Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. október 2018 12:10 Í póstinum er fólk einnig beðið um að hlaða niður skrá upplýsinga sem inniheldur vírus. vísir/vilhelm Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Lögreglufulltrúi segir að verið sé að skoða málið og biðlar til fólks að opna ekki umrædda hlekki póstsins. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim kemur fram að viðtakanda sé skylt að mæta í skýrslutöku til lögreglunnar. Mæti fólk ekki megi það búast við handtökuskipun. Í póstinum er fólk einnig beðið um að hlaða niður skrá upplýsinga sem inniheldur vírus. „Það er verið að skoða hvað er að gerast og hvaðan þetta kemur og svo framvegis, Það er kannski ekki mikið hægt að segja akkúrat núna. Við höfum fengið mikið af ábendingum og það algjörlega flæddi yfir okkur tilkynningum í gær. Fólki er ekki sama, lögreglunni er treyst og fólk heldur að þetta komi frá lögreglunni og smellir þar af leiðandi á þetta,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Hann segir póstana vel skipulagða. En þeir líta út fyrir að koma frá pósthólfi lögreglunnar. Hann brýnir fyrir fólki að opna alls ekki hlekki póstsins.Hér má sjá umræddan póst.Hér má sjá umræddan póst„Þetta er auðvitað gott dæmi um það hvað þessir svikahrappar eru klókir. Þeir hafa greinilega lagt mjög mikla vinnu í að reyna að hafa þetta sem trúverðugast. Þeir nota lögreglustjörnuna og merki frá okkur og annað slíkt. Það er mikið lagt í þetta svo hann líkist lögreglunni sem mest,“ sagði Þórir. Þá segir hann að boð í skýrslutöku í gegnum tölvupóst sem þennan sé ekki samkvæmt starfsvenjum lögreglunnar. „Ef fólk hefur smellt á þessa hlekki og hlaðið niður efni er auðvitað mikilvægt að nota vírusvarnarforrit strax. Skoða tölvuna og ef hún ber þess merki að vera sýkt þá skal leita til fagmanna sem taka að sér að hreinsa vírusa úr tölvum. Þá þarf að gæta sérstaklega vel að því að skipta reglulega um lykilorð og nota alls ekki sömu lykilorð á öll vefsvæði,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Lögreglufulltrúi segir að verið sé að skoða málið og biðlar til fólks að opna ekki umrædda hlekki póstsins. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim kemur fram að viðtakanda sé skylt að mæta í skýrslutöku til lögreglunnar. Mæti fólk ekki megi það búast við handtökuskipun. Í póstinum er fólk einnig beðið um að hlaða niður skrá upplýsinga sem inniheldur vírus. „Það er verið að skoða hvað er að gerast og hvaðan þetta kemur og svo framvegis, Það er kannski ekki mikið hægt að segja akkúrat núna. Við höfum fengið mikið af ábendingum og það algjörlega flæddi yfir okkur tilkynningum í gær. Fólki er ekki sama, lögreglunni er treyst og fólk heldur að þetta komi frá lögreglunni og smellir þar af leiðandi á þetta,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Hann segir póstana vel skipulagða. En þeir líta út fyrir að koma frá pósthólfi lögreglunnar. Hann brýnir fyrir fólki að opna alls ekki hlekki póstsins.Hér má sjá umræddan póst.Hér má sjá umræddan póst„Þetta er auðvitað gott dæmi um það hvað þessir svikahrappar eru klókir. Þeir hafa greinilega lagt mjög mikla vinnu í að reyna að hafa þetta sem trúverðugast. Þeir nota lögreglustjörnuna og merki frá okkur og annað slíkt. Það er mikið lagt í þetta svo hann líkist lögreglunni sem mest,“ sagði Þórir. Þá segir hann að boð í skýrslutöku í gegnum tölvupóst sem þennan sé ekki samkvæmt starfsvenjum lögreglunnar. „Ef fólk hefur smellt á þessa hlekki og hlaðið niður efni er auðvitað mikilvægt að nota vírusvarnarforrit strax. Skoða tölvuna og ef hún ber þess merki að vera sýkt þá skal leita til fagmanna sem taka að sér að hreinsa vírusa úr tölvum. Þá þarf að gæta sérstaklega vel að því að skipta reglulega um lykilorð og nota alls ekki sömu lykilorð á öll vefsvæði,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10