Rándýrt,” sagði Kristinn Guðjónsson vélstjóri á Engey. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. Um borð í Engeynni, einu helsta skipi íslenska fiskiskipaflotans, er kona sem er til skiptis bæði háseti og kokkur. Hún vill breyta til í forystu Sjómannafélags Íslands og breyta áherslunum í málefnum sjómanna. Við hittum á Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem er viðskiptalögfræðingur að mennt, áður en Engey hélt úr höfn í vikunni, en hún vinnur nú að því að afla sér meðmælenda og fólki á lista með sér fyrir framboð til formanns Sjómannsfélagsins. Skila þarf framboðum fyrir 19. nóvember og kosning fer fram frá 24. nóvember til 10. janúar. „Mér finnst forystan hafa brugðist í síðasta verkfalli þótt sumir hafi staðið sig vel. Mér finnst ekki vera heildstæð samstaða á meðal allra félaganna, félögin ekki vera að skila hlutverki sínu, eða þetta félag er ekki að skila hlutverki sínu að mínu mati,” segir Heiðveig María. Á undanförnum árum hafa sjómenn um tíma verið samningslausir og oft hefur verið bundinn endi á verkföll þeirra með lagasetningu. Heiðveig María segir að sjómenn fái líka litlar upplýsingar frá félaginu frá því síðasta verkfalli lauk og þeir viti lítið um hvað sé að gerast í þeirra málum. „Sjómenn hafa alltaf verið að berjast við ofurefli. Útgerðin er með valdið og peningana og það er bara þannig. Þeir eru alltaf með heimsklassa lið af hagfræðingum og lögfræðingum og samningatækni og svo komum við alltaf einhvern veginn ekki vel undirbúin. Þessu vil ég breyta,” segir Heiðveig María. Skoða þurfi allt launakerfi sjómanna upp á nýtt og undirbúa kröfugerðina vel í samráði við félagsmenn. Þá fylgist forysta félagsins illa með aðdraganda laga sem snerta sjómenn og skili jafnvel ekki inn umsögnum. „Það er engin önnur stétt, þori ég næstum að fullyrða, sem er með kjör sín eins bundin með lögum og við sjómenn. Það er bara þannig og þá þarf að halda því við og veita því aðhald,” segir hásetinn og kokkurinn á Eldey. Hún segist finna góðan hljómgrunn fyrir framboði sínu og á að minnsta kosti stuðning félaga sinna á Engey vísan. „Og svo fá þeir ókeypis lögfræðing líka. Rándýrt,” sagði Kristinn Guðjónsson vélstjóri á Engey.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira